Innköllun á 690.000 Toyota Tacoma Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2014 09:39 Toyota Tacoma. Toyota hefur tilkynnt um innköllun á 690.000 Tacoma pallbílum af árgerðum 2005 til 2011. Innköllunin á bæði við um einsdrifsútgáfu bílsins sem og þá fjórhjóladrifnu. Sá galli sem Toyota vill laga í bílunum er í afturfjöðrun bílsins, en gormur í fjöðrun bílanna á það til að brotna. Þessi galli hefur ekki ennþá orðið til neinna óhappa eða slysa, en Toyota vill fyrirbyggja að svo verði. Brotni gormurinn eru bílarnir ennþá ökuhæfir, en þar sem hann er svo nálægt eldsneytistanki bílanna telur Toyota ráðlegt að skipta honum út. Eigendur bílanna munu engan kostnað bera af viðgerð þeirra. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent
Toyota hefur tilkynnt um innköllun á 690.000 Tacoma pallbílum af árgerðum 2005 til 2011. Innköllunin á bæði við um einsdrifsútgáfu bílsins sem og þá fjórhjóladrifnu. Sá galli sem Toyota vill laga í bílunum er í afturfjöðrun bílsins, en gormur í fjöðrun bílanna á það til að brotna. Þessi galli hefur ekki ennþá orðið til neinna óhappa eða slysa, en Toyota vill fyrirbyggja að svo verði. Brotni gormurinn eru bílarnir ennþá ökuhæfir, en þar sem hann er svo nálægt eldsneytistanki bílanna telur Toyota ráðlegt að skipta honum út. Eigendur bílanna munu engan kostnað bera af viðgerð þeirra.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent