Að geðræn áföll mæti skilningi Steinar Almarsson og Elín Oddný Sigurðardóttir og Kristinn Heiðar Fjölnisson skrifa 10. október 2014 07:00 Handhafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, Klúbburinn Geysir, átti fimmtán ára afmæli nú í september. Í tilefni þess var haldin vegleg og vel heppnuð afmælisveisla þann 20. september, þar sem minnst var með stolti á það góða starf sem þar er unnið í þágu fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn Geysir er byggður á alþjóðlegri hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til ársins 1948. Þá ákvað lítill hópur sjúklinga sem átti við geðræn veikindi að stíða að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika. Rúmlega 65 árum síðar eru nú starfrækt yfir 400 klúbbhús í 27 löndum, sem öll byggja á sama grunni og lagt var af stað með í upphafi. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri og samastað til að fóta sig í tilverunni og nýta um leið krafta sína og hæfileika. Í Klúbbnum Geysi er ekki horft á veikleika fólks eða veikindi, heldur unnið með styrkleika og jákvæðni höfð í fararbroddi. Á þann hátt hefur klúbbnum tekist að tryggja fólki góðan samastað þar sem unnið er á jafningjagrundvelli að margvíslegum verkefnum auk þess að veita góð tækifæri fyrir þá sem vilja komast út á vinnumarkaðinn eða vilja mennta sig. Stórt hlutverk klúbbhúsahreyfingarinnar er að draga úr fordómum í garð fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Það ætti ekki að vera nokkur skömm að leita sér aðstoðar vegna geðrænna veikinda. Ástæður og alvara hvers sjúkdóms geta verið jafn misjafnar og hjá þeim sjúklingum sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna líkamlegra veikinda. Rétt eins og með önnur veikindi er mikilvægt að fólk fái rétta og góða meðhöndlun sem allra fyrst. Mikilvægt er að samfélagið sýni þeim sem eru að vinna í sínum málum eftir geðræn áföll sama skilning og öðrum sem eru að jafna sig á líkamlegum áföllum. Það er einmitt þess vegna sem úrræði eins og Klúbburinn Geysir er fólki mikilvægur til að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Þar horfa allir jákvæðir fram á veginn og einbeita sér að verkefnum dagsins, hvort sem það er við að elda hádegismat, viðhalda húsnæðinu eða gefa út fréttabæklinga og uppfæra heimasíðu til að gera starfsemina sýnilegri í samfélaginu, svo eitthvað sé nefnt. 10. október á hverju ári heldur Klúbburinn Geysir ásamt öðrum úrræðum í geðheilbrigðismálum Alþjóða geðheilbrigðisdaginn hátíðlegan. Félagar og starfsfólk Klúbbsins Geysis hvetja alla landsmenn til að taka virkan þátt í deginum og kynna sér það mikilvæga starf sem fjölmargir aðilar vinna á Íslandi í þágu geðheilbrigðis. Hægt er að kynna sér starfsemi Klúbbsins Geysis á nýrri heimasíðu klúbbsins sem var formlega opnuð af verndara klúbbsins, frú Vigdísi Finnbogadóttir á afmælishátíðinni þann 20. september. Klúbburinn Geysir á velunnurum sínum mikið að þakka. Þá eiga allir þeir sem unnið hafa í klúbbnum Geysi í gegnum árin allar bestu þakkir skyldar fyrir sitt framtak við að styrkja og efla klúbbinn. Við erum öll óendanlega þakklát fyrir framlag ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Handhafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, Klúbburinn Geysir, átti fimmtán ára afmæli nú í september. Í tilefni þess var haldin vegleg og vel heppnuð afmælisveisla þann 20. september, þar sem minnst var með stolti á það góða starf sem þar er unnið í þágu fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn Geysir er byggður á alþjóðlegri hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til ársins 1948. Þá ákvað lítill hópur sjúklinga sem átti við geðræn veikindi að stíða að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika. Rúmlega 65 árum síðar eru nú starfrækt yfir 400 klúbbhús í 27 löndum, sem öll byggja á sama grunni og lagt var af stað með í upphafi. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri og samastað til að fóta sig í tilverunni og nýta um leið krafta sína og hæfileika. Í Klúbbnum Geysi er ekki horft á veikleika fólks eða veikindi, heldur unnið með styrkleika og jákvæðni höfð í fararbroddi. Á þann hátt hefur klúbbnum tekist að tryggja fólki góðan samastað þar sem unnið er á jafningjagrundvelli að margvíslegum verkefnum auk þess að veita góð tækifæri fyrir þá sem vilja komast út á vinnumarkaðinn eða vilja mennta sig. Stórt hlutverk klúbbhúsahreyfingarinnar er að draga úr fordómum í garð fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Það ætti ekki að vera nokkur skömm að leita sér aðstoðar vegna geðrænna veikinda. Ástæður og alvara hvers sjúkdóms geta verið jafn misjafnar og hjá þeim sjúklingum sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna líkamlegra veikinda. Rétt eins og með önnur veikindi er mikilvægt að fólk fái rétta og góða meðhöndlun sem allra fyrst. Mikilvægt er að samfélagið sýni þeim sem eru að vinna í sínum málum eftir geðræn áföll sama skilning og öðrum sem eru að jafna sig á líkamlegum áföllum. Það er einmitt þess vegna sem úrræði eins og Klúbburinn Geysir er fólki mikilvægur til að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Þar horfa allir jákvæðir fram á veginn og einbeita sér að verkefnum dagsins, hvort sem það er við að elda hádegismat, viðhalda húsnæðinu eða gefa út fréttabæklinga og uppfæra heimasíðu til að gera starfsemina sýnilegri í samfélaginu, svo eitthvað sé nefnt. 10. október á hverju ári heldur Klúbburinn Geysir ásamt öðrum úrræðum í geðheilbrigðismálum Alþjóða geðheilbrigðisdaginn hátíðlegan. Félagar og starfsfólk Klúbbsins Geysis hvetja alla landsmenn til að taka virkan þátt í deginum og kynna sér það mikilvæga starf sem fjölmargir aðilar vinna á Íslandi í þágu geðheilbrigðis. Hægt er að kynna sér starfsemi Klúbbsins Geysis á nýrri heimasíðu klúbbsins sem var formlega opnuð af verndara klúbbsins, frú Vigdísi Finnbogadóttir á afmælishátíðinni þann 20. september. Klúbburinn Geysir á velunnurum sínum mikið að þakka. Þá eiga allir þeir sem unnið hafa í klúbbnum Geysi í gegnum árin allar bestu þakkir skyldar fyrir sitt framtak við að styrkja og efla klúbbinn. Við erum öll óendanlega þakklát fyrir framlag ykkar.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar