Sport

Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sólveig Bergsdóttir á ferðinni með íslenska liðinu í gær.
Sólveig Bergsdóttir á ferðinni með íslenska liðinu í gær. Vísir/Valli
Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin.

„Ég hef keppt á mörgum svona stórmótum en ég get ekki borið neitt saman við þetta. Þetta var allt of mikið, öll þrjú áhöldin," sagði Sólveig Bergsdóttir skælbrosandi  í viðtali á fésbókarsíðu Fimleikasambands Íslands.

„Höllin trylltist við hverja lendingu. Það er ekkert sem ég get eiginlega sagt. Höllin er full af Íslendingum á báðum vængjum," sagði Sólveig greinilega mjög ánægð með frammistöðuna á pöllunum en stúkurnar eru allt í kringum keppnisgólfið sem skapar afar skemmtilegt stemmningu.

„Við áttum ekki okkar fullkomna dag en samt var stúkan með okkur allan tímann. Það er mjög mikilvægt," sagði Sólveig.

„Það er heill hellingur sem við getum bætt fyrir úrslitin enda ekkert gaman að klára fullkomið mót á fimmtudegi og koma síðan aftur á laugardegi og sýna það sama. Við verðum að gera eitthvað betra á laugardaginn," sagði Sólveig.

„Það er draumurinn að taka gullið á heimavelli og við erum búnar að reyna okkar allra besta. Það er ekkert annað sem kemur í rauninni til greina," sagði Sólveig en það má sjá allt viðtali hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni.

Við njótum hverrar sekúndu

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hefur keppni á Evrópumeistaramótinu í dag en mótið fer fram í Laugardalshöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×