
Ísland óháð jarðefnaeldsneyti
Hvernig förum við að?
Bætt orkunýtni er einfaldasta og ódýrasta leiðin til árangurs. Nýir bílar í dag nota einungis um helming eða jafnvel þriðjung af því eldsneyti sem bílar af svipaðri stærð gerðu um síðustu aldamót. Þrátt fyrir að olíuverð hafi tvöfaldast frá aldamótum þá borga bifreiðaeigendur í raun ekkert meira fyrri hvern ekinn kílómetra. Mikill árangur hefur náðst í bættum bílaflota á Íslandi og er það að nokkru leyti að þakka breyttu fyrirkomulagi innflutningsgjalda þar sem eldsneytisnýtnar bifreiðar bera mun lægri gjöld en þeir sem miklu eldsneyti eyða. Mjög mikilvægt er að viðhalda þessu kerfi og skerpa jafnvel enn frekar á því og verðlauna þannig, í gegnum skatta, kaup á eldsneytisnýtnum bifreiðum. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði og borga háan eldsneytisreikning ef þeir hafa efni á því hvort eð er? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins. Þó svo að eldsneytiskaup hafi einungis áhrif á veski kaupandans hefur eldsneytisnotkunin áhrif á talsvert fleiri. Eldsneytisnotkun eykur gjaldeyrisútflæði sem hefur neikvæð efnahagsáhrif á alla landsmenn. Eldsneytisnotkun stuðlar að neikvæðum loftlagsbreytingum sem hefur áhrif á alla heimsbyggðina. Eldsneytisnotkun takmarkar líka möguleika allra næstu kynslóða til að nýta jarðefnaeldsneyti þar sem um endanlega auðlind er að ræða. Að dæla olíu bíl á er þess vegna langt í frá að vera einkamál hvers og eins bifreiðaeiganda.
Vinstri og hægri
Hér er rétt að árétta að þó talað sé um neyslustýringu og skatta er ekki verið að hvetja menn til að fara til vinstri eða hægri í pólitík. Þessi aðferðafræði virkar nefnilega bæði til hægri og vinstri. Ef stefnan er almennt að lækka skatta þá er mikilvægt að lækka skatta enn meira á eyðslunýtna bíla og ef stefnan er almennt að hækka skatta þá er mikilvægt að hækka skatta enn meira á eyðslufreka bíla. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort dansað er til hægri eða vinstri svo framalega sem munur er hafður á gjöldum milli bíla.
Annað og innlent eldsneyti
Önnur leið er að skipta yfir í annað og umhverfisvænna eldsneyti. Rafbílar er nú farnir að sjást á götum landsins sem ganga að miklu eða öllu leyti á rammíslenskri raforku. Metangas er nú unnið bæði í Reykjavík og Akureyri, metanól í Svartsengi á vegum Carbon Recycling og lífdísill á vegum Orkeyjar á Akureyri. Það vita t.d ekki allir að útgerðarfélagið Samherji er farinn að nota íslenskan lífdísil í tonnavís samhliða ýmsum öðrum aðgerðum í almennum orkusparnaði skipa sinna. Vinnan við jarðefnalaust Ísland er sem sagt komin af stað á öllum sviðum. Það sem þessi fjölbreytta framleiðsla á sammerkt er að hún er meira eða minna keyrð áfram af áhugasemi, umhverfisvitund og djörfung viðkomandi framleiðenda og bráðvantar beinan opinberan stuðning til uppbyggingar. Ef aðeins einni krónu af hverjum olíulítra væri varið í stuðning við innlenda eldsneytisframleiðslu myndi hún blómstra og færa okkur að markinu miklu mun fyrir en ella. Spurningin er: Tímum við krónu í þetta göfuga markmið?
Skoðun

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar

Börn í vanda
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Erlingur Erlingsson skrifar

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar

Stöndum vörð um akademískt frelsi
Björn Þorsteinsson skrifar

Samræmd próf jafna stöðuna
Jón Pétur Zimsen skrifar

VR og við sem erum miðaldra
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Áslaug Arna - minn formaður
Katrín Atladóttir skrifar

Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa
Pétur Henry Petersen skrifar

Djarfar áherslur – sterkara VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn!
Kristín Linda Jónsdóttir skrifar