Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 16. október 2014 14:47 Svona gæti endurbættur Laugardalsvöllur litið út. Vísir/bj.snæ arkitektar Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, eiganda Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að draumur sambandsins væri 15 þúsund manna yfirbyggður völlur án hlaupabrautar með öðrum rekstri. Geir sagði jafnframt að til þess að þetta gæti orðið að veruleika yrðu einkafjárfestar að koma að verkefninu. Helgi segir í samtali við Vísi að það sé jákvætt að draga fjársterka aðila að þessari framkvæmd en menn verði að hafa í huga að fjárfestar vilji fá peninginn sinn til baka.Helgi S. Gunnarsson.Vísir/GVA„Það hefur tekið tíu ár að byggja upp rekstur Egilshallarinnar þannig að hann sé viðunandi og það hefur ekki gengið nema af því að þar innandyra eru fyrirtæki sem geta borgað háa leigu og síðan greiðir Reykjavíkurborg leigu fyrir afnot af knattspyrnuhúsinu í höllinni sem og gervigrasvöllum fyrir utan höllina,“ segir Helgi. Aðspurður segir Helgi að endurbætur KSÍ séu marga milljarða framkvæmd og að það geti tekið mörg ár að koma slíkri framkvæmd í gegn. „Aðalatriðið er þetta. Þeir fjárfestar sem komið gætu að þessu verkefni vilja fá peningana sína til baka. Rekstrargrundvöllur verkefnsins stendur og fellur með tryggum leigugreiðslum frá ríki og borg og síðan hversu sterk fyrirtæki verða staðsett í byggingunni, fyrirtæki með mikla veltu og eru traustir leigutakar,“ segir Helgi. Ljóst er að ekki verður auðvelt að fá ríki eða borg til að leggja mikla peninga í verkefnið. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, sagði í samtali við Vísi í morgun að þar á bæ biðu menn eftir fundi með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra. Illugi hefur sjálfur ekki svarað símtölum í dag. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, eiganda Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að draumur sambandsins væri 15 þúsund manna yfirbyggður völlur án hlaupabrautar með öðrum rekstri. Geir sagði jafnframt að til þess að þetta gæti orðið að veruleika yrðu einkafjárfestar að koma að verkefninu. Helgi segir í samtali við Vísi að það sé jákvætt að draga fjársterka aðila að þessari framkvæmd en menn verði að hafa í huga að fjárfestar vilji fá peninginn sinn til baka.Helgi S. Gunnarsson.Vísir/GVA„Það hefur tekið tíu ár að byggja upp rekstur Egilshallarinnar þannig að hann sé viðunandi og það hefur ekki gengið nema af því að þar innandyra eru fyrirtæki sem geta borgað háa leigu og síðan greiðir Reykjavíkurborg leigu fyrir afnot af knattspyrnuhúsinu í höllinni sem og gervigrasvöllum fyrir utan höllina,“ segir Helgi. Aðspurður segir Helgi að endurbætur KSÍ séu marga milljarða framkvæmd og að það geti tekið mörg ár að koma slíkri framkvæmd í gegn. „Aðalatriðið er þetta. Þeir fjárfestar sem komið gætu að þessu verkefni vilja fá peningana sína til baka. Rekstrargrundvöllur verkefnsins stendur og fellur með tryggum leigugreiðslum frá ríki og borg og síðan hversu sterk fyrirtæki verða staðsett í byggingunni, fyrirtæki með mikla veltu og eru traustir leigutakar,“ segir Helgi. Ljóst er að ekki verður auðvelt að fá ríki eða borg til að leggja mikla peninga í verkefnið. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, sagði í samtali við Vísi í morgun að þar á bæ biðu menn eftir fundi með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra. Illugi hefur sjálfur ekki svarað símtölum í dag.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00
ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30