Aron Einar: Farnir að venjast fullum Laugardalsvelli Anton Ingi Leifsson skrifar 12. október 2014 15:30 Aron ásamt landsliðsþjálfaranum. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. „Við setjum gífurlega pressu á okkur sjálfir. Við setjum stefnuna á að gera betur en í síðustu undakeppni," sagði Aron Einar við Vísi á Hotel Nordica í dag. „Í síðustu undankeppni var leikur númer tvö ekki nægilega góður, en í þessari undankeppni var hann góður. Það er bæting og vonandi náum við að bæta okkur áfram sem landslið." Aron Einar segir að menn séu skiljanlega ánægðir með að vera ekki búnir að fá á sig mark í þessari undankeppni og segir að það sé bæting frá síðustu undakeppni. „Það gerðist ekkert mjög oft í síðustu keppni þannig að við getum verið sáttir með það hvernig sú bæting hefur verið." „Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og við erum með sterka leikmenn fram á við, sem koma til með að skora." „Við erum tilbúnir í leikinn. Það er kannski smá þreyta í löppunum á mannskapnum, en menn eru búnir að reyna endurheimta og koma sér í skikkanlegt form fyrir leikinn á morgun." Aðspurður hvort markastíflan væri brostin hjá Aroni svaraði hann léttur í lund: „Ég veit það nú ekki. Ég átti ekkert að vera inní í þessari aukaspyrnu. Ég er ekki mikið settur fram í föst leikatriði þannig ég ákvað bara fara sjálfur til þess að hleypa Gylfa útaf." „Ég er ekkert að pæla í þessu. Mín staða í landsliðinu er aðeins öðruvísi en að vera skora eitthver mörk. Ég á meira að halda stöðu og hreinsa upp fyrir hina sem eru sækja." Fyrirliðinn er ánægður með að völlurinn sé byrjaður að fyllast leik eftir leik. „Það hefur alltaf verið jafn gaman að spila fyrir fullan Laugardalsvöll. Við erum farnir að venjast því." „Það gefur okkur alltaf extra að við fáum fullan stuðning og að völlurinn sé ekki að fyllast útaf annað liðið er með skærar stjörnur heldur áhorfendurnir eru komnir til að horfa á okkur." „Við lögðum upp með að fá alla með okkur í þetta og það er að virka, en við þurfum að halda dampi og halda áfram að sanka inn stigum." „Við erum búnir að vinna tvo leiki og markatalan 6-0, en við erum ekki komnir með neitt í hendurnar. Við eigum eftir að mæta virkilega sterkum liðum, þannig menn halda sér á jörðinni og einblína á næsta leik sem er gegn Hollandi á morgun," sagði skeggjaður fyrirliðinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. „Við setjum gífurlega pressu á okkur sjálfir. Við setjum stefnuna á að gera betur en í síðustu undakeppni," sagði Aron Einar við Vísi á Hotel Nordica í dag. „Í síðustu undankeppni var leikur númer tvö ekki nægilega góður, en í þessari undankeppni var hann góður. Það er bæting og vonandi náum við að bæta okkur áfram sem landslið." Aron Einar segir að menn séu skiljanlega ánægðir með að vera ekki búnir að fá á sig mark í þessari undankeppni og segir að það sé bæting frá síðustu undakeppni. „Það gerðist ekkert mjög oft í síðustu keppni þannig að við getum verið sáttir með það hvernig sú bæting hefur verið." „Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og við erum með sterka leikmenn fram á við, sem koma til með að skora." „Við erum tilbúnir í leikinn. Það er kannski smá þreyta í löppunum á mannskapnum, en menn eru búnir að reyna endurheimta og koma sér í skikkanlegt form fyrir leikinn á morgun." Aðspurður hvort markastíflan væri brostin hjá Aroni svaraði hann léttur í lund: „Ég veit það nú ekki. Ég átti ekkert að vera inní í þessari aukaspyrnu. Ég er ekki mikið settur fram í föst leikatriði þannig ég ákvað bara fara sjálfur til þess að hleypa Gylfa útaf." „Ég er ekkert að pæla í þessu. Mín staða í landsliðinu er aðeins öðruvísi en að vera skora eitthver mörk. Ég á meira að halda stöðu og hreinsa upp fyrir hina sem eru sækja." Fyrirliðinn er ánægður með að völlurinn sé byrjaður að fyllast leik eftir leik. „Það hefur alltaf verið jafn gaman að spila fyrir fullan Laugardalsvöll. Við erum farnir að venjast því." „Það gefur okkur alltaf extra að við fáum fullan stuðning og að völlurinn sé ekki að fyllast útaf annað liðið er með skærar stjörnur heldur áhorfendurnir eru komnir til að horfa á okkur." „Við lögðum upp með að fá alla með okkur í þetta og það er að virka, en við þurfum að halda dampi og halda áfram að sanka inn stigum." „Við erum búnir að vinna tvo leiki og markatalan 6-0, en við erum ekki komnir með neitt í hendurnar. Við eigum eftir að mæta virkilega sterkum liðum, þannig menn halda sér á jörðinni og einblína á næsta leik sem er gegn Hollandi á morgun," sagði skeggjaður fyrirliðinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira