Fólk í London tilbúið að gefa barnið sitt fyrir frítt Wi-Fi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. september 2014 12:14 Ókeypis Wi-Fi getur verið gulls ígildi í stórborgum. Vísir/getty Að komast í góða nettengingu í stórborgum er oft enginn hægðarleikur. Víða er boðið upp á ókeypis aðgang að netinu. Fólk þarf þá að samþykkja skilmála fyrirtækja og jafnvel stundum horfa á auglýsingar. Algengt er að þeir sem tengjast netinu á þennan hátt, í gegnum ókeypis Wi-Fi, lesi ekki skilmálana sem þeir þurfa að samþykkja áður en þeir tengjast. Í niðurstöðum tilraunar sem finnska fyrirtækið F-Secure gerði í London í júni – og voru birtar í síðustu viku – kemur fram að sex manns voru tilbúnir að gefa elsta barnið sitt fyrir að fá að tengjast netinu frítt. F-Secure naut aðstoðar Europol við framkvæmd tilraunarinnar. Talsmaður fyrirtækisins segir að fyrirtækið muni ekki nýta sér forræðið yfir börnum fólksins. Tilraunin þykir sýna að margir samþykkja skilmála án þess að lesa þá. „Þar sem þetta var tilraun ætlum við að skila forræðinu aftur til foreldranna,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem birtist í frétt Guardian um málið. Í frétt Guardian kemur fram að búnaðurinn sem notaður var til þess að búa til nettengingu fyrir símanotendur var ódýr og að margir tölvuþrjótar gætu sett upp svona tengingu og komist yfir lykilorð og viðkvæm gögn í símum þeirra sem tengdust. Í niðurstöðum rannsóknar F-Secure kemur fram að rannsakendur telji að auka þurfi fræðslu yfir Wi-Fi nettengingar. Þeir telja að auka þurfi gegnsæi í opnum tengingum.Washington Post hefur einnig fjallað um málið. Í þeirri umfjöllun voru ýmsar niðurstöður ýmissa annarra rannsókna, sem fjalla um svipuð mál, rifjaðar upp. Til dæmis að 12 prósent fullorðinna vilji frekar lesa símaskrána en skilamála sem þeir samþykkja á netinu. Í niðurstöðum sömu rannsóknar kemur fram að 56 prósent manns vilji frekar lesa leiðbeiningabæklinga og kreditkortayfirlit en skilmála á netinu. Í frétt Washington Post kemur einnig fram að ef meðal einstaklingur myndi lesa alla þá skilmála sem hann samþykkir myndi hann eyða 76 dögum á ári í að lesa þá. Einnig hefur komið fram að lesskilningur fólks er minni í gegnum netið en marga grunar. Í niðurstöðum rannsóknar frá 2008 kemur fram að fólk les um 20 prósent af orðum sem það telur sig hafa lesið í gegnum netið. Þar segir að fólk skimi hratt yfir texta og kafi ekki nægilega djúpt ofan í merkingu hans. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Að komast í góða nettengingu í stórborgum er oft enginn hægðarleikur. Víða er boðið upp á ókeypis aðgang að netinu. Fólk þarf þá að samþykkja skilmála fyrirtækja og jafnvel stundum horfa á auglýsingar. Algengt er að þeir sem tengjast netinu á þennan hátt, í gegnum ókeypis Wi-Fi, lesi ekki skilmálana sem þeir þurfa að samþykkja áður en þeir tengjast. Í niðurstöðum tilraunar sem finnska fyrirtækið F-Secure gerði í London í júni – og voru birtar í síðustu viku – kemur fram að sex manns voru tilbúnir að gefa elsta barnið sitt fyrir að fá að tengjast netinu frítt. F-Secure naut aðstoðar Europol við framkvæmd tilraunarinnar. Talsmaður fyrirtækisins segir að fyrirtækið muni ekki nýta sér forræðið yfir börnum fólksins. Tilraunin þykir sýna að margir samþykkja skilmála án þess að lesa þá. „Þar sem þetta var tilraun ætlum við að skila forræðinu aftur til foreldranna,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem birtist í frétt Guardian um málið. Í frétt Guardian kemur fram að búnaðurinn sem notaður var til þess að búa til nettengingu fyrir símanotendur var ódýr og að margir tölvuþrjótar gætu sett upp svona tengingu og komist yfir lykilorð og viðkvæm gögn í símum þeirra sem tengdust. Í niðurstöðum rannsóknar F-Secure kemur fram að rannsakendur telji að auka þurfi fræðslu yfir Wi-Fi nettengingar. Þeir telja að auka þurfi gegnsæi í opnum tengingum.Washington Post hefur einnig fjallað um málið. Í þeirri umfjöllun voru ýmsar niðurstöður ýmissa annarra rannsókna, sem fjalla um svipuð mál, rifjaðar upp. Til dæmis að 12 prósent fullorðinna vilji frekar lesa símaskrána en skilamála sem þeir samþykkja á netinu. Í niðurstöðum sömu rannsóknar kemur fram að 56 prósent manns vilji frekar lesa leiðbeiningabæklinga og kreditkortayfirlit en skilmála á netinu. Í frétt Washington Post kemur einnig fram að ef meðal einstaklingur myndi lesa alla þá skilmála sem hann samþykkir myndi hann eyða 76 dögum á ári í að lesa þá. Einnig hefur komið fram að lesskilningur fólks er minni í gegnum netið en marga grunar. Í niðurstöðum rannsóknar frá 2008 kemur fram að fólk les um 20 prósent af orðum sem það telur sig hafa lesið í gegnum netið. Þar segir að fólk skimi hratt yfir texta og kafi ekki nægilega djúpt ofan í merkingu hans.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira