Gunnar tapaði á stigum Henry Birgir Gunnarsson í Stokkhólmi skrifar 4. október 2014 17:07 Gunnar Nelson er ekki lengur ósigraður í blönduðum bardagalistum, en hann tapaði sínum fyrsta bardaga í kvöld gegn Bandaríkjamanninum Rick Story á UFC-bardagakvöldi í Stokkhólmi.Bardagann í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Bardaginn fór í fimm lotur og vann Story á dómaraúrskurði; tveir dómarar dæmdu honum sigur en einn vildi meina að Gunnar hefði unnið. Story varðist öllum sóknarlotum Gunnars með glæsibrag og passaði að hann næði honum aldrei í gólfið en þar er Gunnar sterkastur. Story hélt bardaganum standandi nær allan tímann og raðaði höggum á Gunnar. Í fjórðu lotunni náði Story að taka Gunnar niður og lét höggin dynja á honum, en Gunnar stóð upp og hélt velli sem var hreint ótrúlegt að sjá. Eftir það gekk Gunnari bölvanlega að reyna að ná Story niður sem sló frá sér í hvert skipti sem Gunnar reyndi fellur. Grátlegt tap hjá Gunnari sem var samt ekkert svo svekktur í viðtali eftir bardagann, en ljóst að það er ekki gott að tapa í fyrsta sinn sem aðalstjarnan á bardagakvöldi. Viðtöl við Gunnar og fleira frá bardaganum koma inn á Vísi síðar í kvöld.Alla bardaga Gunnars Nelson í UFC til þessa má sjá hér.20.53 Þá þakka ég fyrir mig á þessu sögulega kvöldi í Globen. Við komum með meiri viðbrögð á eftir.20.53 Ég fer aftur heim í æfingar. Ég mun læra mikið af þessum bardaga. Ég er ánægður með það og gleðst með Story segir Gunnar af einstakri auðmýkt. Ég vissi að þetta yrði jafnt og get ekki kvartað yfir þessum úrskurði segir Gunnar er Story haltrar fram hjá mér og inn í klefa. Hann sér varla út úr augunum en vann samt.20.52 Rick hélt góðri pressu og erfitt að hitta hann. Hann er í flottu formi og gaf aldrei eftir. Hann er flottur segir Gunni í hringnum.20.49 Split decision. Tveir dómarar dæma Story í hag. Gunnar tapaði. Það er ótrúlegt að skrifa þessi orð. Fyrsta tap Gunnars Nelson. Lygilegt. Gunnar er foli. Hann lamdi mig í spað eins og sjá má. Flottur strákur segir Story um Gunna. Gunni er með harðasta pókerfés í heimi segir Story en hann kýldi Gunnar niður í bardaganum.20.48 Mikil virðing er Halli og Kavanagh faðma þjálfara andstæðingsins. Nú bíða menn spenntir eftir úrskurði.20.47 Bardaginn búinn. Dómararnir úrskurða um sigurvegara. Menn fagna í horni Story.20.46 Vinstri krókur lendir hjá Story. Gunni verður að svara. Hann er líklega að tapa. Mínúta eftir.20.45 Það fæðir blóði úr Story en hann gefur ekkert eftir. Grjótharður nagli. Fólkið í salnum öskrar á Gunna að klára þetta.20.43 Story byrjar að sækja. Ótrúleg seigla í honum. Bíðum enn eftir að Gunni klári þetta með látum. Hefur hann orkuna í það?20.41 Story vinnur klárlega fjórðu lotuna. Þetta er óþolandi jafnt. Báðir kappar virka ansi lúnir. Lokalotan verður ekki fyrir hjartveika.20.37 Story slær Gunna niður og lumbrar svo á honum. Ekki beint það sem við vildum. Hann leyfir Gunna svo að standa upp. Gunni reynir að keyra hann niður í kjölfarið. Gengur ekki alveg. Reynsla Story að skila sér. Kann þetta.20.35 Þrjár lotur búnar. Fannst Gunni taka þessa. Gunni er á leiðinni í fjórðu lotu í fyrsta sinn á sínum ferli. Nú reynir á úthaldið og einbeitinguna. Gunni klárlega mun frískari eftir þrjár lotur.20.32 Story neitar að fara niður í gólfið. Hann virkar svolítið þreyttur. Þetta er átakanlega spennandi. Hef ekki taugar í mikið fleiri lotur.20.30 Gunni byrjar þriðju með látum. Reynir að keyra Story í gólfið. Þar er Gunni bestur. Story stendur strax á fætur.20.28 Tvær lotur búnar og þeir hafa aðeins verið nokkrar sek í gólfinu. Þetta var betri lota hjá Story. Allt opið enn. Story meiddi Gunnar með góðu höggi undir lok 2. lotu. Story með skurð á hægri auga. Það gæti reynst honum erfitt. Gunni er kannski með brotið nef.20.26 Story skynsamur og heldur fjarlægð frá Gunna. Nær nokkrum fínum spörkum. Gunni þolinmóður eins og alltaf.20.24 Gunni reynir hringspark en er hent niður. Story biður hann að standa upp. Vill ekki fara í gólfið með honum. Kaninn að sækja í sig veðrið en hann hefur líka verið blóðgaður.20.22 Ísland, Ísland syngur fólkið. Þvílíkur heimavöllur í Globen. Story lítið náð að sækja. Gunni vinnur klárlega fyrstu lotu.20.20 Gunni náði Story niður en hann náði að losa sig. Ég elska þig Gunni öskrar ungur Íslendingur rétt hjá okkur.20.17 Bardaginn er hafinn. Gunni, Gunni, Gunni syngur höllin í Svíþjóð. Þetta er algerlega ótrúlegt. Gunni mun grimmari í upphafi en í síðasta bardaga.20.16 Gunni er ekkert að horfa til Story og peppa hann upp. Vinnudagurinn byrjar eftir smá. Baulað á Story en hann glottir bara. Gunni fær aftur á móti frábær viðbrögð frá fólkinu í Globen. WOW. Gæsahúð fyrir allan peninginn.20.12 Gunni ískaldur er hann labbar í salinn. Gríðarlega einbeittur. Hann er tilbúinn. Hann er í rauðum buxum. Það þótti oft vita á gott hjá íslenska handboltalandsliðinu sem vann frækinn sigur í þessu húsi árið 2006. Gunni má endilega gera slíkt hið sama.20.10 Heyrði svona tvo menn fagna Story. Hann er ekki heitur í Stokkhólmi.20.09 Ég veit ekki með ykkur en ég er sjálfur farinn að titra af spennu. Sit þrem metrum frá búrinu og hér er búið að dimma ljósin. Story fer að labba í salinn. Story vill langan bardaga. Heldur að Gunni verði þreyttur. Gunni nánast hló að því. Hann byrjar víst fyrst að svitna eftir fjórar til fimm lotur. Á að geta tekið tíu lotur segir hann.20.05 Aðeins fækkað í salnum. Menn að létta á sér og fylla á veigarnr fyrir aðalatriði kvöldsins. Halli Nelson bað menn um að fara ekki frá viðtækjunum því þetta gæti orðið stuttur bardagi. Halli virkaði ótrúlega rólegur þegar ég hitti hann fyrr í kvöld. Sjálfstraust í öllu liði Nelson.20.01 Spennan er heldur betur farin að magnast. Þetta er að bresta á !! Gunnar Nelson sem main event. Maðurinn fyllti Globen og nú þarf hann að skila eins og alltaf. Segist aldrei hafa verið betra formi og það hreinlega leikur sjálfsöryggið af okkar manni. Hér má sjá íslenska fána á víð og dreif um Globen. Fólk er komið alls staðar að til þess að upplifa þessa sögulegu stund.20.00 Hér er klappað mikið fyrir Alexander Gustafsson og Forrest Griffin er þeir koma á risaskjána. Gott að það er ekki alveg búið að rota áhorfendur líka þó svo þrír Svíar hafi legið kylliflatir í kvöld.19.58 Gunnar Nelson er næstur!19:55 Þetta er í fyrsta sinn sem Gunnar er aðalbardagi kvöldsins. Hans bardagi er því fimm lotur en ekki þrjár eins og hinir bardagarnir. Hann mun líka koma inn í salinn á öðrum stað en hinir. Fær lengri inngöngu. Miðað við hvað Svíarnir hafa verið hrifnir af Gunnari nær hann vonandi að vekja þá eftir þrjú töp Svía í röð. Allt í fyrstu lotu. Þetta er með ólíkindum. Treystum á að Gunnar kenni Svíunum hvernig eigi að gera þetta. Það er gríðarlega vel staðið að svona stórviðburði og menn eiga ekki að missa af neinu enda eru tíu risaskjáir í höllinni. Corassani gerði eins og landar sínar og tapaði í fyrstu lotu. Þetta tekur allt of fljótt af og bardagi Gunnars er því fyrr en til stóð. Corassani, sem er fæddur í Svíþjóð, og Holloway buðu upp á leiðinlegustu inngöngulög líklega í sögu UFC. Fóru langt með að svæfa húsið.19:55 Enn tapar Svíi. Akira Corassani rotaður í fyrstu lotu af Bandaríkjamanninum Max Holloway. Þriðji heimamaður sem tapar. Næstur er Gunnar Nelson.19:40 Næstir í búrið eru tveir Bandaríkjamenn að berjast í fjaðurvigt. Þetta er aftur á móti ekki kvöld Svíanna. Latifi klaufalegur og tapar líka í fyrstu lotu. Fólkið í stúkunni heldur um haus sér og trúir ekki eigin augum. Heimamaðurinn Ilir Latifi vakti Globen með því að spila Gonna Fly Now úr Rocky-myndunum er hann gekk í hringinn. Fær extraprik frá mér fyrir það líka. Pólverjinn Blachowics bauð aftur á móti upp á kröftugt pólskt þungarokk.19:30 Annar bardaginn var líka stuttur og aftur lá heimamaður eftur rotaður. Pólverjinn Jan Blachowicz rotaði Svíann Ilir Latifi strax í fyrstu lotu.19:15 Salurinn er í hálfgerðu losti eftir magnað rothögg Mik Wilkinson gegn heimamanninunm Niklas Backstrom. Wilkinson öskrar á fólkið: "Ég kom ekki hingað til að tapa." Eftir nokkrar mínútur fer fólkið að hvetja ringlaðan Backstrom aftur til dáða. Þvílík byrjun á aðalbardögum kvöldsins. Fyrsta bardaganum er lokið Mike Wilkinson frá Englandi rotaði Niklas Backstrom í fyrstu lotu.19:00 Nú er búið að hækka í græjunum enda aðalatriðin að fara í gang. Svíinn Magnus Cedenblad náði reyndar fólkinu vel í gang með bardaga sínum hér rétt áðan. Hann vann eftir mikil læti þar sem hann var næstum rotaður. Hann kom til baka og kláraði á stigum. Svíarnir elska greinilega Gunnar. Öskra mikið þegar hann er sýndur í kynningarmyndbandi fyrir aðalbardagana. Hér er líka mikill fjöldi af Íslendingum. Svíarnir hafa verið frekar rólegir í stúkunni en eru þó að hitna. Þeir halda ekkert aftur af sér þegar þeirra menn koma í búrið. Hinir fáu Írar sem eru í húsinu eru þó manna hressastir. Þeir kunna að skemmta sér.18:45 Bardagarnir sem hafa farið fram hingað til hafa verið þrælmagnaðir. Vonandi standa aðalbardagar kvöldsins einnig undir væntingum. Haraldur Nelson, faðir Gunnars, kíkti fram í sal fljótlega eftir að þeir komu í Globen. Halli vakti athygli fyrir að vera með UFC-hanska á sér. Blaðamaður Vísis heilsaði upp á hann og í ljós kom að hann var að liðka hanskana til fyrir soninn. Íslandsvinurinn Cathal Pendred var í fjórða bardaga kvöldsins en hann er líka lærlingur þjálfara Gunnars, John Kavanagh. Bardagi hans í Dublin í sumar var algjörlega geggjaður. Þessi var ívið rólegri en Cathal vann á split decision. Gaurarnir hans Kavanagh kunna ekki að tapa.18:40 Það er búið að vera eitthvað vesen með miða í húsinu. Selt í sæti sem eru ekki til. Það hlýtur þó að vera hægt að koma öllum fyrir. Upp úr 17.00 var húsið orðið nokkuð þétt setið. Stórkostlegt hús og mikil gryfja. Umgjörðin í kringum þetta kvöld er í heimsklassa fyrir utan miðaklúðrið. Ballið í dag byrjaði upp úr 16.00 en alls fara ellefu bardagar fram í Globen í kvöld. Fólk svo sannarlega að fá fyrir peninginn. MMA Tengdar fréttir Gunnar: Kann að meta stuðning Svíanna Gunnar Nelson er klár í slaginn gegn Rick Story í Globen-höllinni á laugardag. 3. október 2014 06:00 Jón Viðar: Yrði ekki hissa ef Gunni rotar Story "Þetta ævintýri heldur endalaust áfram og við fögnum því," segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis en hann er sem fyrr í föruneyti Gunnars Nelson. 4. október 2014 15:16 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Lét frænku mína klippa mig og það varð allt brjálað "Áhugasvið fólks er misjafnt og ég spáði ekki eins mikið í þessu og þeir sem settu þetta í blöðin," segir Gunnar Nelson en klipping sem hann fékk sér fyrir rúmum mánuði vakti talsverða athygli. 3. október 2014 17:30 Kemur ekki til greina að breyta inngöngulaginu | Myndband „Er Gunni ekki grjóthart,“ segir Gunnar Nelson þegar hann er spurður um hvort hann hafi íhugað að breyta viðurnefni sínu í UFC. 3. október 2014 11:54 „Ég ætla að klára bardagann“ Bæði Gunnar Nelson og Rick Story náðu þyngd í vigtun UFC í dag. 3. október 2014 13:33 Margir verða bara ljótari með árunum Þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er gríðarlega ánægður með lærling sinn og spáir því að Gunnar muni rota Rick Story í kvöld. Kavanagh segir Gunnar geta gert tilkall til titilbardaga í náinni framtíð. 4. október 2014 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Gunnar Nelson er ekki lengur ósigraður í blönduðum bardagalistum, en hann tapaði sínum fyrsta bardaga í kvöld gegn Bandaríkjamanninum Rick Story á UFC-bardagakvöldi í Stokkhólmi.Bardagann í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Bardaginn fór í fimm lotur og vann Story á dómaraúrskurði; tveir dómarar dæmdu honum sigur en einn vildi meina að Gunnar hefði unnið. Story varðist öllum sóknarlotum Gunnars með glæsibrag og passaði að hann næði honum aldrei í gólfið en þar er Gunnar sterkastur. Story hélt bardaganum standandi nær allan tímann og raðaði höggum á Gunnar. Í fjórðu lotunni náði Story að taka Gunnar niður og lét höggin dynja á honum, en Gunnar stóð upp og hélt velli sem var hreint ótrúlegt að sjá. Eftir það gekk Gunnari bölvanlega að reyna að ná Story niður sem sló frá sér í hvert skipti sem Gunnar reyndi fellur. Grátlegt tap hjá Gunnari sem var samt ekkert svo svekktur í viðtali eftir bardagann, en ljóst að það er ekki gott að tapa í fyrsta sinn sem aðalstjarnan á bardagakvöldi. Viðtöl við Gunnar og fleira frá bardaganum koma inn á Vísi síðar í kvöld.Alla bardaga Gunnars Nelson í UFC til þessa má sjá hér.20.53 Þá þakka ég fyrir mig á þessu sögulega kvöldi í Globen. Við komum með meiri viðbrögð á eftir.20.53 Ég fer aftur heim í æfingar. Ég mun læra mikið af þessum bardaga. Ég er ánægður með það og gleðst með Story segir Gunnar af einstakri auðmýkt. Ég vissi að þetta yrði jafnt og get ekki kvartað yfir þessum úrskurði segir Gunnar er Story haltrar fram hjá mér og inn í klefa. Hann sér varla út úr augunum en vann samt.20.52 Rick hélt góðri pressu og erfitt að hitta hann. Hann er í flottu formi og gaf aldrei eftir. Hann er flottur segir Gunni í hringnum.20.49 Split decision. Tveir dómarar dæma Story í hag. Gunnar tapaði. Það er ótrúlegt að skrifa þessi orð. Fyrsta tap Gunnars Nelson. Lygilegt. Gunnar er foli. Hann lamdi mig í spað eins og sjá má. Flottur strákur segir Story um Gunna. Gunni er með harðasta pókerfés í heimi segir Story en hann kýldi Gunnar niður í bardaganum.20.48 Mikil virðing er Halli og Kavanagh faðma þjálfara andstæðingsins. Nú bíða menn spenntir eftir úrskurði.20.47 Bardaginn búinn. Dómararnir úrskurða um sigurvegara. Menn fagna í horni Story.20.46 Vinstri krókur lendir hjá Story. Gunni verður að svara. Hann er líklega að tapa. Mínúta eftir.20.45 Það fæðir blóði úr Story en hann gefur ekkert eftir. Grjótharður nagli. Fólkið í salnum öskrar á Gunna að klára þetta.20.43 Story byrjar að sækja. Ótrúleg seigla í honum. Bíðum enn eftir að Gunni klári þetta með látum. Hefur hann orkuna í það?20.41 Story vinnur klárlega fjórðu lotuna. Þetta er óþolandi jafnt. Báðir kappar virka ansi lúnir. Lokalotan verður ekki fyrir hjartveika.20.37 Story slær Gunna niður og lumbrar svo á honum. Ekki beint það sem við vildum. Hann leyfir Gunna svo að standa upp. Gunni reynir að keyra hann niður í kjölfarið. Gengur ekki alveg. Reynsla Story að skila sér. Kann þetta.20.35 Þrjár lotur búnar. Fannst Gunni taka þessa. Gunni er á leiðinni í fjórðu lotu í fyrsta sinn á sínum ferli. Nú reynir á úthaldið og einbeitinguna. Gunni klárlega mun frískari eftir þrjár lotur.20.32 Story neitar að fara niður í gólfið. Hann virkar svolítið þreyttur. Þetta er átakanlega spennandi. Hef ekki taugar í mikið fleiri lotur.20.30 Gunni byrjar þriðju með látum. Reynir að keyra Story í gólfið. Þar er Gunni bestur. Story stendur strax á fætur.20.28 Tvær lotur búnar og þeir hafa aðeins verið nokkrar sek í gólfinu. Þetta var betri lota hjá Story. Allt opið enn. Story meiddi Gunnar með góðu höggi undir lok 2. lotu. Story með skurð á hægri auga. Það gæti reynst honum erfitt. Gunni er kannski með brotið nef.20.26 Story skynsamur og heldur fjarlægð frá Gunna. Nær nokkrum fínum spörkum. Gunni þolinmóður eins og alltaf.20.24 Gunni reynir hringspark en er hent niður. Story biður hann að standa upp. Vill ekki fara í gólfið með honum. Kaninn að sækja í sig veðrið en hann hefur líka verið blóðgaður.20.22 Ísland, Ísland syngur fólkið. Þvílíkur heimavöllur í Globen. Story lítið náð að sækja. Gunni vinnur klárlega fyrstu lotu.20.20 Gunni náði Story niður en hann náði að losa sig. Ég elska þig Gunni öskrar ungur Íslendingur rétt hjá okkur.20.17 Bardaginn er hafinn. Gunni, Gunni, Gunni syngur höllin í Svíþjóð. Þetta er algerlega ótrúlegt. Gunni mun grimmari í upphafi en í síðasta bardaga.20.16 Gunni er ekkert að horfa til Story og peppa hann upp. Vinnudagurinn byrjar eftir smá. Baulað á Story en hann glottir bara. Gunni fær aftur á móti frábær viðbrögð frá fólkinu í Globen. WOW. Gæsahúð fyrir allan peninginn.20.12 Gunni ískaldur er hann labbar í salinn. Gríðarlega einbeittur. Hann er tilbúinn. Hann er í rauðum buxum. Það þótti oft vita á gott hjá íslenska handboltalandsliðinu sem vann frækinn sigur í þessu húsi árið 2006. Gunni má endilega gera slíkt hið sama.20.10 Heyrði svona tvo menn fagna Story. Hann er ekki heitur í Stokkhólmi.20.09 Ég veit ekki með ykkur en ég er sjálfur farinn að titra af spennu. Sit þrem metrum frá búrinu og hér er búið að dimma ljósin. Story fer að labba í salinn. Story vill langan bardaga. Heldur að Gunni verði þreyttur. Gunni nánast hló að því. Hann byrjar víst fyrst að svitna eftir fjórar til fimm lotur. Á að geta tekið tíu lotur segir hann.20.05 Aðeins fækkað í salnum. Menn að létta á sér og fylla á veigarnr fyrir aðalatriði kvöldsins. Halli Nelson bað menn um að fara ekki frá viðtækjunum því þetta gæti orðið stuttur bardagi. Halli virkaði ótrúlega rólegur þegar ég hitti hann fyrr í kvöld. Sjálfstraust í öllu liði Nelson.20.01 Spennan er heldur betur farin að magnast. Þetta er að bresta á !! Gunnar Nelson sem main event. Maðurinn fyllti Globen og nú þarf hann að skila eins og alltaf. Segist aldrei hafa verið betra formi og það hreinlega leikur sjálfsöryggið af okkar manni. Hér má sjá íslenska fána á víð og dreif um Globen. Fólk er komið alls staðar að til þess að upplifa þessa sögulegu stund.20.00 Hér er klappað mikið fyrir Alexander Gustafsson og Forrest Griffin er þeir koma á risaskjána. Gott að það er ekki alveg búið að rota áhorfendur líka þó svo þrír Svíar hafi legið kylliflatir í kvöld.19.58 Gunnar Nelson er næstur!19:55 Þetta er í fyrsta sinn sem Gunnar er aðalbardagi kvöldsins. Hans bardagi er því fimm lotur en ekki þrjár eins og hinir bardagarnir. Hann mun líka koma inn í salinn á öðrum stað en hinir. Fær lengri inngöngu. Miðað við hvað Svíarnir hafa verið hrifnir af Gunnari nær hann vonandi að vekja þá eftir þrjú töp Svía í röð. Allt í fyrstu lotu. Þetta er með ólíkindum. Treystum á að Gunnar kenni Svíunum hvernig eigi að gera þetta. Það er gríðarlega vel staðið að svona stórviðburði og menn eiga ekki að missa af neinu enda eru tíu risaskjáir í höllinni. Corassani gerði eins og landar sínar og tapaði í fyrstu lotu. Þetta tekur allt of fljótt af og bardagi Gunnars er því fyrr en til stóð. Corassani, sem er fæddur í Svíþjóð, og Holloway buðu upp á leiðinlegustu inngöngulög líklega í sögu UFC. Fóru langt með að svæfa húsið.19:55 Enn tapar Svíi. Akira Corassani rotaður í fyrstu lotu af Bandaríkjamanninum Max Holloway. Þriðji heimamaður sem tapar. Næstur er Gunnar Nelson.19:40 Næstir í búrið eru tveir Bandaríkjamenn að berjast í fjaðurvigt. Þetta er aftur á móti ekki kvöld Svíanna. Latifi klaufalegur og tapar líka í fyrstu lotu. Fólkið í stúkunni heldur um haus sér og trúir ekki eigin augum. Heimamaðurinn Ilir Latifi vakti Globen með því að spila Gonna Fly Now úr Rocky-myndunum er hann gekk í hringinn. Fær extraprik frá mér fyrir það líka. Pólverjinn Blachowics bauð aftur á móti upp á kröftugt pólskt þungarokk.19:30 Annar bardaginn var líka stuttur og aftur lá heimamaður eftur rotaður. Pólverjinn Jan Blachowicz rotaði Svíann Ilir Latifi strax í fyrstu lotu.19:15 Salurinn er í hálfgerðu losti eftir magnað rothögg Mik Wilkinson gegn heimamanninunm Niklas Backstrom. Wilkinson öskrar á fólkið: "Ég kom ekki hingað til að tapa." Eftir nokkrar mínútur fer fólkið að hvetja ringlaðan Backstrom aftur til dáða. Þvílík byrjun á aðalbardögum kvöldsins. Fyrsta bardaganum er lokið Mike Wilkinson frá Englandi rotaði Niklas Backstrom í fyrstu lotu.19:00 Nú er búið að hækka í græjunum enda aðalatriðin að fara í gang. Svíinn Magnus Cedenblad náði reyndar fólkinu vel í gang með bardaga sínum hér rétt áðan. Hann vann eftir mikil læti þar sem hann var næstum rotaður. Hann kom til baka og kláraði á stigum. Svíarnir elska greinilega Gunnar. Öskra mikið þegar hann er sýndur í kynningarmyndbandi fyrir aðalbardagana. Hér er líka mikill fjöldi af Íslendingum. Svíarnir hafa verið frekar rólegir í stúkunni en eru þó að hitna. Þeir halda ekkert aftur af sér þegar þeirra menn koma í búrið. Hinir fáu Írar sem eru í húsinu eru þó manna hressastir. Þeir kunna að skemmta sér.18:45 Bardagarnir sem hafa farið fram hingað til hafa verið þrælmagnaðir. Vonandi standa aðalbardagar kvöldsins einnig undir væntingum. Haraldur Nelson, faðir Gunnars, kíkti fram í sal fljótlega eftir að þeir komu í Globen. Halli vakti athygli fyrir að vera með UFC-hanska á sér. Blaðamaður Vísis heilsaði upp á hann og í ljós kom að hann var að liðka hanskana til fyrir soninn. Íslandsvinurinn Cathal Pendred var í fjórða bardaga kvöldsins en hann er líka lærlingur þjálfara Gunnars, John Kavanagh. Bardagi hans í Dublin í sumar var algjörlega geggjaður. Þessi var ívið rólegri en Cathal vann á split decision. Gaurarnir hans Kavanagh kunna ekki að tapa.18:40 Það er búið að vera eitthvað vesen með miða í húsinu. Selt í sæti sem eru ekki til. Það hlýtur þó að vera hægt að koma öllum fyrir. Upp úr 17.00 var húsið orðið nokkuð þétt setið. Stórkostlegt hús og mikil gryfja. Umgjörðin í kringum þetta kvöld er í heimsklassa fyrir utan miðaklúðrið. Ballið í dag byrjaði upp úr 16.00 en alls fara ellefu bardagar fram í Globen í kvöld. Fólk svo sannarlega að fá fyrir peninginn.
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Kann að meta stuðning Svíanna Gunnar Nelson er klár í slaginn gegn Rick Story í Globen-höllinni á laugardag. 3. október 2014 06:00 Jón Viðar: Yrði ekki hissa ef Gunni rotar Story "Þetta ævintýri heldur endalaust áfram og við fögnum því," segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis en hann er sem fyrr í föruneyti Gunnars Nelson. 4. október 2014 15:16 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Lét frænku mína klippa mig og það varð allt brjálað "Áhugasvið fólks er misjafnt og ég spáði ekki eins mikið í þessu og þeir sem settu þetta í blöðin," segir Gunnar Nelson en klipping sem hann fékk sér fyrir rúmum mánuði vakti talsverða athygli. 3. október 2014 17:30 Kemur ekki til greina að breyta inngöngulaginu | Myndband „Er Gunni ekki grjóthart,“ segir Gunnar Nelson þegar hann er spurður um hvort hann hafi íhugað að breyta viðurnefni sínu í UFC. 3. október 2014 11:54 „Ég ætla að klára bardagann“ Bæði Gunnar Nelson og Rick Story náðu þyngd í vigtun UFC í dag. 3. október 2014 13:33 Margir verða bara ljótari með árunum Þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er gríðarlega ánægður með lærling sinn og spáir því að Gunnar muni rota Rick Story í kvöld. Kavanagh segir Gunnar geta gert tilkall til titilbardaga í náinni framtíð. 4. október 2014 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Gunnar: Kann að meta stuðning Svíanna Gunnar Nelson er klár í slaginn gegn Rick Story í Globen-höllinni á laugardag. 3. október 2014 06:00
Jón Viðar: Yrði ekki hissa ef Gunni rotar Story "Þetta ævintýri heldur endalaust áfram og við fögnum því," segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis en hann er sem fyrr í föruneyti Gunnars Nelson. 4. október 2014 15:16
Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00
Lét frænku mína klippa mig og það varð allt brjálað "Áhugasvið fólks er misjafnt og ég spáði ekki eins mikið í þessu og þeir sem settu þetta í blöðin," segir Gunnar Nelson en klipping sem hann fékk sér fyrir rúmum mánuði vakti talsverða athygli. 3. október 2014 17:30
Kemur ekki til greina að breyta inngöngulaginu | Myndband „Er Gunni ekki grjóthart,“ segir Gunnar Nelson þegar hann er spurður um hvort hann hafi íhugað að breyta viðurnefni sínu í UFC. 3. október 2014 11:54
„Ég ætla að klára bardagann“ Bæði Gunnar Nelson og Rick Story náðu þyngd í vigtun UFC í dag. 3. október 2014 13:33
Margir verða bara ljótari með árunum Þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er gríðarlega ánægður með lærling sinn og spáir því að Gunnar muni rota Rick Story í kvöld. Kavanagh segir Gunnar geta gert tilkall til titilbardaga í náinni framtíð. 4. október 2014 08:00