Gufubólstrar en engin sprengivirkni þar sem hraunið rennur í Jökulsá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2014 11:53 Vísir/Egill Aðalsteinsson Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni. Samkvæmt athugunum á vettvangi er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur áfram til austurs af svipuðum krafti og áður. Nú rennur hraunið í farveg Jökulsár á Fjöllum. Áin flæmist til austurs undan hrauninu. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins. Þetta kom fram á daglegum fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Auk vísindamanna hjá Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fulltrúa Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra sat Sóttvarnarlæknir fundinn auk fulltrúa Umhverfisstofnunar.Loftgæði í byggð: -Upplýsingar um loftgæði í Reykjahlíð, á Egilsstöðum og á Reyðarfirði eru nú aðgengilegar á vefsíðunni loftgæði.is. Dreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að seinnipartinn í dag geti styrkur mælst á bilinu 30-40 µg/m3 á geira sem gæti náð yfir Vopnafjörð, Egilsstaði og Reyðarfjörð. Sá styrkur gefur ekki tilefni til neinna sérstakra ráðstafana. Tilmæli frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna.Loftgæði á gossvæðinu: -Mikið gasstreymi er í og í kringum eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar. Um 80 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þeir stærstu í norðurhluta Báðrarbunguöskjunnar, 5,5 og, 4,9 að stærð. Órói virðist vera svipaður og undanfarna daga. GPS mælingar sýna óverulegar jarðskorpuhreyfingar þannig að kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni.Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu: -Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. -Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. -Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Tengdar fréttir Eldgosin orðin sjö frá upphafi jarðhræringa Tímabært er að vísa til umbrotanna í Vatnajökli á sama hátt og tíðkast hefur um Kröfluelda og Skaftárelda. Þegar hefur eldur verið uppi á sjö stöðum - sem þó er aðeins hluti af mun stærri jarðfræðilegum atburði sem hófst fyrir þremur vikum. 10. september 2014 07:00 Fimmtíu skjálftar í nótt Stærsti skjálftinn varð rétt fyrir klukkan hálfsex við norðanverða Bárðarbungu og var hann um 5.5 stig að stærð. 10. september 2014 07:26 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni. Samkvæmt athugunum á vettvangi er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur áfram til austurs af svipuðum krafti og áður. Nú rennur hraunið í farveg Jökulsár á Fjöllum. Áin flæmist til austurs undan hrauninu. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins. Þetta kom fram á daglegum fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Auk vísindamanna hjá Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fulltrúa Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra sat Sóttvarnarlæknir fundinn auk fulltrúa Umhverfisstofnunar.Loftgæði í byggð: -Upplýsingar um loftgæði í Reykjahlíð, á Egilsstöðum og á Reyðarfirði eru nú aðgengilegar á vefsíðunni loftgæði.is. Dreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að seinnipartinn í dag geti styrkur mælst á bilinu 30-40 µg/m3 á geira sem gæti náð yfir Vopnafjörð, Egilsstaði og Reyðarfjörð. Sá styrkur gefur ekki tilefni til neinna sérstakra ráðstafana. Tilmæli frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna.Loftgæði á gossvæðinu: -Mikið gasstreymi er í og í kringum eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar. Um 80 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þeir stærstu í norðurhluta Báðrarbunguöskjunnar, 5,5 og, 4,9 að stærð. Órói virðist vera svipaður og undanfarna daga. GPS mælingar sýna óverulegar jarðskorpuhreyfingar þannig að kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni.Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu: -Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. -Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. -Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Eldgosin orðin sjö frá upphafi jarðhræringa Tímabært er að vísa til umbrotanna í Vatnajökli á sama hátt og tíðkast hefur um Kröfluelda og Skaftárelda. Þegar hefur eldur verið uppi á sjö stöðum - sem þó er aðeins hluti af mun stærri jarðfræðilegum atburði sem hófst fyrir þremur vikum. 10. september 2014 07:00 Fimmtíu skjálftar í nótt Stærsti skjálftinn varð rétt fyrir klukkan hálfsex við norðanverða Bárðarbungu og var hann um 5.5 stig að stærð. 10. september 2014 07:26 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Eldgosin orðin sjö frá upphafi jarðhræringa Tímabært er að vísa til umbrotanna í Vatnajökli á sama hátt og tíðkast hefur um Kröfluelda og Skaftárelda. Þegar hefur eldur verið uppi á sjö stöðum - sem þó er aðeins hluti af mun stærri jarðfræðilegum atburði sem hófst fyrir þremur vikum. 10. september 2014 07:00
Fimmtíu skjálftar í nótt Stærsti skjálftinn varð rétt fyrir klukkan hálfsex við norðanverða Bárðarbungu og var hann um 5.5 stig að stærð. 10. september 2014 07:26