Ekki sama hver lánar Skjóðan skrifar 16. október 2014 09:49 Nú er komið á daginn að Seðlabankinn tapaði gríðarlegum fjármunum á lánveitingunni til Kaupþings. Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. Óneitanlega kemur nokkuð á mann við þessi tíðindi. Hvernig var brugðið frá hefðbundnum verklagsferlum við þessa lánveitingu? Var lánið samþykkt á milli lánanefndafunda? Var forminu ekki fylgt? Var lánið greitt út án þess að fundargerð lægi fyrir. Lánaði bankastjórinn peningana sjálfur og fékk samþykki stjórnar eftirá? Dómstólar landsins kljást þessi misserin við opinber mál sem Sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur fyrrverandi stjórnendum gömlu bankanna. Mörg þeirra fjalla fyrst og fremst um umboðssvik sem felast þá í því að stjórnendur bankanna hafi ekki fylgt verklagsferlum við lánveitingar. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að það flokkist undir alvarlegt refsivert athæfi að fylgja ekki verkferlum út í hörgul og hefur dæmt fyrrverandi bankastjórnendur í margra ára fangelsi fyrir slíkt. Engar skýringar á frávikum frá verklagsferlum hafa verið teknar til greina og ekki talið skipta máli hvort viðkomandi lánveitingar hafi orðið viðkomandi fjármálastofnun til hags eða skaða. Í þessari viku er dómtekið mál á hendur stjórnendum og stjórn SPRON vegna tveggja milljarða lánveitingar til Exista, helsta hluthafa bankans, nokkrum dögum áður en umrætt 500 milljóna evra lán Seðlabankans til Kaupþings var veitt. Í SPRON-málinu virðast sakarefnin að stærstum hluta vera þau að lánið hafi ekki endurheimst og því hafi orðið tveggja milljarða tjón. Nú er komið á daginn að Seðlabankinn tapaði gríðarlegum fjármunum á lánveitingunni til Kaupþings. Þar lánaði Seðlabankinn næstum allan gjaldeyrisforða landsins í einni lánveitingu og braut allar reglur í leiðinni. Verkferlum var vikið til hliðar og formreglur að engu hafðar. Tjónið vegna þessa eina láns er litlir 35 milljarðar króna. Samkvæmt þeirri skilgreiningu sem Sérstakur saksóknari og Héraðsdómur Reykjavíkur beita gagnvart athæfi stjórnenda viðskiptabankanna eru öll skilyrði umboðssvika uppfyllt í þessari dæmalausu lánveitingu, þegar Seðlabankinn lánaði gjaldeyrisforðann á einu bretti. Það kostar um 40 milljarða á ári að reka Landspítalann sem þýðir að Seðlabankinn tapaði öllu rekstrarfé Landspítalans fram í nóvember með þessari einu lánveitingu. En í Seðlabankanum var enginn ábyrgur og enginn Sérstakur saksóknari kallaður til. Já, það er með þá Jón og séra Jón …Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Kyndilberi neytendahagsmuna? MS er markaðsráðandi fyrirtæki í einokunarstöðu. Sektarálagning skiptir slík fyrirtæki litlu máli því sektinni verður velt út í verðlag og lendir á neytendum. Markaðsmisnotkun ráðandi fyrirtækja mun ekki linna fyrr en stjórnendur þeirra verða persónulega látnir sæta ábyrgð fyrir samkeppnisbrot. 1. október 2014 14:15 Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. Óneitanlega kemur nokkuð á mann við þessi tíðindi. Hvernig var brugðið frá hefðbundnum verklagsferlum við þessa lánveitingu? Var lánið samþykkt á milli lánanefndafunda? Var forminu ekki fylgt? Var lánið greitt út án þess að fundargerð lægi fyrir. Lánaði bankastjórinn peningana sjálfur og fékk samþykki stjórnar eftirá? Dómstólar landsins kljást þessi misserin við opinber mál sem Sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur fyrrverandi stjórnendum gömlu bankanna. Mörg þeirra fjalla fyrst og fremst um umboðssvik sem felast þá í því að stjórnendur bankanna hafi ekki fylgt verklagsferlum við lánveitingar. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að það flokkist undir alvarlegt refsivert athæfi að fylgja ekki verkferlum út í hörgul og hefur dæmt fyrrverandi bankastjórnendur í margra ára fangelsi fyrir slíkt. Engar skýringar á frávikum frá verklagsferlum hafa verið teknar til greina og ekki talið skipta máli hvort viðkomandi lánveitingar hafi orðið viðkomandi fjármálastofnun til hags eða skaða. Í þessari viku er dómtekið mál á hendur stjórnendum og stjórn SPRON vegna tveggja milljarða lánveitingar til Exista, helsta hluthafa bankans, nokkrum dögum áður en umrætt 500 milljóna evra lán Seðlabankans til Kaupþings var veitt. Í SPRON-málinu virðast sakarefnin að stærstum hluta vera þau að lánið hafi ekki endurheimst og því hafi orðið tveggja milljarða tjón. Nú er komið á daginn að Seðlabankinn tapaði gríðarlegum fjármunum á lánveitingunni til Kaupþings. Þar lánaði Seðlabankinn næstum allan gjaldeyrisforða landsins í einni lánveitingu og braut allar reglur í leiðinni. Verkferlum var vikið til hliðar og formreglur að engu hafðar. Tjónið vegna þessa eina láns er litlir 35 milljarðar króna. Samkvæmt þeirri skilgreiningu sem Sérstakur saksóknari og Héraðsdómur Reykjavíkur beita gagnvart athæfi stjórnenda viðskiptabankanna eru öll skilyrði umboðssvika uppfyllt í þessari dæmalausu lánveitingu, þegar Seðlabankinn lánaði gjaldeyrisforðann á einu bretti. Það kostar um 40 milljarða á ári að reka Landspítalann sem þýðir að Seðlabankinn tapaði öllu rekstrarfé Landspítalans fram í nóvember með þessari einu lánveitingu. En í Seðlabankanum var enginn ábyrgur og enginn Sérstakur saksóknari kallaður til. Já, það er með þá Jón og séra Jón …Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Kyndilberi neytendahagsmuna? MS er markaðsráðandi fyrirtæki í einokunarstöðu. Sektarálagning skiptir slík fyrirtæki litlu máli því sektinni verður velt út í verðlag og lendir á neytendum. Markaðsmisnotkun ráðandi fyrirtækja mun ekki linna fyrr en stjórnendur þeirra verða persónulega látnir sæta ábyrgð fyrir samkeppnisbrot. 1. október 2014 14:15 Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Kyndilberi neytendahagsmuna? MS er markaðsráðandi fyrirtæki í einokunarstöðu. Sektarálagning skiptir slík fyrirtæki litlu máli því sektinni verður velt út í verðlag og lendir á neytendum. Markaðsmisnotkun ráðandi fyrirtækja mun ekki linna fyrr en stjórnendur þeirra verða persónulega látnir sæta ábyrgð fyrir samkeppnisbrot. 1. október 2014 14:15
Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00