Aron Einar: Farnir að venjast fullum Laugardalsvelli Anton Ingi Leifsson skrifar 12. október 2014 15:30 Aron ásamt landsliðsþjálfaranum. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. „Við setjum gífurlega pressu á okkur sjálfir. Við setjum stefnuna á að gera betur en í síðustu undakeppni," sagði Aron Einar við Vísi á Hotel Nordica í dag. „Í síðustu undankeppni var leikur númer tvö ekki nægilega góður, en í þessari undankeppni var hann góður. Það er bæting og vonandi náum við að bæta okkur áfram sem landslið." Aron Einar segir að menn séu skiljanlega ánægðir með að vera ekki búnir að fá á sig mark í þessari undankeppni og segir að það sé bæting frá síðustu undakeppni. „Það gerðist ekkert mjög oft í síðustu keppni þannig að við getum verið sáttir með það hvernig sú bæting hefur verið." „Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og við erum með sterka leikmenn fram á við, sem koma til með að skora." „Við erum tilbúnir í leikinn. Það er kannski smá þreyta í löppunum á mannskapnum, en menn eru búnir að reyna endurheimta og koma sér í skikkanlegt form fyrir leikinn á morgun." Aðspurður hvort markastíflan væri brostin hjá Aroni svaraði hann léttur í lund: „Ég veit það nú ekki. Ég átti ekkert að vera inní í þessari aukaspyrnu. Ég er ekki mikið settur fram í föst leikatriði þannig ég ákvað bara fara sjálfur til þess að hleypa Gylfa útaf." „Ég er ekkert að pæla í þessu. Mín staða í landsliðinu er aðeins öðruvísi en að vera skora eitthver mörk. Ég á meira að halda stöðu og hreinsa upp fyrir hina sem eru sækja." Fyrirliðinn er ánægður með að völlurinn sé byrjaður að fyllast leik eftir leik. „Það hefur alltaf verið jafn gaman að spila fyrir fullan Laugardalsvöll. Við erum farnir að venjast því." „Það gefur okkur alltaf extra að við fáum fullan stuðning og að völlurinn sé ekki að fyllast útaf annað liðið er með skærar stjörnur heldur áhorfendurnir eru komnir til að horfa á okkur." „Við lögðum upp með að fá alla með okkur í þetta og það er að virka, en við þurfum að halda dampi og halda áfram að sanka inn stigum." „Við erum búnir að vinna tvo leiki og markatalan 6-0, en við erum ekki komnir með neitt í hendurnar. Við eigum eftir að mæta virkilega sterkum liðum, þannig menn halda sér á jörðinni og einblína á næsta leik sem er gegn Hollandi á morgun," sagði skeggjaður fyrirliðinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. „Við setjum gífurlega pressu á okkur sjálfir. Við setjum stefnuna á að gera betur en í síðustu undakeppni," sagði Aron Einar við Vísi á Hotel Nordica í dag. „Í síðustu undankeppni var leikur númer tvö ekki nægilega góður, en í þessari undankeppni var hann góður. Það er bæting og vonandi náum við að bæta okkur áfram sem landslið." Aron Einar segir að menn séu skiljanlega ánægðir með að vera ekki búnir að fá á sig mark í þessari undankeppni og segir að það sé bæting frá síðustu undakeppni. „Það gerðist ekkert mjög oft í síðustu keppni þannig að við getum verið sáttir með það hvernig sú bæting hefur verið." „Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og við erum með sterka leikmenn fram á við, sem koma til með að skora." „Við erum tilbúnir í leikinn. Það er kannski smá þreyta í löppunum á mannskapnum, en menn eru búnir að reyna endurheimta og koma sér í skikkanlegt form fyrir leikinn á morgun." Aðspurður hvort markastíflan væri brostin hjá Aroni svaraði hann léttur í lund: „Ég veit það nú ekki. Ég átti ekkert að vera inní í þessari aukaspyrnu. Ég er ekki mikið settur fram í föst leikatriði þannig ég ákvað bara fara sjálfur til þess að hleypa Gylfa útaf." „Ég er ekkert að pæla í þessu. Mín staða í landsliðinu er aðeins öðruvísi en að vera skora eitthver mörk. Ég á meira að halda stöðu og hreinsa upp fyrir hina sem eru sækja." Fyrirliðinn er ánægður með að völlurinn sé byrjaður að fyllast leik eftir leik. „Það hefur alltaf verið jafn gaman að spila fyrir fullan Laugardalsvöll. Við erum farnir að venjast því." „Það gefur okkur alltaf extra að við fáum fullan stuðning og að völlurinn sé ekki að fyllast útaf annað liðið er með skærar stjörnur heldur áhorfendurnir eru komnir til að horfa á okkur." „Við lögðum upp með að fá alla með okkur í þetta og það er að virka, en við þurfum að halda dampi og halda áfram að sanka inn stigum." „Við erum búnir að vinna tvo leiki og markatalan 6-0, en við erum ekki komnir með neitt í hendurnar. Við eigum eftir að mæta virkilega sterkum liðum, þannig menn halda sér á jörðinni og einblína á næsta leik sem er gegn Hollandi á morgun," sagði skeggjaður fyrirliðinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira