Aníta ætlar að halda ofurkappreið á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2014 11:02 Aníta í Mongólíu. Mynd/Facebook Aníta Margrét Aradóttir, sem tók þátt í Mongol Derby þolreiðinni í Mongólíu í ágúst, hefur stofnað fyrirtækið Icehorse Extreme. Það mun sjá um að skipuleggja kappreið og hestaferðir hér á landi. Til stendur að hafa ofurkappreiðina árið 2016. „,Það eru fjárfestar og samstarfsaðilar með mér í fyrirtækinu sem mun bjóða upp á ævintýraferðir á hestum um landið auk þess sem haldin verður ofurkappreið hér á landi árið 2016. Kappreiðin Icehorse Extreme yrði í anda Mongol Derby en sniðin að íslenska hestinum og íslensku landslagi. Þetta er spennandi dæmi og ég tel að þetta yrði góð kynning fyrir Ísland og íslenska hestinn,” segir Aníta í tilkynningu. „Augljóslega yrði kappreiðin Icehorse Extreme árið 2016 einungis fyrir ofurhuga sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig svipað og keppendurnir í Mongol Derby. Stefnan er að Icehorse Extreme yrði ekki síður erfið en Mongol Derby þótt hún verði auðvitað öðruvísi enda allt aðrar aðstæður á Íslandi en í Mongólíu. Hins vegar er ljóst að íslensk náttúra getur verið mjög erfið viðureignar eins og sú mongólska og sömu sögu má að sjálfsögðu segja um íslenska veðrið,” segir Aníta. Hún bætir við að passað verði vel upp á að fara ekki illa með náttúruna í hestaferðunum og kappreiðinni. Þá segir hún að stefnan sé sett á að ferðirnar yrðu í þremur styrktarflokkum fyrir knapa og miserfiðar og misdýrar. „Erfiðustu ferðirnar yrðu t.d. einungis fyrir mjög vana knapa sem þurfa að standast ákveðnar kröfur til að fá að taka þátt. Knaparnir yrðu að leggja á sig mikið erfiði til að eiga möguleika á að klára ferðina enda verður riðið hratt og langt. Erfiðustu ferðirnar verða dýrastar enda mest í þær lagt. Ferðirnar eru hugsaðar fyrir ævintýrafólk á öllum aldri þótt búast megi við að útlendingar verði að öllum líkindum í miklum meirhluta,” segir Aníta. Aníta segir að þátttakendur Mongol Derby hafi sýnt íslenska hestinum mikinn áhuga. „Þeim fannst íslensk reiðhefð spennandi, og nefndu þá smölun sérstaklega. Það búa klárlega mikil verðmæti í íslenska hestinum sem hægt er að nýta betur. Í mínum huga verður hann alltaf bestur, með sínar fjölbreyttu gangtegundir og einstaka karakter,” segir Aníta og bætir við að nú taki við markaðssetning og skipulagning bæði fyrir hestaferðirnar og kappreiðina.“ Hestar Tengdar fréttir Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31 Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Aníta Margrét Aradóttir, sem tók þátt í Mongol Derby þolreiðinni í Mongólíu í ágúst, hefur stofnað fyrirtækið Icehorse Extreme. Það mun sjá um að skipuleggja kappreið og hestaferðir hér á landi. Til stendur að hafa ofurkappreiðina árið 2016. „,Það eru fjárfestar og samstarfsaðilar með mér í fyrirtækinu sem mun bjóða upp á ævintýraferðir á hestum um landið auk þess sem haldin verður ofurkappreið hér á landi árið 2016. Kappreiðin Icehorse Extreme yrði í anda Mongol Derby en sniðin að íslenska hestinum og íslensku landslagi. Þetta er spennandi dæmi og ég tel að þetta yrði góð kynning fyrir Ísland og íslenska hestinn,” segir Aníta í tilkynningu. „Augljóslega yrði kappreiðin Icehorse Extreme árið 2016 einungis fyrir ofurhuga sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig svipað og keppendurnir í Mongol Derby. Stefnan er að Icehorse Extreme yrði ekki síður erfið en Mongol Derby þótt hún verði auðvitað öðruvísi enda allt aðrar aðstæður á Íslandi en í Mongólíu. Hins vegar er ljóst að íslensk náttúra getur verið mjög erfið viðureignar eins og sú mongólska og sömu sögu má að sjálfsögðu segja um íslenska veðrið,” segir Aníta. Hún bætir við að passað verði vel upp á að fara ekki illa með náttúruna í hestaferðunum og kappreiðinni. Þá segir hún að stefnan sé sett á að ferðirnar yrðu í þremur styrktarflokkum fyrir knapa og miserfiðar og misdýrar. „Erfiðustu ferðirnar yrðu t.d. einungis fyrir mjög vana knapa sem þurfa að standast ákveðnar kröfur til að fá að taka þátt. Knaparnir yrðu að leggja á sig mikið erfiði til að eiga möguleika á að klára ferðina enda verður riðið hratt og langt. Erfiðustu ferðirnar verða dýrastar enda mest í þær lagt. Ferðirnar eru hugsaðar fyrir ævintýrafólk á öllum aldri þótt búast megi við að útlendingar verði að öllum líkindum í miklum meirhluta,” segir Aníta. Aníta segir að þátttakendur Mongol Derby hafi sýnt íslenska hestinum mikinn áhuga. „Þeim fannst íslensk reiðhefð spennandi, og nefndu þá smölun sérstaklega. Það búa klárlega mikil verðmæti í íslenska hestinum sem hægt er að nýta betur. Í mínum huga verður hann alltaf bestur, með sínar fjölbreyttu gangtegundir og einstaka karakter,” segir Aníta og bætir við að nú taki við markaðssetning og skipulagning bæði fyrir hestaferðirnar og kappreiðina.“
Hestar Tengdar fréttir Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31 Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31
Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29
Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06
Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43
Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09