Maraþonskærunni vísað frá vegna tæknilegra mistaka Bjarki Ármannsson skrifar 7. október 2014 18:43 Frá síðasta Reykjavíkurmaraþoni. Vísir/Daníel Áfrýjunardómstóll ÍSÍ vísaði í dag frá ákæru um meint svindl Arnars Péturssonar, sem sigraði í síðasta Reykjavíkurmaraþoni, vegna þess að málið var ekki talið rétt undirbúið til meðferðar. Yfirdómnefnd maraþonsins og dómstóll ÍSÍ höfðu áður vísað málinu frá vegna þess að ekki þótti sannað að Arnar hefði svindlað. Að sögn Jóns Gunnars Zoëga, forseta áfrýjunardómstólsins, var málinu vísað frá vegna þess að Íþróttabandalag Reykjavíkur var ranglega talinn aðili að málinu af kæranda. „ÍBR kom þessu ekkert við þannig lagað,“ segir Jón Gunnar. „Þetta er bara misskilningur.“ Hann segir að ekki hafi einu sinni þurft að flytja málið í dag vegna þessara mistaka. Hann kveðst ekki þekkja það hvenær málið fyrnist eða hvort það geti mögulega ratað aftur fyrir dómstóla.Sigur Arnars Péturssonar í hlaupinu hefur ekki verið ógildur.Vísir/StefánPétur Sturla kærði sigur Arnars í hlaupinu og sakaði hann um svindl með því að hafa notið aðstoðar tveggja hjólreiðamanna. Í reglum Reykjavíkurmaraþonsins er það tekið skýrt fram að ekki sé heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hjólandi eða á öðrum farartækjum. Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons taldi þó ekki sannað að hjólreiðamennirnir hefðu aðstoðað Arnar í hlaupinu. Jafnframt hafi sigur hans hafi verið það afgerandi að þeir hefðu ekki haft áhrif á úrslitin, en Arnar kom í mark rúmum níu mínútum á undan næsta manni. Tengdar fréttir Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons hafnaði kæru Péturs Sturlu Bjarnasonar en hann sakar Arnar Pétursson um að hafa svindlað þegar hann kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. 11. september 2014 15:45 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Áfrýjunardómstóll ÍSÍ vísaði í dag frá ákæru um meint svindl Arnars Péturssonar, sem sigraði í síðasta Reykjavíkurmaraþoni, vegna þess að málið var ekki talið rétt undirbúið til meðferðar. Yfirdómnefnd maraþonsins og dómstóll ÍSÍ höfðu áður vísað málinu frá vegna þess að ekki þótti sannað að Arnar hefði svindlað. Að sögn Jóns Gunnars Zoëga, forseta áfrýjunardómstólsins, var málinu vísað frá vegna þess að Íþróttabandalag Reykjavíkur var ranglega talinn aðili að málinu af kæranda. „ÍBR kom þessu ekkert við þannig lagað,“ segir Jón Gunnar. „Þetta er bara misskilningur.“ Hann segir að ekki hafi einu sinni þurft að flytja málið í dag vegna þessara mistaka. Hann kveðst ekki þekkja það hvenær málið fyrnist eða hvort það geti mögulega ratað aftur fyrir dómstóla.Sigur Arnars Péturssonar í hlaupinu hefur ekki verið ógildur.Vísir/StefánPétur Sturla kærði sigur Arnars í hlaupinu og sakaði hann um svindl með því að hafa notið aðstoðar tveggja hjólreiðamanna. Í reglum Reykjavíkurmaraþonsins er það tekið skýrt fram að ekki sé heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hjólandi eða á öðrum farartækjum. Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons taldi þó ekki sannað að hjólreiðamennirnir hefðu aðstoðað Arnar í hlaupinu. Jafnframt hafi sigur hans hafi verið það afgerandi að þeir hefðu ekki haft áhrif á úrslitin, en Arnar kom í mark rúmum níu mínútum á undan næsta manni.
Tengdar fréttir Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons hafnaði kæru Péturs Sturlu Bjarnasonar en hann sakar Arnar Pétursson um að hafa svindlað þegar hann kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. 11. september 2014 15:45 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons hafnaði kæru Péturs Sturlu Bjarnasonar en hann sakar Arnar Pétursson um að hafa svindlað þegar hann kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. 11. september 2014 15:45