Jóhann fyrstur í bann: Þetta er helvíti hart Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2014 13:15 Jóhann Jóhannsson skoraði þrjú mörkí fyrstu umferð á móti Stjörnunni og fjögur á móti Val. vísir/valli Jóhann Jóhannsson, stórskytta Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, var fyrstur manna úrskurðaður í leikbann á nýrri leiktíð á fyrsta fundi aganefndar HSÍ í gær. Jóhann fékk rautt spjald með skýrslu á 57. mínútu leiksins þegar hann virtist ýta GeirGuðmundssyni, leikmanni Vals, til jarðar. Geir fékk sjálfur rautt fyrir að stöðva Pétur Júníusson, línumann Aftureldingar, í hraðaupphlaupi og varð uppi smá æsingur eftir brotið. Jóhann kom á fullri ferð til að blanda sér í lætin en rann hálfpartinn til og ýtti við Geir sem féll til jarðar. Allt virkar þetta mjög klaufalegt eins og sjá má hér eftir eina mínútu og 17 sekúndur. „Ég er sammála því. Kannski fékk ég rautt því við rukum allir að þessu. Aðstæðurnar voru bara þannig. En þetta er helvíti hart samt,“ segir Jóhann sem ætlaði sér ekki að hrinda Geir. „Þetta er allt óviljandi. Við runnum allir þarna nokkra metra. Ég kíkti aðeins á þetta aftur í gær. Mér finnst þetta voðalega saklaust. Ég veit ekki hvort Geir rennur þarna sjálfur eða hvað gerist alveg. Ég ýti við honum eiginlega bara til að stöðva mig.“ Jóhann er þó engan veginn ósáttur við dómarana, hann er bara svekktur að missa af stórleiknum gegn ÍBV á laugardaginn í ljósi þess að Mosfellingar fara vel af stað og eru búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína. „Dómararnir gerðu bara það sem þeir héldu að væri rétt. Það var kominn smá æsingur í leikinn þannig þeir settu tvö rauð spjöld á loft. Ég var samt ánægður með þá í leiknum. Það er bara helvíti leiðinlegt að missa af leiknum gegn ÍBV því við erum á góðum skriði,“ segir Jóhann sem er vitaskuld ánægður með byrjun Aftureldingar. „Heldur betur. Það er frábært að byrja á tveimur sigrum. Við erum með flott lið og góðan móral. Einar Andri þjálfari er líka með þetta. Hann er seigur karlinn,“ segir Jóhann Jóhannsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld. 21. september 2014 00:01 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira
Jóhann Jóhannsson, stórskytta Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta, var fyrstur manna úrskurðaður í leikbann á nýrri leiktíð á fyrsta fundi aganefndar HSÍ í gær. Jóhann fékk rautt spjald með skýrslu á 57. mínútu leiksins þegar hann virtist ýta GeirGuðmundssyni, leikmanni Vals, til jarðar. Geir fékk sjálfur rautt fyrir að stöðva Pétur Júníusson, línumann Aftureldingar, í hraðaupphlaupi og varð uppi smá æsingur eftir brotið. Jóhann kom á fullri ferð til að blanda sér í lætin en rann hálfpartinn til og ýtti við Geir sem féll til jarðar. Allt virkar þetta mjög klaufalegt eins og sjá má hér eftir eina mínútu og 17 sekúndur. „Ég er sammála því. Kannski fékk ég rautt því við rukum allir að þessu. Aðstæðurnar voru bara þannig. En þetta er helvíti hart samt,“ segir Jóhann sem ætlaði sér ekki að hrinda Geir. „Þetta er allt óviljandi. Við runnum allir þarna nokkra metra. Ég kíkti aðeins á þetta aftur í gær. Mér finnst þetta voðalega saklaust. Ég veit ekki hvort Geir rennur þarna sjálfur eða hvað gerist alveg. Ég ýti við honum eiginlega bara til að stöðva mig.“ Jóhann er þó engan veginn ósáttur við dómarana, hann er bara svekktur að missa af stórleiknum gegn ÍBV á laugardaginn í ljósi þess að Mosfellingar fara vel af stað og eru búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína. „Dómararnir gerðu bara það sem þeir héldu að væri rétt. Það var kominn smá æsingur í leikinn þannig þeir settu tvö rauð spjöld á loft. Ég var samt ánægður með þá í leiknum. Það er bara helvíti leiðinlegt að missa af leiknum gegn ÍBV því við erum á góðum skriði,“ segir Jóhann sem er vitaskuld ánægður með byrjun Aftureldingar. „Heldur betur. Það er frábært að byrja á tveimur sigrum. Við erum með flott lið og góðan móral. Einar Andri þjálfari er líka með þetta. Hann er seigur karlinn,“ segir Jóhann Jóhannsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld. 21. september 2014 00:01 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 18-23 | Nýliðarnir skelltu Valsmönnum Afturelding vann sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum þegar þeir lögðu Val af af velli á Hlíðarenda í kvöld. 21. september 2014 00:01