Öskufalli gæti fylgt vatnsskortur Svavar Hávarðsson skrifar 26. september 2014 07:00 Grafík/Garðar-Svavar Vatnsskortur á Austurlandi er áhyggjuefni Almannavarna komi til eldsumbrota undir Vatnajökli með tilheyrandi öskufalli. Viðbragðsáætlun fyrir fjórðunginn er þegar í vinnslu þar sem þyngst áhersla er lögð á viðbrögð vegna gasmengunar og öskufalls. Þéttriðið mengunarmælanet fyrir landið allt verður sett upp á næstunni.Vatnsból spillast „Reynslan frá Grímsvatnagosinu 2011 er víti til varnaðar. Þá spilltust tugir vatnsbóla í öskufallinu. Í kjölfarið var ráðist í að bora eftir vatni á mörgum bæjum, til að koma vatnsöflun í lokuð kerfi. Menn þurftu að keyra vatn á milli bæja í margar vikur eftir að gosinu lauk vegna þess að vatnsbólin voru ónothæf. Við erum að kortleggja hættuna í samstarfi við heimamenn fyrir austan. Vatn og rafmagn eru hlutir sem mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, og þegar eitthvað kemur upp á getur það valdið verulegum vanda og þetta er því áhyggjuefni,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.Áætlun í smíðum Viðbragðsáætlun er nú í smíðum fyrir Austurland, og nær til lögregluembættanna á Seyðisfirði og Eskifirði. Fyrsti samráðsfundur sveitarstjórnarfólks og almannavarna verður haldinn á þriðjudag. „Við horfum aðallega á tvennt – öskufall og gasmengun. Gasið hefur forgang þar sem það er vandamál sem er í gangi núna,“ segir Víðir sem útskýrir að vissulega sé mikið spurt um hvort dreifing gasgríma komi til greina, en það hafi verið útilokað eftir mat sóttvarnalæknis vegna mikillar dreifingar mengunarinnar. Almannavarnir horfa mjög til Havaí þar sem gasmengun frá eldgosum er vel þekkt. Eftirlitsstofnanir þar hafa verið í samráði við Almannavarnir hér á landi og hafa fengist gögn og ráðleggingar. Þegar hefur verið birt tafla um viðbrögð vegna gasmengunar sem fengin er þaðan. Fjölgun gasmengunarmæla er eitt þeirra grunnatriða sem samstarfið hefur skilað og að því er nú unnið af kappi.Stórfjölga mengunarmælum „Við erum að fá til landsins nýja mæla. Þeir verða ekki allir beintengdir, en þeir verða vaktaðir allan sólarhringinn og upplýsingar frá þeim verða birtar mjög þétt, þegar ástæða er til. Þetta mælanet verður þéttriðið – 25 mælar sem verða settir upp um allt land og aðrir 15 eru færanlegir og mæta þörfum dag frá degi. Öflun og miðlun þessara upplýsinga er gríðarlega mikilvæg svo hver og einn geti gert ráðstafanir í takt við sínar þarfir,“ segir Víðir og bætir við að öflun og miðlun upplýsinga sé grundvöllur alls almannavarnaviðbúnaðar. Bárðarbunga Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Vatnsskortur á Austurlandi er áhyggjuefni Almannavarna komi til eldsumbrota undir Vatnajökli með tilheyrandi öskufalli. Viðbragðsáætlun fyrir fjórðunginn er þegar í vinnslu þar sem þyngst áhersla er lögð á viðbrögð vegna gasmengunar og öskufalls. Þéttriðið mengunarmælanet fyrir landið allt verður sett upp á næstunni.Vatnsból spillast „Reynslan frá Grímsvatnagosinu 2011 er víti til varnaðar. Þá spilltust tugir vatnsbóla í öskufallinu. Í kjölfarið var ráðist í að bora eftir vatni á mörgum bæjum, til að koma vatnsöflun í lokuð kerfi. Menn þurftu að keyra vatn á milli bæja í margar vikur eftir að gosinu lauk vegna þess að vatnsbólin voru ónothæf. Við erum að kortleggja hættuna í samstarfi við heimamenn fyrir austan. Vatn og rafmagn eru hlutir sem mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, og þegar eitthvað kemur upp á getur það valdið verulegum vanda og þetta er því áhyggjuefni,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.Áætlun í smíðum Viðbragðsáætlun er nú í smíðum fyrir Austurland, og nær til lögregluembættanna á Seyðisfirði og Eskifirði. Fyrsti samráðsfundur sveitarstjórnarfólks og almannavarna verður haldinn á þriðjudag. „Við horfum aðallega á tvennt – öskufall og gasmengun. Gasið hefur forgang þar sem það er vandamál sem er í gangi núna,“ segir Víðir sem útskýrir að vissulega sé mikið spurt um hvort dreifing gasgríma komi til greina, en það hafi verið útilokað eftir mat sóttvarnalæknis vegna mikillar dreifingar mengunarinnar. Almannavarnir horfa mjög til Havaí þar sem gasmengun frá eldgosum er vel þekkt. Eftirlitsstofnanir þar hafa verið í samráði við Almannavarnir hér á landi og hafa fengist gögn og ráðleggingar. Þegar hefur verið birt tafla um viðbrögð vegna gasmengunar sem fengin er þaðan. Fjölgun gasmengunarmæla er eitt þeirra grunnatriða sem samstarfið hefur skilað og að því er nú unnið af kappi.Stórfjölga mengunarmælum „Við erum að fá til landsins nýja mæla. Þeir verða ekki allir beintengdir, en þeir verða vaktaðir allan sólarhringinn og upplýsingar frá þeim verða birtar mjög þétt, þegar ástæða er til. Þetta mælanet verður þéttriðið – 25 mælar sem verða settir upp um allt land og aðrir 15 eru færanlegir og mæta þörfum dag frá degi. Öflun og miðlun þessara upplýsinga er gríðarlega mikilvæg svo hver og einn geti gert ráðstafanir í takt við sínar þarfir,“ segir Víðir og bætir við að öflun og miðlun upplýsinga sé grundvöllur alls almannavarnaviðbúnaðar.
Bárðarbunga Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira