Hönnunarverðlaun Íslands afhent í fyrsta sinn í nóvember Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2014 14:03 Lokað verður fyrir tilnefningar á miðnætti, föstudaginn 24. október. Mynd/Hönnunarmiðstöð Íslands Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent í fyrsta sinn í nóvember, en Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs ásamt því að veita hönnuðum og arkitektum hvatningu og viðurkenningu fyrir vel unnin störf. „Vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi er óðum að aukast. Því eru Hönnunarverðlaun Íslands mikilvægur liður í því að vekja athygli á gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs og auka skilning á gildi góðrar hönnunar. Einnig munu Hönnunarverðlaunin nýtast til að gera íslenska hönnuði og arkitekta meira áberandi og sýnilegri sem einstaklinga í samfélaginu,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands.Verðlaunin ein milljón króna Verðlaunin eru peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna sem veitt eru af Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Opnað var fyrir tilnefningar á miðnætti miðvikudaginn 1. október, sem fimm manna dómnefnd skipuð af Hönnunarmiðstöð Íslands, Listaháskóla Íslands og Hönnunarsafni Íslands, fer yfir og metur. Hönnuðir og arkitektar geta sjálfir tilnefnt eigin verk, en einnig má tilnefna verk annarra. Tilnefningum er skilað á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands, en lokað verður fyrir tilnefningar á miðnætti, föstudaginn 24. október. Í tilkynningunni segir að verðlaunin skulu veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða -stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. Þá þurfi hönnuðir að vera félagar í einu af aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar Íslands eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin.Harpa formaður dómnefndar „Ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þrem árum fyrir afhendingu verðlaunanna, taka þarf tilliti til eðlismunar á hönnunargreinunum í þessu samhengi þar sem t.d. grafískir hönnuðir vinna verk sín yfirleitt á fremur skömmum tíma en arkitektar aftur á móti á mun lengri. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum Hönnunarmiðstöðvar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu,“ segir í tilkynningunni. Formaður dómnefndar er Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands, en auk Hörpu sitja Massimo Santanicchia, arkitekt og lektor við Listaháskóla Íslands, Katrín Káradóttir, fatahönnuður og fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, Sigríður Sigurjónsdóttir, vöruhönnuður og eigandi Spark Design Space, og Örn Smári Gíslason, grafískur hönnuður í dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2014. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent í fyrsta sinn í nóvember, en Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs ásamt því að veita hönnuðum og arkitektum hvatningu og viðurkenningu fyrir vel unnin störf. „Vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi er óðum að aukast. Því eru Hönnunarverðlaun Íslands mikilvægur liður í því að vekja athygli á gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs og auka skilning á gildi góðrar hönnunar. Einnig munu Hönnunarverðlaunin nýtast til að gera íslenska hönnuði og arkitekta meira áberandi og sýnilegri sem einstaklinga í samfélaginu,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands.Verðlaunin ein milljón króna Verðlaunin eru peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna sem veitt eru af Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Opnað var fyrir tilnefningar á miðnætti miðvikudaginn 1. október, sem fimm manna dómnefnd skipuð af Hönnunarmiðstöð Íslands, Listaháskóla Íslands og Hönnunarsafni Íslands, fer yfir og metur. Hönnuðir og arkitektar geta sjálfir tilnefnt eigin verk, en einnig má tilnefna verk annarra. Tilnefningum er skilað á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands, en lokað verður fyrir tilnefningar á miðnætti, föstudaginn 24. október. Í tilkynningunni segir að verðlaunin skulu veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða -stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. Þá þurfi hönnuðir að vera félagar í einu af aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar Íslands eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin.Harpa formaður dómnefndar „Ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þrem árum fyrir afhendingu verðlaunanna, taka þarf tilliti til eðlismunar á hönnunargreinunum í þessu samhengi þar sem t.d. grafískir hönnuðir vinna verk sín yfirleitt á fremur skömmum tíma en arkitektar aftur á móti á mun lengri. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum Hönnunarmiðstöðvar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu,“ segir í tilkynningunni. Formaður dómnefndar er Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands, en auk Hörpu sitja Massimo Santanicchia, arkitekt og lektor við Listaháskóla Íslands, Katrín Káradóttir, fatahönnuður og fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, Sigríður Sigurjónsdóttir, vöruhönnuður og eigandi Spark Design Space, og Örn Smári Gíslason, grafískur hönnuður í dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2014.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira