Fótbolti

Ari Freyr: Fáum stjörnumeðferð frá sjúkraþjálfurunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ari Freyr Skúlason tæklar einn Tyrkjann á dögunum.
Ari Freyr Skúlason tæklar einn Tyrkjann á dögunum. Vísir/Getty
Ari Freyr Skúlason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta verða í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska landsliðið fær Holland í heimsókn í Laugardalinn.

Íslenska liðið vann 3-0 sigur í Lettlandi seint á föstudagskvöldið en liðið fékk síðan aðeins tvo frídaga á milli leikja til að ferðast til Íslands og undirbúa sig fyrir leikinn við Holland.

„Þetta er svolítið spes en verður mjög gaman. Tveimur dögum eftir leik er maður alltaf svolítið slappur en við erum búnir að hugsa vel um okkur og sjúkraþjálfararnir eru búnir að fara með okkur eins og stjörnur," sagði Ari Freyr Skúlason um það hversu stutt er á milli leikja.

UEFA ákvað að breyta fyrirkomulaginu á undankeppninni og dreifa leikjunum á fleiri daga. Það þýddi að landsliðin fá einum dag minna á milli leikja þegar þau spila tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×