Safnaði 400 þúsund krónum og náði markmiði sínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2014 21:28 Brandur hefur stundað listsköpun sína í rúm þrjú ár. MYND/BRANDUR Brandur Bjarnason Karlsson málari hefur nú náð markmiði sínu en hann hóf fjársöfnun fyrr í sumar til að standa straum af verkefninu Fairwell return to the highlands. Brandur hyggst ferðast um hálendi Íslands, með pensilinn að vopni, og mála myndir af fjöllum og firnindum víðsvegar um land. Hann mun beita heldur nýstárlegri aðferð við listsköpun sína. „Listverkefnið gengur út á að nota flygildi (e. Drone) til að aðstoða mig við að taka myndir sem ég svo mála eftir. Þar sem ég er í hjólastóli gefur það mér tækifæri á að sjá viðfangsefni mín frá öðrum sjónarhornum en ella,“ segir Brandur í samtali við Vísi. Fyrir tíu árum fór hann að missa mátt í útlimum og tæpum fjórum árum síðar var hann nánast alveg lamaður fyrir neðan háls. Hann lét það þó ekki stöðva sig og hefur Brandur nú í liðlega þrjú ár málað myndir með munninum – en tæknina lærði hann hjá Eddu Heiðrúnu Bachman. Brandur hóf söfnunina á vefsíðunni Karolina fund í ágúst og stefndi hann að því að safna 2500 evrum, tæplega 400 þúsund krónum, til að standa straum af ferðakostnaði og uppihaldi meðan á ferðlagi hans stæði. Markmiðið náðist svo í síðustu viku og stefnir Brandur nú ótrauður að því að setja upp sýningu með verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í upphafi næsta árs. Stærsta einstaka framlagið sem hann hlaut voru 500 evrur, um 75 þúsund krónur, og mun sá gjafmildi fá málverk frá Brandi að eigin vali. Brandur hefur nú þegar ferðast um Mývatnssveit og upp á Öskju þar sem hann sendi flygildið um allt. Þá hefur hann einnig flogið flygildi sínu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Brandur segist þó ekki hafa getað ferðast jafn mikið í sumar og hann hefði viljað. „Ég svindlaði því aðeins og málaði eftir nokkrum ljósmyndunum sem vinir mínur tóku,“ segir hann kíminn og bætir við að það hafi þó ekki komið niður á gæðum verkanna. Upphæðin sem honum hefur nú tekist að safna gerir honum kleift að fjármagna tækjabúnað, ferðakostnað og aðstoðarfólk sem getur farið með honum. Brandur vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera draum hans að veruleika. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á söfnunarsíðu átaksins. Bárðarbunga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Brandur Bjarnason Karlsson málari hefur nú náð markmiði sínu en hann hóf fjársöfnun fyrr í sumar til að standa straum af verkefninu Fairwell return to the highlands. Brandur hyggst ferðast um hálendi Íslands, með pensilinn að vopni, og mála myndir af fjöllum og firnindum víðsvegar um land. Hann mun beita heldur nýstárlegri aðferð við listsköpun sína. „Listverkefnið gengur út á að nota flygildi (e. Drone) til að aðstoða mig við að taka myndir sem ég svo mála eftir. Þar sem ég er í hjólastóli gefur það mér tækifæri á að sjá viðfangsefni mín frá öðrum sjónarhornum en ella,“ segir Brandur í samtali við Vísi. Fyrir tíu árum fór hann að missa mátt í útlimum og tæpum fjórum árum síðar var hann nánast alveg lamaður fyrir neðan háls. Hann lét það þó ekki stöðva sig og hefur Brandur nú í liðlega þrjú ár málað myndir með munninum – en tæknina lærði hann hjá Eddu Heiðrúnu Bachman. Brandur hóf söfnunina á vefsíðunni Karolina fund í ágúst og stefndi hann að því að safna 2500 evrum, tæplega 400 þúsund krónum, til að standa straum af ferðakostnaði og uppihaldi meðan á ferðlagi hans stæði. Markmiðið náðist svo í síðustu viku og stefnir Brandur nú ótrauður að því að setja upp sýningu með verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í upphafi næsta árs. Stærsta einstaka framlagið sem hann hlaut voru 500 evrur, um 75 þúsund krónur, og mun sá gjafmildi fá málverk frá Brandi að eigin vali. Brandur hefur nú þegar ferðast um Mývatnssveit og upp á Öskju þar sem hann sendi flygildið um allt. Þá hefur hann einnig flogið flygildi sínu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Brandur segist þó ekki hafa getað ferðast jafn mikið í sumar og hann hefði viljað. „Ég svindlaði því aðeins og málaði eftir nokkrum ljósmyndunum sem vinir mínur tóku,“ segir hann kíminn og bætir við að það hafi þó ekki komið niður á gæðum verkanna. Upphæðin sem honum hefur nú tekist að safna gerir honum kleift að fjármagna tækjabúnað, ferðakostnað og aðstoðarfólk sem getur farið með honum. Brandur vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera draum hans að veruleika. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á söfnunarsíðu átaksins.
Bárðarbunga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira