Tæknirisinn Apple kynnti í dag nýjar vörur en þeirra á meðal er iMac tölva með 27 tommu skjá sem að sögn Apple býður upp á hæstu upplausn sem þekkst hefur í heiminum eða 14,7 milljón pixlar.
Á heimasíðu Apple er birt mynd af nýju tölvunni en á skjánum, þessum með hæstu upplausn sögunnar að sögn Apple, er mynd af Skógafossi.
Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, kynnti einnig nýjan iPad Air 2 og iPad mini 3 til sögunnar í dag.
Skógafoss í aðalhlutverki í söluherferð Apple

Tengdar fréttir

Nýr iMac með hæstu upplausn heimsins
Apple kynnti í dag nýjan iPad Air 2, iPad mini 3 og 27 tommu iMac sem býður upp á sannkallaða ofurupplausn, eða 5k.