Íslenski boltinn

Donni ekki lengi að finna starf - tekur við Þór

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Jón Sigurðsson.
Halldór Jón Sigurðsson. Vísir/Daníel
Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, verður næsti þjálfari 1. deildarliðs Þórs frá Akureyri en þetta staðfesti Aðalsteinn Ingi Pálsson formaður knattspyrnudeildar Þórs við Fótbolta.net í dag.

Halldór Jón hætti í gær sem aðstoðarþjálfari Vals eftir eins árs starf en hann var þar við hlið Magnúsar Gylfasonar.

Halldór Jón er aðeins 31 árs gamall en hefur engu að síður verið í þjálfarahringuninni undanfarin fjögur sumur eða síðan að hann tók við liði Tindastóls af föður sínum sumarið 2011.

„Hann er þjálfari af þessari nýju kynslóð þjálfara," sagði Aðalsteinn í viðtali við Fótbolta.net.

Páll Viðar Gíslason var búinn að þjálfa Þórsliðið frá 2010 og hafði á þeim tíma farið tvisvar sinnum upp og tvisvar sinnum niður með liðið. Þór endaði í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×