Ísland óháð jarðefnaeldsneyti Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 28. september 2014 19:32 Það er spennandi þegar æðstu ráðamenn setja fram djörf markmið, sérstaklega þegar þau eru raunhæf og jákvæð. Forsætisráðherra talaði á dögunum um að Ísland gæti fyrst landa orðið óháð jarðefnaeldsneyti en hvað þýðir það? Til einföldunar má skipta orkunotkun Íslendinga í þrjá flokka. A) Raforkunotkun B) Húshitun og C) Samgöngur. Að vera óháð jarðefnaeldsneyti þýðir að í hverjum orkunotkunarflokki fyrir sig er þörfinni að meirihluta mætt með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Staða Íslands er öfundsverð þar sem flokkar A og B eru nú þegar algerlega knúnir af grænni orku. Verkefni Íslands er því talsvert umfangsminna og einfaldara en í öðrum löndum.Hvernig förum við að? Bætt orkunýtni er einfaldasta og ódýrasta leiðin til árangurs. Nýir bílar í dag nota einungis um helming eða jafnvel þriðjung af því eldsneyti sem bílar af svipaðri stærð gerðu um síðustu aldamót. Þrátt fyrir að olíuverð hafi tvöfaldast frá aldamótum þá borga bifreiðaeigendur í raun ekkert meira fyrri hvern ekinn kílómetra. Mikill árangur hefur náðst í bættum bílaflota á Íslandi og er það að nokkru leyti að þakka breyttu fyrirkomulagi innflutningsgjalda þar sem eldsneytisnýtnar bifreiðar bera mun lægri gjöld en þeir sem miklu eldsneyti eyða. Mjög mikilvægt er að viðhalda þessu kerfi og skerpa jafnvel enn frekar á því og verðlauna þannig, í gegnum skatta, kaup á eldsneytisnýtnum bifreiðum. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði og borga háan eldsneytisreikning ef þeir hafa efni á því hvort eð er? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins. Þó svo að eldsneytiskaup hafi einungis áhrif á veski kaupandans hefur eldsneytisnotkunin áhrif á talsvert fleiri. Eldsneytisnotkun eykur gjaldeyrisútflæði sem hefur neikvæð efnahagsáhrif á alla landsmenn. Eldsneytisnotkun stuðlar að neikvæðum loftlagsbreytingum sem hefur áhrif á alla heimsbyggðina. Eldsneytisnotkun takmarkar líka möguleika allra næstu kynslóða til að nýta jarðefnaeldsneyti þar sem um endanlega auðlind er að ræða. Að dæla olíu bíl á er þess vegna langt í frá að vera einkamál hvers og eins bifreiðaeiganda.Vinstri og hægri Hér er rétt að árétta að þó talað sé um neyslustýringu og skatta er ekki verið að hvetja menn til að fara til vinstri eða hægri í pólitík. Þessi aðferðafræði virkar nefnilega bæði til hægri og vinstri. Ef stefnan er almennt að lækka skatta þá er mikilvægt að lækka skatta enn meira á eyðslunýtna bíla og ef stefnan er almennt að hækka skatta þá er mikilvægt að hækka skatta enn meira á eyðslufreka bíla. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort dansað er til hægri eða vinstri svo framalega sem munur er hafður á gjöldum milli bíla.Annað og innlent eldsneyti Önnur leið er að skipta yfir í annað og umhverfisvænna eldsneyti. Rafbílar er nú farnir að sjást á götum landsins sem ganga að miklu eða öllu leyti á rammíslenskri raforku. Metangas er nú unnið bæði í Reykjavík og Akureyri, metanól í Svartsengi á vegum Carbon Recycling og lífdísill á vegum Orkeyjar á Akureyri. Það vita t.d ekki allir að útgerðarfélagið Samherji er farinn að nota íslenskan lífdísil í tonnavís samhliða ýmsum öðrum aðgerðum í almennum orkusparnaði skipa sinna. Vinnan við jarðefnalaust Ísland er sem sagt komin af stað á öllum sviðum. Það sem þessi fjölbreytta framleiðsla á sammerkt er að hún er meira eða minna keyrð áfram af áhugasemi, umhverfisvitund og djörfung viðkomandi framleiðenda og bráðvantar beinan opinberan stuðning til uppbyggingar. Ef aðeins einni krónu af hverjum olíulítra væri varið í stuðning við innlenda eldsneytisframleiðslu myndi hún blómstra og færa okkur að markinu miklu mun fyrir en ella. Spurningin er: Tímum við krónu í þetta göfuga markmið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Það er spennandi þegar æðstu ráðamenn setja fram djörf markmið, sérstaklega þegar þau eru raunhæf og jákvæð. Forsætisráðherra talaði á dögunum um að Ísland gæti fyrst landa orðið óháð jarðefnaeldsneyti en hvað þýðir það? Til einföldunar má skipta orkunotkun Íslendinga í þrjá flokka. A) Raforkunotkun B) Húshitun og C) Samgöngur. Að vera óháð jarðefnaeldsneyti þýðir að í hverjum orkunotkunarflokki fyrir sig er þörfinni að meirihluta mætt með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Staða Íslands er öfundsverð þar sem flokkar A og B eru nú þegar algerlega knúnir af grænni orku. Verkefni Íslands er því talsvert umfangsminna og einfaldara en í öðrum löndum.Hvernig förum við að? Bætt orkunýtni er einfaldasta og ódýrasta leiðin til árangurs. Nýir bílar í dag nota einungis um helming eða jafnvel þriðjung af því eldsneyti sem bílar af svipaðri stærð gerðu um síðustu aldamót. Þrátt fyrir að olíuverð hafi tvöfaldast frá aldamótum þá borga bifreiðaeigendur í raun ekkert meira fyrri hvern ekinn kílómetra. Mikill árangur hefur náðst í bættum bílaflota á Íslandi og er það að nokkru leyti að þakka breyttu fyrirkomulagi innflutningsgjalda þar sem eldsneytisnýtnar bifreiðar bera mun lægri gjöld en þeir sem miklu eldsneyti eyða. Mjög mikilvægt er að viðhalda þessu kerfi og skerpa jafnvel enn frekar á því og verðlauna þannig, í gegnum skatta, kaup á eldsneytisnýtnum bifreiðum. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði og borga háan eldsneytisreikning ef þeir hafa efni á því hvort eð er? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins. Þó svo að eldsneytiskaup hafi einungis áhrif á veski kaupandans hefur eldsneytisnotkunin áhrif á talsvert fleiri. Eldsneytisnotkun eykur gjaldeyrisútflæði sem hefur neikvæð efnahagsáhrif á alla landsmenn. Eldsneytisnotkun stuðlar að neikvæðum loftlagsbreytingum sem hefur áhrif á alla heimsbyggðina. Eldsneytisnotkun takmarkar líka möguleika allra næstu kynslóða til að nýta jarðefnaeldsneyti þar sem um endanlega auðlind er að ræða. Að dæla olíu bíl á er þess vegna langt í frá að vera einkamál hvers og eins bifreiðaeiganda.Vinstri og hægri Hér er rétt að árétta að þó talað sé um neyslustýringu og skatta er ekki verið að hvetja menn til að fara til vinstri eða hægri í pólitík. Þessi aðferðafræði virkar nefnilega bæði til hægri og vinstri. Ef stefnan er almennt að lækka skatta þá er mikilvægt að lækka skatta enn meira á eyðslunýtna bíla og ef stefnan er almennt að hækka skatta þá er mikilvægt að hækka skatta enn meira á eyðslufreka bíla. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort dansað er til hægri eða vinstri svo framalega sem munur er hafður á gjöldum milli bíla.Annað og innlent eldsneyti Önnur leið er að skipta yfir í annað og umhverfisvænna eldsneyti. Rafbílar er nú farnir að sjást á götum landsins sem ganga að miklu eða öllu leyti á rammíslenskri raforku. Metangas er nú unnið bæði í Reykjavík og Akureyri, metanól í Svartsengi á vegum Carbon Recycling og lífdísill á vegum Orkeyjar á Akureyri. Það vita t.d ekki allir að útgerðarfélagið Samherji er farinn að nota íslenskan lífdísil í tonnavís samhliða ýmsum öðrum aðgerðum í almennum orkusparnaði skipa sinna. Vinnan við jarðefnalaust Ísland er sem sagt komin af stað á öllum sviðum. Það sem þessi fjölbreytta framleiðsla á sammerkt er að hún er meira eða minna keyrð áfram af áhugasemi, umhverfisvitund og djörfung viðkomandi framleiðenda og bráðvantar beinan opinberan stuðning til uppbyggingar. Ef aðeins einni krónu af hverjum olíulítra væri varið í stuðning við innlenda eldsneytisframleiðslu myndi hún blómstra og færa okkur að markinu miklu mun fyrir en ella. Spurningin er: Tímum við krónu í þetta göfuga markmið?
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun