Hannes: Þetta eru náttúrulega frægir karlar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 12:00 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ósigraður það sem af er undankeppni EM en hann hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum íslenska liðsins og er fyrsti íslenski markvörðurinn sem nær því. Hannes hefur staðið vaktina vel í sigrinum á Tyrkjum og Lettum en í kvöld þarf hann og félagar hans í íslenska landsliðinu að glíma við stjörnuprýtt hollenskt landslið. „Það mun mæða meira á vörninni heldur en á móti Tyrkjunum þótt að Tyrkir séu með flott lið. Holland er eitt besta lið í heiminum og það er hætt við því að það verði eitthvað að gera hjá okkur þarna aftast. Við erum klárir í það," sagði Hannes. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 6-0. „Þetta er flott. Við erum með flott lið núna og það er mikil fagmennska sem ríkir í kringum landsliðið og á öllum stöðum. Það eru flottir leikmenn í liðinu og það er virkilega jákvætt að Ísland geti náð svona úrslitum. Nú er bara að fylgja því eftir og halda áfram að gera vel," sagði Hannes. Hannes mun meðal annars fara yfir skot hollensku leikmannanna fyrir leikinn með hinum markvörðunum (Gunnleifur Gunnleifsson og Ingvar Jónsson) og markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni. „Þetta eru náttúrulega frægir karlar og maður hefur séð eitthvað með þeim áður. Svo er fótbolti bara þannig að maður þarf að vera klár í hvað sem er þó að maður sé búinn að skoða einhver vídeó. Það hjálpar manni kannski ekkert svo mikið þegar út í leikinn er komið," segir Hannes. Það er nóg af stjörnum í hollenska landsliðinu. „Við erum búnir að spila á móti flottum körlum áður og það er bara gaman. Þetta eru karlar sem er gaman að vera með í reynslubankanum að hafa spilað við. Ég get síðan montað mig yfir því við félagana þegar við sitjum og horfum á enska boltann að maður hafi spilað við þessa karla og helst haldið hreinu á móti þeim. Við vonumst til að það bætist í það safn á morgun," segir Hannes. „Við þurfum að horfa þannig á þetta að vera með sex stig núna gerir það að verkum að við getum farið örlítið afslappaðri inn í þetta að því leytinu til að við erum ekki með bakið upp við vegg. Vonandi nær að það að hjálpa okkur að ná fram okkar besta leik til þess að fara svo og sækja úrslit á móti Hollandi. Það er meira en að segja það og við þurfum að fá allt með okkur til að ná árangri á móti þeim. Ég held að það hjálpi okkur að vera með sex stig í sarpinum," sagði Hannes. „Ég gæti trúað því að það sé meiri pressa á þeim fyrir þennan leik. Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hinsvegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá er að vinna okkur og helst nokkuð auðveldlega. Við vitum það að þeir munu ekki fá auðveldan leik. Vonandi eru þeir svolítið stressaðir fyrir þetta verkefni og við náum síðan að koma þeim úr jafnvægi með því að mæta þeim af krafti," sagði Hannes að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ósigraður það sem af er undankeppni EM en hann hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum íslenska liðsins og er fyrsti íslenski markvörðurinn sem nær því. Hannes hefur staðið vaktina vel í sigrinum á Tyrkjum og Lettum en í kvöld þarf hann og félagar hans í íslenska landsliðinu að glíma við stjörnuprýtt hollenskt landslið. „Það mun mæða meira á vörninni heldur en á móti Tyrkjunum þótt að Tyrkir séu með flott lið. Holland er eitt besta lið í heiminum og það er hætt við því að það verði eitthvað að gera hjá okkur þarna aftast. Við erum klárir í það," sagði Hannes. Íslenska liðið er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 6-0. „Þetta er flott. Við erum með flott lið núna og það er mikil fagmennska sem ríkir í kringum landsliðið og á öllum stöðum. Það eru flottir leikmenn í liðinu og það er virkilega jákvætt að Ísland geti náð svona úrslitum. Nú er bara að fylgja því eftir og halda áfram að gera vel," sagði Hannes. Hannes mun meðal annars fara yfir skot hollensku leikmannanna fyrir leikinn með hinum markvörðunum (Gunnleifur Gunnleifsson og Ingvar Jónsson) og markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni. „Þetta eru náttúrulega frægir karlar og maður hefur séð eitthvað með þeim áður. Svo er fótbolti bara þannig að maður þarf að vera klár í hvað sem er þó að maður sé búinn að skoða einhver vídeó. Það hjálpar manni kannski ekkert svo mikið þegar út í leikinn er komið," segir Hannes. Það er nóg af stjörnum í hollenska landsliðinu. „Við erum búnir að spila á móti flottum körlum áður og það er bara gaman. Þetta eru karlar sem er gaman að vera með í reynslubankanum að hafa spilað við. Ég get síðan montað mig yfir því við félagana þegar við sitjum og horfum á enska boltann að maður hafi spilað við þessa karla og helst haldið hreinu á móti þeim. Við vonumst til að það bætist í það safn á morgun," segir Hannes. „Við þurfum að horfa þannig á þetta að vera með sex stig núna gerir það að verkum að við getum farið örlítið afslappaðri inn í þetta að því leytinu til að við erum ekki með bakið upp við vegg. Vonandi nær að það að hjálpa okkur að ná fram okkar besta leik til þess að fara svo og sækja úrslit á móti Hollandi. Það er meira en að segja það og við þurfum að fá allt með okkur til að ná árangri á móti þeim. Ég held að það hjálpi okkur að vera með sex stig í sarpinum," sagði Hannes. „Ég gæti trúað því að það sé meiri pressa á þeim fyrir þennan leik. Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hinsvegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá er að vinna okkur og helst nokkuð auðveldlega. Við vitum það að þeir munu ekki fá auðveldan leik. Vonandi eru þeir svolítið stressaðir fyrir þetta verkefni og við náum síðan að koma þeim úr jafnvægi með því að mæta þeim af krafti," sagði Hannes að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti