Innköllun á 690.000 Toyota Tacoma Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2014 09:39 Toyota Tacoma. Toyota hefur tilkynnt um innköllun á 690.000 Tacoma pallbílum af árgerðum 2005 til 2011. Innköllunin á bæði við um einsdrifsútgáfu bílsins sem og þá fjórhjóladrifnu. Sá galli sem Toyota vill laga í bílunum er í afturfjöðrun bílsins, en gormur í fjöðrun bílanna á það til að brotna. Þessi galli hefur ekki ennþá orðið til neinna óhappa eða slysa, en Toyota vill fyrirbyggja að svo verði. Brotni gormurinn eru bílarnir ennþá ökuhæfir, en þar sem hann er svo nálægt eldsneytistanki bílanna telur Toyota ráðlegt að skipta honum út. Eigendur bílanna munu engan kostnað bera af viðgerð þeirra. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent
Toyota hefur tilkynnt um innköllun á 690.000 Tacoma pallbílum af árgerðum 2005 til 2011. Innköllunin á bæði við um einsdrifsútgáfu bílsins sem og þá fjórhjóladrifnu. Sá galli sem Toyota vill laga í bílunum er í afturfjöðrun bílsins, en gormur í fjöðrun bílanna á það til að brotna. Þessi galli hefur ekki ennþá orðið til neinna óhappa eða slysa, en Toyota vill fyrirbyggja að svo verði. Brotni gormurinn eru bílarnir ennþá ökuhæfir, en þar sem hann er svo nálægt eldsneytistanki bílanna telur Toyota ráðlegt að skipta honum út. Eigendur bílanna munu engan kostnað bera af viðgerð þeirra.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent