25 þúsund skjálftar: Sá næststærsti reið yfir Gissur Sigurðsson skrifar 29. september 2014 14:59 "Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Ármann Höskuldsson. Vísir/Auðunn Jarðskjálfti af stærðinni 5,5 stig varð um 8,5 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu um tuttugu mínútur fyrir tvö í dag. Skjálftinn er sá næststærsti sem mælst hefur á svæðinu undanfarinn mánuð. Mánuður er síðan fyrst gaus í Bárðarbungu. Um 25 þúsund jarðskjálftar hafa mælst á hamfarasvæðinu norðan Vatnajökuls á þeim rétta mánuði sem liðinn er síðan gosið hófst aðfaranótt föstudagsins 29. ágúst. Ekkert lát er á gosinu sem þegar telst stórgos á heimsvísu. Sjá jarðvísindamenn ekki fyrir endann á því sem nú þegar er orðið mun lengra en búist var við í fyrstu. Af öllum þessum fjölda jarðskjálfta sem urðu í Bárðarbunguöskjunni og í kvikuganginum voru 248 upp á þrjú til fjögur stig, 70 stærri en fjögur stig og og 39 yfir fimm stig. Þetta eru óvenju snarpir skjálftar í tengslum við eldgos, og goksið er um margt fleira óvenjulegt, að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. „Mikið og hátt flæði kviku upp á yfirborðið og mikið gas einkenna þetta gos. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í tengslum við sambærileg gos. Raunar höfum við ekkert séð sambærileg gos. Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt. Hann segir mjög erfitt að áætla hve lengi gosið muni standa. „Mælingar okkar sýna að það hefur dregið jafnt og þétt úr hraunflæðinu. Í upphafi var þetta rúmlega Ölfusá sem var að koma upp. Nú nálgast þetta Skjálfandafljót í rúmmálsflæði,“ segir Ármann. Gosið hagi sér eins og búist var við en hefur þó staðið mun lengra. „Það er komið langt umfram þann tíma sem var reiknað með. Það var kannski reiknað með gosi í viku eða tíu daga. En það stendur enn,“ sagði Ármann Höskuldsson eldgosafræðingur. Bárðarbunga Tengdar fréttir 22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni 5,5 stig varð um 8,5 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu um tuttugu mínútur fyrir tvö í dag. Skjálftinn er sá næststærsti sem mælst hefur á svæðinu undanfarinn mánuð. Mánuður er síðan fyrst gaus í Bárðarbungu. Um 25 þúsund jarðskjálftar hafa mælst á hamfarasvæðinu norðan Vatnajökuls á þeim rétta mánuði sem liðinn er síðan gosið hófst aðfaranótt föstudagsins 29. ágúst. Ekkert lát er á gosinu sem þegar telst stórgos á heimsvísu. Sjá jarðvísindamenn ekki fyrir endann á því sem nú þegar er orðið mun lengra en búist var við í fyrstu. Af öllum þessum fjölda jarðskjálfta sem urðu í Bárðarbunguöskjunni og í kvikuganginum voru 248 upp á þrjú til fjögur stig, 70 stærri en fjögur stig og og 39 yfir fimm stig. Þetta eru óvenju snarpir skjálftar í tengslum við eldgos, og goksið er um margt fleira óvenjulegt, að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. „Mikið og hátt flæði kviku upp á yfirborðið og mikið gas einkenna þetta gos. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í tengslum við sambærileg gos. Raunar höfum við ekkert séð sambærileg gos. Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt. Hann segir mjög erfitt að áætla hve lengi gosið muni standa. „Mælingar okkar sýna að það hefur dregið jafnt og þétt úr hraunflæðinu. Í upphafi var þetta rúmlega Ölfusá sem var að koma upp. Nú nálgast þetta Skjálfandafljót í rúmmálsflæði,“ segir Ármann. Gosið hagi sér eins og búist var við en hefur þó staðið mun lengra. „Það er komið langt umfram þann tíma sem var reiknað með. Það var kannski reiknað með gosi í viku eða tíu daga. En það stendur enn,“ sagði Ármann Höskuldsson eldgosafræðingur.
Bárðarbunga Tengdar fréttir 22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22