Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Afturelding 22-27 | Afturelding enn með fullt hús stiga Guðmundur Marinó Ingvarsson í Safamýrinni skrifar 2. október 2014 15:29 Vísir/Andir Marinó Afturelding lagði Fram 27-22 í Olísdeild karla í handbolta í kvöld í Safamýrinni. Afturelding var yfir allan leikinn en staðan í hálfleik var 13-12. Afturelding kom til leiks með mikið sjálfstraust og það var augljóst á leik liðsins í upphafi leiks. Liðið varðist fimlega og áður en heimamenn vissu sitt rjúkandi ráð var Afturelding búin að skora sex af sjö fyrstu mörkum leiksins. Heimamenn voru þó ekki mættir til leiks til að láta fara illa með sig og með mikilli baráttu náði liðið hægt en örugglega að vinna sig inn í leikinn en liðið náði þó aldrei að jafna fyrir leikhlé en staðan í hálfleik var 13-12 gestunum úr Mosfellsbæ í vil. Afturelding náði aftur að auka forskot sitt í upphafi seinni hálfleiks og lagði í raun grunninn að sigrinum því Fram náði einu sinni að minnka muninn í tvö mörk áður en Afturelding jók aftur forskotið. Það er mikil gleði í leik Aftureldingar og sóknarleiknum stýrt af mikilli röggsemi af leikstjórnandanum unga Elvari Ásgeirssyni. Vörn Aftureldingar er mjög sterk og skipti engu hvort Davíð Svansson eða Pálmar Pétursson var í markinu. Markvarslan var góð. Fram sýndi á köflum það sem býr í liðinu en í kvöld var andstæðingurinn einfaldlega of sterkur. Fram náði aldrei að jafna leikinn og átti liðið í raun minni og minni möguleika er leið á leikinn. Afturelding er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Fram er í neðri hlutanum með 2 stig. Elvar: Vitum að við getum unnið alla„Þegar þetta gengur svona vel er ekki ástæða til annars en að vera sáttur með sig,“ sagði sigurreifur Elvar Ásgeirsson leikstjórnandi Aftureldingar. „Við höfum unnið að því að leika með ákveðni og geðveiki og ef við höfum það með okkur þá erum við mjög sterkir. „Við vitum alveg að maður vinnur ekkert stórt hér í Safamýrinni. Þeir eru ólseigir. Við vissum að það kæmu góðir kaflar og slæmir kaflar en við kláruðum þetta í lokin eins og við ætluðum að gera. „Við leggjum upp með baráttu, gleði og sigurvilja. Það er miklu skemmtilegra að gera þetta svona,“ sagði Elvar sem lætur sér hvergi bregða þó liðið sé eitt með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. „Við settum okkur ekki nein markmið í rauninni. Við vitum að við getum unnið alla og við vitum að við getum líka tapað fyrir öllum ef við eigum ekki okkar leik. Við mætum alltaf til leiks til að vinna og höfum átt fjóra góða leiki.“ Kristófer: Þeir voru númeri of stórir í kvöld„Þeir eru virkilega erfiðir að eiga við og eru með mjög gott lið eins og við vissum en við erum aftur að lenda í því sama. Við erum að vinna upp forskot en virðumst ekki ná að halda því eða byggja ofan á,“ sagði Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður Fram. „Við erum auðvitað ánægðir með vinnuframlagið og gefumst aldrei upp en þeir voru númeri of stórir fyrir okkur í kvöld. „Mér finnst þetta vera fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik og aftur í seinni hálfleik þar sem við missum þetta niður. Það er erfitt að eiga við þetta þegar við erum alltaf að elta. „Við getum verið sáttir við heildina. Við erum að spila ágætlega og þegar við erum að elta þá náum við að minnka muninn en það er hundleiðinlegt að tapa,“ sagði Kristófer sem segir muninn á liðunum í lokin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Þetta er búið gerast í síðustu tveimur leikjum hjá okkur þar sem síðustu fimm til tíu mínúturnar séu bara hraðaupphlaup, hraðaupphlaup, hraðaupphlaup, aftur og aftur. Þá er munurinn ekki í samræmi við það hvernig leikurinn spilaðist. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki en fyrir mót hefðum við kannski sætt okkur við tvö stig eftir fyrstu leikina. Þetta hafa allt verið hörkulið. Afturelding er búið að sýna og sanna að það er topplið og þeir verða þarna í toppbaráttunni í vetur. Við verðum að rífa okkur upp fyrir mánudaginn á móti HK úti,“ sagði Kristófer. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH ÍR-ingar eru komnir með sjö stig í Olís-deild karla í handbolta eftir góðan fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur 24-28. 2. október 2014 15:09 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 27-30 | Geir og Guðmundur öflugir Frændurnir og Akureyringarnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru öflugir í sigri Vals á Akureyri í kvöld. 2. október 2014 15:19 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Afturelding lagði Fram 27-22 í Olísdeild karla í handbolta í kvöld í Safamýrinni. Afturelding var yfir allan leikinn en staðan í hálfleik var 13-12. Afturelding kom til leiks með mikið sjálfstraust og það var augljóst á leik liðsins í upphafi leiks. Liðið varðist fimlega og áður en heimamenn vissu sitt rjúkandi ráð var Afturelding búin að skora sex af sjö fyrstu mörkum leiksins. Heimamenn voru þó ekki mættir til leiks til að láta fara illa með sig og með mikilli baráttu náði liðið hægt en örugglega að vinna sig inn í leikinn en liðið náði þó aldrei að jafna fyrir leikhlé en staðan í hálfleik var 13-12 gestunum úr Mosfellsbæ í vil. Afturelding náði aftur að auka forskot sitt í upphafi seinni hálfleiks og lagði í raun grunninn að sigrinum því Fram náði einu sinni að minnka muninn í tvö mörk áður en Afturelding jók aftur forskotið. Það er mikil gleði í leik Aftureldingar og sóknarleiknum stýrt af mikilli röggsemi af leikstjórnandanum unga Elvari Ásgeirssyni. Vörn Aftureldingar er mjög sterk og skipti engu hvort Davíð Svansson eða Pálmar Pétursson var í markinu. Markvarslan var góð. Fram sýndi á köflum það sem býr í liðinu en í kvöld var andstæðingurinn einfaldlega of sterkur. Fram náði aldrei að jafna leikinn og átti liðið í raun minni og minni möguleika er leið á leikinn. Afturelding er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Fram er í neðri hlutanum með 2 stig. Elvar: Vitum að við getum unnið alla„Þegar þetta gengur svona vel er ekki ástæða til annars en að vera sáttur með sig,“ sagði sigurreifur Elvar Ásgeirsson leikstjórnandi Aftureldingar. „Við höfum unnið að því að leika með ákveðni og geðveiki og ef við höfum það með okkur þá erum við mjög sterkir. „Við vitum alveg að maður vinnur ekkert stórt hér í Safamýrinni. Þeir eru ólseigir. Við vissum að það kæmu góðir kaflar og slæmir kaflar en við kláruðum þetta í lokin eins og við ætluðum að gera. „Við leggjum upp með baráttu, gleði og sigurvilja. Það er miklu skemmtilegra að gera þetta svona,“ sagði Elvar sem lætur sér hvergi bregða þó liðið sé eitt með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. „Við settum okkur ekki nein markmið í rauninni. Við vitum að við getum unnið alla og við vitum að við getum líka tapað fyrir öllum ef við eigum ekki okkar leik. Við mætum alltaf til leiks til að vinna og höfum átt fjóra góða leiki.“ Kristófer: Þeir voru númeri of stórir í kvöld„Þeir eru virkilega erfiðir að eiga við og eru með mjög gott lið eins og við vissum en við erum aftur að lenda í því sama. Við erum að vinna upp forskot en virðumst ekki ná að halda því eða byggja ofan á,“ sagði Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður Fram. „Við erum auðvitað ánægðir með vinnuframlagið og gefumst aldrei upp en þeir voru númeri of stórir fyrir okkur í kvöld. „Mér finnst þetta vera fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik og aftur í seinni hálfleik þar sem við missum þetta niður. Það er erfitt að eiga við þetta þegar við erum alltaf að elta. „Við getum verið sáttir við heildina. Við erum að spila ágætlega og þegar við erum að elta þá náum við að minnka muninn en það er hundleiðinlegt að tapa,“ sagði Kristófer sem segir muninn á liðunum í lokin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Þetta er búið gerast í síðustu tveimur leikjum hjá okkur þar sem síðustu fimm til tíu mínúturnar séu bara hraðaupphlaup, hraðaupphlaup, hraðaupphlaup, aftur og aftur. Þá er munurinn ekki í samræmi við það hvernig leikurinn spilaðist. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki en fyrir mót hefðum við kannski sætt okkur við tvö stig eftir fyrstu leikina. Þetta hafa allt verið hörkulið. Afturelding er búið að sýna og sanna að það er topplið og þeir verða þarna í toppbaráttunni í vetur. Við verðum að rífa okkur upp fyrir mánudaginn á móti HK úti,“ sagði Kristófer.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH ÍR-ingar eru komnir með sjö stig í Olís-deild karla í handbolta eftir góðan fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur 24-28. 2. október 2014 15:09 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 27-30 | Geir og Guðmundur öflugir Frændurnir og Akureyringarnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru öflugir í sigri Vals á Akureyri í kvöld. 2. október 2014 15:19 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH ÍR-ingar eru komnir með sjö stig í Olís-deild karla í handbolta eftir góðan fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur 24-28. 2. október 2014 15:09
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 27-30 | Geir og Guðmundur öflugir Frændurnir og Akureyringarnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru öflugir í sigri Vals á Akureyri í kvöld. 2. október 2014 15:19