Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2014 15:45 Úr Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Vísir/Stefán Pétur Sturla Bjarnason, sem hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í maraþonhlaupi, sem fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoninu, kærði úrslitin í karlaflokki til yfirdómnefndar. Hann telur sig hafa undir höndum gögn sem sýna að sigurvegari hlaupsins, Arnar Pétursson, hafi svindlað í hlaupinu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Kjarnans. Pétur bendir á að Arnar hafi notast við svokallaða „héra“ á meðan hlaupinu stóð. Var um að ræða tvo hjólareiðakappa sem hvöttu hann áfram í hlaupinu ásamt því að stýra hraðanum og brjóta vind fyrir hlaupara sem á eftir honum koma. Yfirdómnefndin tók kæruna fyrir þar sem viðurkennt var að hjólreiðamenn hefðu fylgt Arnari eftir þrjá fjórðu af hlaupinu. Hins vegar var málinu vísað frá þar sem ósannað þótti að Arnar hefði notið aðstoðar hjólreiðamannanna. Þó yrði fylgst betur með hlaupurum á næsta ári. Í 10. grein reglnanna segir:Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum (undanþága fyrir fylgdarmenn fatlaðra). Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. Brot á ofangreindum reglum ógilda þátttökurétt í hlaupinu að því er segir í 18. grein. Arnar mætti ekki þegar yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons tók málið fyrir en faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, mætti í hans stað. Talaði hann fyrir hönd sonar síns og fullyrti að kæran ætti ekki við rök að styðjast. Um hafi verið að ræða sig sjálfan og annan son sinn, bróður Arnars, sem fylgdust með honum til skemmtunar. Benti hann á að þeir hefðu ekki aðstoðað hann þótt að greinilegt væri að aðrir keppendur nýttu sér aðstoð á hjólum. Standa því úrslitin óhögguð en samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Pétur Sturla ákveðið að áfrýjað úrskurðinum til dómstóls ÍSÍ þar sem Pétur gagnrýnir vinnubrögð dómnefndarinnar en ítarlega er fjallað um málið í Kjarnanum í dag. Íþróttir Tengdar fréttir Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Pétur Sturla Bjarnason, sem hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í maraþonhlaupi, sem fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoninu, kærði úrslitin í karlaflokki til yfirdómnefndar. Hann telur sig hafa undir höndum gögn sem sýna að sigurvegari hlaupsins, Arnar Pétursson, hafi svindlað í hlaupinu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Kjarnans. Pétur bendir á að Arnar hafi notast við svokallaða „héra“ á meðan hlaupinu stóð. Var um að ræða tvo hjólareiðakappa sem hvöttu hann áfram í hlaupinu ásamt því að stýra hraðanum og brjóta vind fyrir hlaupara sem á eftir honum koma. Yfirdómnefndin tók kæruna fyrir þar sem viðurkennt var að hjólreiðamenn hefðu fylgt Arnari eftir þrjá fjórðu af hlaupinu. Hins vegar var málinu vísað frá þar sem ósannað þótti að Arnar hefði notið aðstoðar hjólreiðamannanna. Þó yrði fylgst betur með hlaupurum á næsta ári. Í 10. grein reglnanna segir:Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum (undanþága fyrir fylgdarmenn fatlaðra). Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. Brot á ofangreindum reglum ógilda þátttökurétt í hlaupinu að því er segir í 18. grein. Arnar mætti ekki þegar yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons tók málið fyrir en faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, mætti í hans stað. Talaði hann fyrir hönd sonar síns og fullyrti að kæran ætti ekki við rök að styðjast. Um hafi verið að ræða sig sjálfan og annan son sinn, bróður Arnars, sem fylgdust með honum til skemmtunar. Benti hann á að þeir hefðu ekki aðstoðað hann þótt að greinilegt væri að aðrir keppendur nýttu sér aðstoð á hjólum. Standa því úrslitin óhögguð en samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Pétur Sturla ákveðið að áfrýjað úrskurðinum til dómstóls ÍSÍ þar sem Pétur gagnrýnir vinnubrögð dómnefndarinnar en ítarlega er fjallað um málið í Kjarnanum í dag.
Íþróttir Tengdar fréttir Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34