Breska ríkið selur hlut sinn í Eurostar-lestinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2014 14:00 Eurostar-lestin tengir Bretland við meginland Evrópu í gegnum Ermarsundsgöngin. Vísir/Getty Breska ríkið hyggst selja 40% hlut sinn í Eurostar-lestinni, segir George Osborne fjármálaráðherra Bretlands. Guardian greinir frá. Lestin, sem getur náð 320 kílómetra hraða á klukkustund, fer frá London til meginlands Evrópu í gegnum Ermarsundsgöngin. París og Brussel eru á meðal áfangastaða lestarinnar. Osborne segir að útboð hefjist í lok þessa mánaðar og vonast hann til að fá um 300 milljónir punda fyrir söluna. Fjármálaráðherrann segir að peningarnir verði notaðir til að greiða niður skuldir ríkisins. Að sögn Osborne er stefnt á að selja ríkiseignir fyrir um 20 milljarða punda fyrir árið 2020 svo greiða megi skuldir. Breska ríkið hefur átt 40% hlut í Eurostar síðan lestin byrjaði að ganga árið 1994. Franska ríkisfyrirtækið SNCF á 55% hlut í Eurostar og belgíska ríkisfyrirtækið SNCB á 5% hlut. Frá því lestin byrjaði að ganga fyrir 20 árum hefur hún flutt meira en 145 milljónir farþega milli Bretlands og meginlands Evrópu. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska ríkið hyggst selja 40% hlut sinn í Eurostar-lestinni, segir George Osborne fjármálaráðherra Bretlands. Guardian greinir frá. Lestin, sem getur náð 320 kílómetra hraða á klukkustund, fer frá London til meginlands Evrópu í gegnum Ermarsundsgöngin. París og Brussel eru á meðal áfangastaða lestarinnar. Osborne segir að útboð hefjist í lok þessa mánaðar og vonast hann til að fá um 300 milljónir punda fyrir söluna. Fjármálaráðherrann segir að peningarnir verði notaðir til að greiða niður skuldir ríkisins. Að sögn Osborne er stefnt á að selja ríkiseignir fyrir um 20 milljarða punda fyrir árið 2020 svo greiða megi skuldir. Breska ríkið hefur átt 40% hlut í Eurostar síðan lestin byrjaði að ganga árið 1994. Franska ríkisfyrirtækið SNCF á 55% hlut í Eurostar og belgíska ríkisfyrirtækið SNCB á 5% hlut. Frá því lestin byrjaði að ganga fyrir 20 árum hefur hún flutt meira en 145 milljónir farþega milli Bretlands og meginlands Evrópu.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira