Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2014 13:06 "Það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já.“ vísir/gva/afp Skipað hefur verið viðbragðsteymi á Landspítalanum ef ske kynni að ebólusmitaður einstaklingur kæmi hingað til lands. Teymið er ekki fullskipað og leitar Landspítalinn að fólki til að taka þátt í verkefninu. Nokkrir smitsjúkdómalæknar og gjörgæslulæknar taka þátt en líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur það reynst erfitt að fá hjúkrunarstarfsfólk í verkefnið. Tuttugu manns þarf í teymið en að sögn yfirlæknis sýkingavarnadeildar eru tæplega tíu manns sem nú taka þátt í verkefninu. „Þetta er auðvitað verkefni sem er dálítið öðruvísi en venjulegt starf og það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já,“ segir Ólafur Guðgeirsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar. Hann segir unnið hafi verið að viðbragðsáætlun síðan í júlí. „Fyrstu meðlimir í verkefninu hafa verið í þessu frá því í júlí og erum búin að vinna að þessu jafnt og þétt síðan þá. Það eru ekki nema tíu mínútur síðan nýr aðili bættist inn í hópinn.“ Starfsfólk Landspítalans hefur sótt fræðslunámskeið að undanförnu í samráði við Almannavarnir ríkislögreglustjóra og Landspítalans og gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Fari svo að viðbragðsáætlun verði sett í gang verður bráðalækningadeild spítalans, A2, lokað og reistur verður veggur svo hægt verði að einangra deildina algjörlega. Hann telur þó litlar líkur á að smit berist hingað til lands, en vissulega séu líkurnar til staðar. Bryndís Sigurðardóttir sagði í kvöldfréttum í gær að Ísland væri verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlönd, til að mynda stóra Háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar. Hún hefur þó litlar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar hér á landi. Veiran er sögð sú skæðasta í sögunni og hefur lagt þúsundir að velli. Þá eru hátt í tíu þúsund smitaðir en fyrsti Norðurlandabúinn, norsk hjúkrunarkona, greindist með veiruna á dögunum. Ebóla Tengdar fréttir Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Skipað hefur verið viðbragðsteymi á Landspítalanum ef ske kynni að ebólusmitaður einstaklingur kæmi hingað til lands. Teymið er ekki fullskipað og leitar Landspítalinn að fólki til að taka þátt í verkefninu. Nokkrir smitsjúkdómalæknar og gjörgæslulæknar taka þátt en líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur það reynst erfitt að fá hjúkrunarstarfsfólk í verkefnið. Tuttugu manns þarf í teymið en að sögn yfirlæknis sýkingavarnadeildar eru tæplega tíu manns sem nú taka þátt í verkefninu. „Þetta er auðvitað verkefni sem er dálítið öðruvísi en venjulegt starf og það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já,“ segir Ólafur Guðgeirsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar. Hann segir unnið hafi verið að viðbragðsáætlun síðan í júlí. „Fyrstu meðlimir í verkefninu hafa verið í þessu frá því í júlí og erum búin að vinna að þessu jafnt og þétt síðan þá. Það eru ekki nema tíu mínútur síðan nýr aðili bættist inn í hópinn.“ Starfsfólk Landspítalans hefur sótt fræðslunámskeið að undanförnu í samráði við Almannavarnir ríkislögreglustjóra og Landspítalans og gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Fari svo að viðbragðsáætlun verði sett í gang verður bráðalækningadeild spítalans, A2, lokað og reistur verður veggur svo hægt verði að einangra deildina algjörlega. Hann telur þó litlar líkur á að smit berist hingað til lands, en vissulega séu líkurnar til staðar. Bryndís Sigurðardóttir sagði í kvöldfréttum í gær að Ísland væri verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlönd, til að mynda stóra Háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar. Hún hefur þó litlar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar hér á landi. Veiran er sögð sú skæðasta í sögunni og hefur lagt þúsundir að velli. Þá eru hátt í tíu þúsund smitaðir en fyrsti Norðurlandabúinn, norsk hjúkrunarkona, greindist með veiruna á dögunum.
Ebóla Tengdar fréttir Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00