Jóhann fyrstur í bann: Þetta er helvíti hart Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2014 13:15 Jóhann Jóhannsson skoraði þrjú mörkí fyrstu umferð á móti Stjörnunni og fjögur á móti Val. vísir/valli Jóhann Jóhannsson, stórskytta Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, var fyrstur manna úrskurðaður í leikbann á nýrri leiktíð á fyrsta fundi aganefndar HSÍ í gær. Jóhann fékk rautt spjald með skýrslu á 57. mínútu leiksins þegar hann virtist ýta GeirGuðmundssyni, leikmanni Vals, til jarðar. Geir fékk sjálfur rautt fyrir að stöðva Pétur Júníusson, línumann Aftureldingar, í hraðaupphlaupi og varð uppi smá æsingur eftir brotið. Jóhann kom á fullri ferð til að blanda sér í lætin en rann hálfpartinn til og ýtti við Geir sem féll til jarðar. Allt virkar þetta mjög klaufalegt eins og sjá má hér eftir eina mínútu og 17 sekúndur. „Ég er sammála því. Kannski fékk ég rautt því við rukum allir að þessu. Aðstæðurnar voru bara þannig. En þetta er helvíti hart samt,“ segir Jóhann sem ætlaði sér ekki að hrinda Geir. „Þetta er allt óviljandi. Við runnum allir þarna nokkra metra. Ég kíkti aðeins á þetta aftur í gær. Mér finnst þetta voðalega saklaust. Ég veit ekki hvort Geir rennur þarna sjálfur eða hvað gerist alveg. Ég ýti við honum eiginlega bara til að stöðva mig.“ Jóhann er þó engan veginn ósáttur við dómarana, hann er bara svekktur að missa af stórleiknum gegn ÍBV á laugardaginn í ljósi þess að Mosfellingar fara vel af stað og eru búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína. „Dómararnir gerðu bara það sem þeir héldu að væri rétt. Það var kominn smá æsingur í leikinn þannig þeir settu tvö rauð spjöld á loft. Ég var samt ánægður með þá í leiknum. Það er bara helvíti leiðinlegt að missa af leiknum gegn ÍBV því við erum á góðum skriði,“ segir Jóhann sem er vitaskuld ánægður með byrjun Aftureldingar. „Heldur betur. Það er frábært að byrja á tveimur sigrum. Við erum með flott lið og góðan móral. Einar Andri þjálfari er líka með þetta. Hann er seigur karlinn,“ segir Jóhann Jóhannsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld. 21. september 2014 00:01 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Jóhann Jóhannsson, stórskytta Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, var fyrstur manna úrskurðaður í leikbann á nýrri leiktíð á fyrsta fundi aganefndar HSÍ í gær. Jóhann fékk rautt spjald með skýrslu á 57. mínútu leiksins þegar hann virtist ýta GeirGuðmundssyni, leikmanni Vals, til jarðar. Geir fékk sjálfur rautt fyrir að stöðva Pétur Júníusson, línumann Aftureldingar, í hraðaupphlaupi og varð uppi smá æsingur eftir brotið. Jóhann kom á fullri ferð til að blanda sér í lætin en rann hálfpartinn til og ýtti við Geir sem féll til jarðar. Allt virkar þetta mjög klaufalegt eins og sjá má hér eftir eina mínútu og 17 sekúndur. „Ég er sammála því. Kannski fékk ég rautt því við rukum allir að þessu. Aðstæðurnar voru bara þannig. En þetta er helvíti hart samt,“ segir Jóhann sem ætlaði sér ekki að hrinda Geir. „Þetta er allt óviljandi. Við runnum allir þarna nokkra metra. Ég kíkti aðeins á þetta aftur í gær. Mér finnst þetta voðalega saklaust. Ég veit ekki hvort Geir rennur þarna sjálfur eða hvað gerist alveg. Ég ýti við honum eiginlega bara til að stöðva mig.“ Jóhann er þó engan veginn ósáttur við dómarana, hann er bara svekktur að missa af stórleiknum gegn ÍBV á laugardaginn í ljósi þess að Mosfellingar fara vel af stað og eru búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína. „Dómararnir gerðu bara það sem þeir héldu að væri rétt. Það var kominn smá æsingur í leikinn þannig þeir settu tvö rauð spjöld á loft. Ég var samt ánægður með þá í leiknum. Það er bara helvíti leiðinlegt að missa af leiknum gegn ÍBV því við erum á góðum skriði,“ segir Jóhann sem er vitaskuld ánægður með byrjun Aftureldingar. „Heldur betur. Það er frábært að byrja á tveimur sigrum. Við erum með flott lið og góðan móral. Einar Andri þjálfari er líka með þetta. Hann er seigur karlinn,“ segir Jóhann Jóhannsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld. 21. september 2014 00:01 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld. 21. september 2014 00:01
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita