Aníta ætlar að halda ofurkappreið á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2014 11:02 Aníta í Mongólíu. Mynd/Facebook Aníta Margrét Aradóttir, sem tók þátt í Mongol Derby þolreiðinni í Mongólíu í ágúst, hefur stofnað fyrirtækið Icehorse Extreme. Það mun sjá um að skipuleggja kappreið og hestaferðir hér á landi. Til stendur að hafa ofurkappreiðina árið 2016. „,Það eru fjárfestar og samstarfsaðilar með mér í fyrirtækinu sem mun bjóða upp á ævintýraferðir á hestum um landið auk þess sem haldin verður ofurkappreið hér á landi árið 2016. Kappreiðin Icehorse Extreme yrði í anda Mongol Derby en sniðin að íslenska hestinum og íslensku landslagi. Þetta er spennandi dæmi og ég tel að þetta yrði góð kynning fyrir Ísland og íslenska hestinn,” segir Aníta í tilkynningu. „Augljóslega yrði kappreiðin Icehorse Extreme árið 2016 einungis fyrir ofurhuga sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig svipað og keppendurnir í Mongol Derby. Stefnan er að Icehorse Extreme yrði ekki síður erfið en Mongol Derby þótt hún verði auðvitað öðruvísi enda allt aðrar aðstæður á Íslandi en í Mongólíu. Hins vegar er ljóst að íslensk náttúra getur verið mjög erfið viðureignar eins og sú mongólska og sömu sögu má að sjálfsögðu segja um íslenska veðrið,” segir Aníta. Hún bætir við að passað verði vel upp á að fara ekki illa með náttúruna í hestaferðunum og kappreiðinni. Þá segir hún að stefnan sé sett á að ferðirnar yrðu í þremur styrktarflokkum fyrir knapa og miserfiðar og misdýrar. „Erfiðustu ferðirnar yrðu t.d. einungis fyrir mjög vana knapa sem þurfa að standast ákveðnar kröfur til að fá að taka þátt. Knaparnir yrðu að leggja á sig mikið erfiði til að eiga möguleika á að klára ferðina enda verður riðið hratt og langt. Erfiðustu ferðirnar verða dýrastar enda mest í þær lagt. Ferðirnar eru hugsaðar fyrir ævintýrafólk á öllum aldri þótt búast megi við að útlendingar verði að öllum líkindum í miklum meirhluta,” segir Aníta. Aníta segir að þátttakendur Mongol Derby hafi sýnt íslenska hestinum mikinn áhuga. „Þeim fannst íslensk reiðhefð spennandi, og nefndu þá smölun sérstaklega. Það búa klárlega mikil verðmæti í íslenska hestinum sem hægt er að nýta betur. Í mínum huga verður hann alltaf bestur, með sínar fjölbreyttu gangtegundir og einstaka karakter,” segir Aníta og bætir við að nú taki við markaðssetning og skipulagning bæði fyrir hestaferðirnar og kappreiðina.“ Hestar Tengdar fréttir Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31 Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Aníta Margrét Aradóttir, sem tók þátt í Mongol Derby þolreiðinni í Mongólíu í ágúst, hefur stofnað fyrirtækið Icehorse Extreme. Það mun sjá um að skipuleggja kappreið og hestaferðir hér á landi. Til stendur að hafa ofurkappreiðina árið 2016. „,Það eru fjárfestar og samstarfsaðilar með mér í fyrirtækinu sem mun bjóða upp á ævintýraferðir á hestum um landið auk þess sem haldin verður ofurkappreið hér á landi árið 2016. Kappreiðin Icehorse Extreme yrði í anda Mongol Derby en sniðin að íslenska hestinum og íslensku landslagi. Þetta er spennandi dæmi og ég tel að þetta yrði góð kynning fyrir Ísland og íslenska hestinn,” segir Aníta í tilkynningu. „Augljóslega yrði kappreiðin Icehorse Extreme árið 2016 einungis fyrir ofurhuga sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig svipað og keppendurnir í Mongol Derby. Stefnan er að Icehorse Extreme yrði ekki síður erfið en Mongol Derby þótt hún verði auðvitað öðruvísi enda allt aðrar aðstæður á Íslandi en í Mongólíu. Hins vegar er ljóst að íslensk náttúra getur verið mjög erfið viðureignar eins og sú mongólska og sömu sögu má að sjálfsögðu segja um íslenska veðrið,” segir Aníta. Hún bætir við að passað verði vel upp á að fara ekki illa með náttúruna í hestaferðunum og kappreiðinni. Þá segir hún að stefnan sé sett á að ferðirnar yrðu í þremur styrktarflokkum fyrir knapa og miserfiðar og misdýrar. „Erfiðustu ferðirnar yrðu t.d. einungis fyrir mjög vana knapa sem þurfa að standast ákveðnar kröfur til að fá að taka þátt. Knaparnir yrðu að leggja á sig mikið erfiði til að eiga möguleika á að klára ferðina enda verður riðið hratt og langt. Erfiðustu ferðirnar verða dýrastar enda mest í þær lagt. Ferðirnar eru hugsaðar fyrir ævintýrafólk á öllum aldri þótt búast megi við að útlendingar verði að öllum líkindum í miklum meirhluta,” segir Aníta. Aníta segir að þátttakendur Mongol Derby hafi sýnt íslenska hestinum mikinn áhuga. „Þeim fannst íslensk reiðhefð spennandi, og nefndu þá smölun sérstaklega. Það búa klárlega mikil verðmæti í íslenska hestinum sem hægt er að nýta betur. Í mínum huga verður hann alltaf bestur, með sínar fjölbreyttu gangtegundir og einstaka karakter,” segir Aníta og bætir við að nú taki við markaðssetning og skipulagning bæði fyrir hestaferðirnar og kappreiðina.“
Hestar Tengdar fréttir Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31 Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31
Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29
Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06
Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43
Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum