Fótbolti

Di Matteo tekinn við Schalke 04

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Di Matteo.
Roberto Di Matteo. Vísir/Getty
Roberto Di Matteo, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea og WBA, er tekinn við stjórninni hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Schalke 04 og meðal verkefna hans er að mæta sínum fyrri lærisveinum í Chelsea í Meistaradeildinni.

Di Matteo tekur við starfinu af Jens Keller sem var látinn fara eftir slaka byrjun á tímabilinu. Schalke er í 11. sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins náð í 8 stig út úr fyrstu sjö leikjum sínum. Keller var búinn að stýra Schalke-liðinu síðan í desember 2012.

Schalke er í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum en annað þeirra kom á móti Chelsea á Stamford Bridge (1-1).

Schalke tilkynnti á twitter-síðu sinni að hinn 44 ára gamli Di Matteo væri tekinn við af Keller. Di Matteo er ætlað að rífa upp gengi liðsins sem hefur aðeins unnið 2 sigra í 10 leikjum sínum á tímabilinu.

Di Matteo tók við Chelsea á sínum tíma og undir hans stjórn vann liðið Meistaradeildina. Di Matteo var hinsvegar látinn taka pokann sinn eftir aðeins átta mánuði. Di Matteo reyndi sig líka í stjórastarfinu hjá bæði West Bromwich Albion og Milton Keynes Dons.


Tengdar fréttir

Di Canio mættur í stjóra-viðtal hjá Sunderland

Paolo Di Canio er mættur til Sunderland samkvæmt frétt Sky Sports til þess að ræða möguleikann á því að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Sunderland sem rak Martin O'Neill í gærkvöldi.

Sunnudagsmessan: Kveðjumyndband tileinkað Roberto Di Matteo

Roberto Di Matteo náði frábærum árangri á þeim stutta tíma sem hann var knattspyrnustjóri Chelsea. Undir hans stjórn landaði liðið enska bikarmeistaratitlinu og í fyrsta sinn í sögunni náði Chelsea að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu. Di Matteo var rekinn úr starfi á dögunum eftir að liðinu mistókst að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í mndbandinu má sjá samantekt í stuttri kveðju frá Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport sem tileinkuð var Roberto Di Matteo.

Roberto Di Matteo orðaður við Napólí

Roberto Di Matteo, var rekinn frá Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir tveimur dögum, verður án efa ekk lengi atvinnulaus. Ítalinn er sterklega orðaður við ítalska liðið Napólí og samkvæmt Daily Star gæti hann tekið við liðinu næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×