Birkir Bjarna: Holland var bara bónusleikur fyrir mót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 21:45 Birkir Bjarnason. Vísir/Vilhelm Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. „Ég held að allir séu bara rólegir yfir þessu því það er mikið eftir. Við þurfum bara að halda fullri einbeitingu," sagði Birkir Bjarnason um frábæra byrjun íslenska landsliðsins sem hefur fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM 2016. Íslenska liðið lærði á reynslunni frá því í síðustu keppni þegar liðið tapaði á móti Kýpur í sínum öðrum leik eftir sigur á Noregi í þeim fyrsta. Nú fylgdi liðið eftir 3-0 sigri á Tyrkjum með öðrum 3-0 sigri á Lettum. „Maður sá það í leiknum á móti Lettlandi að við vorum rólegir og ákveðnir í að vinna leikinn. Við vorum bara að bíða eftir fyrsta markinu. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik og þeir voru góðir að verjast. Við náðum ekki að brjóta varnarlínuna þeirra almennilega upp en það var fínt að fá þessi mörk í lokin," sagði Birkir um Lettaleikinn. „Við förum í leikinn á móti Hollandi til þess að vinna en fyrir mótið var þetta bara bónusleikur. Þeir hafa ekki byrjað þetta vel þannig að þeir eru ekki að spila sinn besta bolta. Þeir bera alveg virðingu fyrir okkur eftir okkar góðu byrjun og þetta verður örugglega hörkuleikur," sagði Birkir en verður leikurinn öðruvísi en síðustu leikir. „Við þurfum að spila meira eins og við gerðum á móti Tyrkjum, vera rólegir, láta þá aðeins hafa boltann og reyna að ná skyndisóknum á móti þeim. Ef við getum unnið 3-0 á móti Tyrkjum þá getum við líka náð góðum úrslitum á móti Hollandi," sagði Birkir og það er hægt að láta sig dreyma. „Það væri ekki leiðinlegt að vera komnir með níu stig eftir þrjá leiki og kæmi örugglega öllum á óvart," sagði Birkir léttur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira
Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. „Ég held að allir séu bara rólegir yfir þessu því það er mikið eftir. Við þurfum bara að halda fullri einbeitingu," sagði Birkir Bjarnason um frábæra byrjun íslenska landsliðsins sem hefur fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM 2016. Íslenska liðið lærði á reynslunni frá því í síðustu keppni þegar liðið tapaði á móti Kýpur í sínum öðrum leik eftir sigur á Noregi í þeim fyrsta. Nú fylgdi liðið eftir 3-0 sigri á Tyrkjum með öðrum 3-0 sigri á Lettum. „Maður sá það í leiknum á móti Lettlandi að við vorum rólegir og ákveðnir í að vinna leikinn. Við vorum bara að bíða eftir fyrsta markinu. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik og þeir voru góðir að verjast. Við náðum ekki að brjóta varnarlínuna þeirra almennilega upp en það var fínt að fá þessi mörk í lokin," sagði Birkir um Lettaleikinn. „Við förum í leikinn á móti Hollandi til þess að vinna en fyrir mótið var þetta bara bónusleikur. Þeir hafa ekki byrjað þetta vel þannig að þeir eru ekki að spila sinn besta bolta. Þeir bera alveg virðingu fyrir okkur eftir okkar góðu byrjun og þetta verður örugglega hörkuleikur," sagði Birkir en verður leikurinn öðruvísi en síðustu leikir. „Við þurfum að spila meira eins og við gerðum á móti Tyrkjum, vera rólegir, láta þá aðeins hafa boltann og reyna að ná skyndisóknum á móti þeim. Ef við getum unnið 3-0 á móti Tyrkjum þá getum við líka náð góðum úrslitum á móti Hollandi," sagði Birkir og það er hægt að láta sig dreyma. „Það væri ekki leiðinlegt að vera komnir með níu stig eftir þrjá leiki og kæmi örugglega öllum á óvart," sagði Birkir léttur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira