Umfjöllun og myndir: Fjölnir - Tindastóll 73-92 | Öruggur Tindastólssigur Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 26. september 2014 16:25 Vísir/Stefán Tindastóll tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikarsins með öruggum sigri á Fjölni í Ásgarði í kvöld. Mótherji þeirra í úrslitaleiknum verður annað hvort KR eða Haukar. Stólarnir voru sterkari allt frá byrjun, en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 15-22, þeim í vil. Fjölnismenn bættu í í öðrum leikhluta, en Tindastólsmenn héldu þeim alltaf í þægilegri fjarlægð. Miklu munaði um að Daron Sims, aðalskorari Fjölnis, náði sér ekki á strik, en hann skoraði sín fyrstu stig um miðjan annan leikhluta. Sóknarleikur Stólanna var skilvirkur og það voru margir leikmenn sem lögðu lóð sín á Vogarskálarnar. Staðan í hálfleik var 36-43, Tindastóli í vil. Darrel Lewis var öflugur í liði Stólanna, en hann skoraði 11 stig og tók fimm fráköst í fyrri hálfleik. Tindastólsmenn héldu áfram þar sem frá var horfið í þriðja leikhluta og það var ekki til bæta stöðu Fjölnis að Myron Dempsey fór að láta meira að sér kveða en í fyrri hálfleik. Hann skoraði 10 stig og tók fjögur fráköst í þriðja leikhluta og hjálpaði Stólunum að bæta við forskot sitt. Tindastóll náði mest 19 stiga forystu í þriðja leikhluta, en staðan að honum loknum var 57-68. Stólarnir sigldu svo sigrinum örugglega í höfn í lokaleikhlutanum og þrátt fyrir ágætis viðleitni hjá Arnþóri Frey Guðmundssyni og Alexander Þór Hafþórssyni tókst Fjölnismönnum ekki að brúa bilið sem var á milli liðanna. Tindastóll vann að lokum 19 stiga sigur, 73-91. Leikur Tindastóls var heilsteyptur og þeir höfðu mikla yfirburði undir körfunni, en Stólarnir unnu frákastabaráttuna 59-35. Dempsey var var stigahæstur í liði Tindastóls með 25 stig, en hann tók einnig 14 fráköst. Lewis kom næstur með 24 stig og níu fráköst. Davíð Ingi Bustion bar af í liði Grafarvogspilta en hann skoraði 20 stig og tók 6 fráköst.Fjölnir-Tindastóll 73-92 (15-22, 21-21, 21-25, 16-24)Fjölnir: Davíð Ingi Bustion 20/6 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 15/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 14/5 fráköst/7 stoðsendingar, Daron Lee Sims 10/9 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 8, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 6, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0, Helgi Hrafn Halldórsson 0, Árni Elmar Hrafnsson 0, Pétur Már Sigurðsson 0, Valur Sigurðsson 0, Róbert Sigurðsson 0.Tindastóll: Myron Dempsey 25/14 fráköst/5 stolnir, Darrel Keith Lewis 24/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 10/7 stoðsendingar, Darrell Flake 9/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 7/8 fráköst, Finnbogi Bjarnason 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/5 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Páll Stefánsson 0, Friðrik Hrafn Jóhannsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, David Tomas Tomasson, Ísak Ernir KristinssonLeik lokið | 73-92 | Öruggur sigur Tindastóls í fyrri leik kvöldsins í undanúrslitum Lengjubikarsins. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.38. mín | 73-86 | Lewis setur niður tvö vítaskot og eykur muninn í tólf stig.37. mín | 70-81 | Fjölnismenn hafa aðeins verið að bíta frá sér, en munurinn er líklega of mikill. Alexander Þór Hafþórsson og Arnþór Freyr Guðmundsson hafa átt fína spretti hjá Fjölni. Baráttan undir körfunni er enn ójöfn. Stólarnir hafa tekið 54 fráköst gegn 33 hjá Fjölni.34. mín | 63-81 | Pétur Rúnar Birgisson eykur muninn í 18 stig. Hann er kominn með átta stig og sex stoðsendingar. Flottur leiknum hjá Pétri.Þriðja leikhluta lokið | 57-68 | Fjölnismenn hafa aðeins náð að laga stöðuna, en þeir eiga enn langt í land. Myron Dempsey, leikmaður Tindastóls, var öflugur í leikhlutanum en hann skoraði 10 stig og tók fjögur fráköst. Lewis er enn stigahæstur Stólanna með 19 stig. Davíð Ingi er kominn með 17 stig og sex fráköst hjá Fjölni.28. mín | 52-67 | Stólarnir leiða með 15 stigum. Sóknarleikur þeirra gengur ljómandi vel, en þeir hafa mikla yfirburði undir körfunni.25. mín | 41-57 | 16 stiga munur og Fjölnismenn taka leikhlé. Tindastóll er að vinna frákastabaráttuna, 35-24.23. mín | 40-55 | Stólarnir byrja seinni hálfleikinn af krafti og eru búnir að skora 12 af 16 stigum leiksins þriðja leikhluta.Hálfleikur | 36-43 | Gott og blessað kvöldið! Vísir hefur tengst alnetinu. Staðan í fyrri leik kvöldsins er 36-43, Tindastóli í vil. Stólarnir hafa verið sterkari aðilinn í leiknum og náðu mest 11 stiga forystu. Darrel Lewis er búinn að vera öflugur, en hann er kominn með 11 stig og fimm fráköst í liði Tindastóls. Davíð Ingi Bustion er stigahæstur Grafarvogspilta með 10 stig.Uppfært: Ekkert netsamband er í Ásgarði eins og stendur og unnið er að viðgerð. Vísir mun þó koma með umfjöllun og viðtöl í leikslok.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Fjölnis og Tindastóls. Dominos-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Sjá meira
Tindastóll tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikarsins með öruggum sigri á Fjölni í Ásgarði í kvöld. Mótherji þeirra í úrslitaleiknum verður annað hvort KR eða Haukar. Stólarnir voru sterkari allt frá byrjun, en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 15-22, þeim í vil. Fjölnismenn bættu í í öðrum leikhluta, en Tindastólsmenn héldu þeim alltaf í þægilegri fjarlægð. Miklu munaði um að Daron Sims, aðalskorari Fjölnis, náði sér ekki á strik, en hann skoraði sín fyrstu stig um miðjan annan leikhluta. Sóknarleikur Stólanna var skilvirkur og það voru margir leikmenn sem lögðu lóð sín á Vogarskálarnar. Staðan í hálfleik var 36-43, Tindastóli í vil. Darrel Lewis var öflugur í liði Stólanna, en hann skoraði 11 stig og tók fimm fráköst í fyrri hálfleik. Tindastólsmenn héldu áfram þar sem frá var horfið í þriðja leikhluta og það var ekki til bæta stöðu Fjölnis að Myron Dempsey fór að láta meira að sér kveða en í fyrri hálfleik. Hann skoraði 10 stig og tók fjögur fráköst í þriðja leikhluta og hjálpaði Stólunum að bæta við forskot sitt. Tindastóll náði mest 19 stiga forystu í þriðja leikhluta, en staðan að honum loknum var 57-68. Stólarnir sigldu svo sigrinum örugglega í höfn í lokaleikhlutanum og þrátt fyrir ágætis viðleitni hjá Arnþóri Frey Guðmundssyni og Alexander Þór Hafþórssyni tókst Fjölnismönnum ekki að brúa bilið sem var á milli liðanna. Tindastóll vann að lokum 19 stiga sigur, 73-91. Leikur Tindastóls var heilsteyptur og þeir höfðu mikla yfirburði undir körfunni, en Stólarnir unnu frákastabaráttuna 59-35. Dempsey var var stigahæstur í liði Tindastóls með 25 stig, en hann tók einnig 14 fráköst. Lewis kom næstur með 24 stig og níu fráköst. Davíð Ingi Bustion bar af í liði Grafarvogspilta en hann skoraði 20 stig og tók 6 fráköst.Fjölnir-Tindastóll 73-92 (15-22, 21-21, 21-25, 16-24)Fjölnir: Davíð Ingi Bustion 20/6 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 15/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 14/5 fráköst/7 stoðsendingar, Daron Lee Sims 10/9 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 8, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 6, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0, Helgi Hrafn Halldórsson 0, Árni Elmar Hrafnsson 0, Pétur Már Sigurðsson 0, Valur Sigurðsson 0, Róbert Sigurðsson 0.Tindastóll: Myron Dempsey 25/14 fráköst/5 stolnir, Darrel Keith Lewis 24/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 10/7 stoðsendingar, Darrell Flake 9/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 7/8 fráköst, Finnbogi Bjarnason 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/5 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Páll Stefánsson 0, Friðrik Hrafn Jóhannsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, David Tomas Tomasson, Ísak Ernir KristinssonLeik lokið | 73-92 | Öruggur sigur Tindastóls í fyrri leik kvöldsins í undanúrslitum Lengjubikarsins. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.38. mín | 73-86 | Lewis setur niður tvö vítaskot og eykur muninn í tólf stig.37. mín | 70-81 | Fjölnismenn hafa aðeins verið að bíta frá sér, en munurinn er líklega of mikill. Alexander Þór Hafþórsson og Arnþór Freyr Guðmundsson hafa átt fína spretti hjá Fjölni. Baráttan undir körfunni er enn ójöfn. Stólarnir hafa tekið 54 fráköst gegn 33 hjá Fjölni.34. mín | 63-81 | Pétur Rúnar Birgisson eykur muninn í 18 stig. Hann er kominn með átta stig og sex stoðsendingar. Flottur leiknum hjá Pétri.Þriðja leikhluta lokið | 57-68 | Fjölnismenn hafa aðeins náð að laga stöðuna, en þeir eiga enn langt í land. Myron Dempsey, leikmaður Tindastóls, var öflugur í leikhlutanum en hann skoraði 10 stig og tók fjögur fráköst. Lewis er enn stigahæstur Stólanna með 19 stig. Davíð Ingi er kominn með 17 stig og sex fráköst hjá Fjölni.28. mín | 52-67 | Stólarnir leiða með 15 stigum. Sóknarleikur þeirra gengur ljómandi vel, en þeir hafa mikla yfirburði undir körfunni.25. mín | 41-57 | 16 stiga munur og Fjölnismenn taka leikhlé. Tindastóll er að vinna frákastabaráttuna, 35-24.23. mín | 40-55 | Stólarnir byrja seinni hálfleikinn af krafti og eru búnir að skora 12 af 16 stigum leiksins þriðja leikhluta.Hálfleikur | 36-43 | Gott og blessað kvöldið! Vísir hefur tengst alnetinu. Staðan í fyrri leik kvöldsins er 36-43, Tindastóli í vil. Stólarnir hafa verið sterkari aðilinn í leiknum og náðu mest 11 stiga forystu. Darrel Lewis er búinn að vera öflugur, en hann er kominn með 11 stig og fimm fráköst í liði Tindastóls. Davíð Ingi Bustion er stigahæstur Grafarvogspilta með 10 stig.Uppfært: Ekkert netsamband er í Ásgarði eins og stendur og unnið er að viðgerð. Vísir mun þó koma með umfjöllun og viðtöl í leikslok.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Fjölnis og Tindastóls.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn