Íslenski boltinn

Sköflungurinn brotnaði á Garner

Matt Garner.
Matt Garner.
Matt Garner, bakvörður ÍBV, spilar ekki fótbolta næsta hálfa árið hið minnsta eftir að hafa orðið fyrir hræðilegum meiðslum í leik ÍBV og Keflavíkur í dag.

„Matt Garner er fótbrotinn, löppin hans fór nánast í tvennt. Þetta er alveg ógeðslegt, hann er frá í langan, langan tíma," skrifaði Guðmundur Tómas Sigfússon, fréttaritari Vísis í Eyjum, er leikurinn var í gangi. Gera þurfti 25 mínútna hlé á leiknum þegar Garner brotnaði.

Það tók sjúkrabíl langan tíma að koma á völlinn og menn vildu ekki hreyfa Garner á vellinum. Svo kom sjúkraflugvél til Eyja og Garner fer í aðgerð í Reykjavík.

Þetta er mikið áfall fyrir ÍBV enda hefur Garner verið með bestu mönnum liðsins undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×