Segir frumvarpið boða nýjar og harðari áherslur Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2014 15:48 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. visir/styrmir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, er meðal þeirra sem eru ekki hrifnir af því sem birtist fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í gær en þar koma fram helstu áherslur stjórnarinnar fyrir næsta ár. „Hér er augljóslega á ferðinni frumvarp sem boðar nýjar og harðari áherslur. Litla manninum og þeim sem minna mega sín er hér hreinlega ýtt til hliðar m.a. með niðurskurði til Vinnumálastofnunar og ekki síst með hækkunum á virðisaukaskatti á mat- og nauðsynjavöru,“ segir Árni Stefán Jónsson í tilkynningu frá SFR. Árni segir breytingar á virðisaukakerfinu í þá veru að hækka lægra þrepið úr 7% í 12% vera alvarleg tíðindi. „Þetta þýðir umtalsverða hækkun á matvöru og nauðsynjavörum. Lækkun efra þrepsins um rúmt % nær ekki að jafna það og heldur ekki lækkun á vörugjaldi. Mér sýnist forgangsröðin minna óþægilega mikið á árin á undan hruninu. Nauðsynjar hækka umtalsvert og það sem í raun gerist er að þeir efnaminnstu borga meira en lækkun á ísskápum og hljómflutningsgræjum kemur þeim ekki til góða. Þessar áherslur eru sannarlega ekki vænlegar sem innlegg inn í næstu kjarasamningsviðræður, en eins og fólk man þá eru flest félög með stutta samninga sem verða lausir snemma næsta vor.“ „Þá veldur niðurskurður á fjármunum til stofnana okkur einnig áhyggjum,“ segir Árni. Hann segir augljóst að miðað við þetta fjárlagafrumvarp megi búast við þó nokkrum uppsögnum hjá Umboðsmanni skuldara, Sérstökum saksóknara og Vinnumálastofnum. „Við vissum að einhver niðurskurður yrði í ljósi verkefnastöðu en þetta er stærra en við áttum von á. Þá undrar það mig að Skattrannsóknarstjóri skuli einnig vera í þessum hópi, en þar virðist eiga að skera mikið niður. Þetta finnst mér undarlegt í ljósi umræðu um skattsvik og undanskot og þær áherslur undanfarinna missera að reyna að ná sem best utan um þau mál.“ Að lokum segir Árni það með ólíkindum að enn og aftur skuli lagt fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi er gerð tilraun til þess að greiða niður skuldir ríkisins til ríkisstarfsmanna. „Þetta verður að teljast forkastanlegt að ríkið víki sér undan ábyrgð sinni á skuldbindingum sínum til lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna með þessum hætti.“ Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, er meðal þeirra sem eru ekki hrifnir af því sem birtist fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í gær en þar koma fram helstu áherslur stjórnarinnar fyrir næsta ár. „Hér er augljóslega á ferðinni frumvarp sem boðar nýjar og harðari áherslur. Litla manninum og þeim sem minna mega sín er hér hreinlega ýtt til hliðar m.a. með niðurskurði til Vinnumálastofnunar og ekki síst með hækkunum á virðisaukaskatti á mat- og nauðsynjavöru,“ segir Árni Stefán Jónsson í tilkynningu frá SFR. Árni segir breytingar á virðisaukakerfinu í þá veru að hækka lægra þrepið úr 7% í 12% vera alvarleg tíðindi. „Þetta þýðir umtalsverða hækkun á matvöru og nauðsynjavörum. Lækkun efra þrepsins um rúmt % nær ekki að jafna það og heldur ekki lækkun á vörugjaldi. Mér sýnist forgangsröðin minna óþægilega mikið á árin á undan hruninu. Nauðsynjar hækka umtalsvert og það sem í raun gerist er að þeir efnaminnstu borga meira en lækkun á ísskápum og hljómflutningsgræjum kemur þeim ekki til góða. Þessar áherslur eru sannarlega ekki vænlegar sem innlegg inn í næstu kjarasamningsviðræður, en eins og fólk man þá eru flest félög með stutta samninga sem verða lausir snemma næsta vor.“ „Þá veldur niðurskurður á fjármunum til stofnana okkur einnig áhyggjum,“ segir Árni. Hann segir augljóst að miðað við þetta fjárlagafrumvarp megi búast við þó nokkrum uppsögnum hjá Umboðsmanni skuldara, Sérstökum saksóknara og Vinnumálastofnum. „Við vissum að einhver niðurskurður yrði í ljósi verkefnastöðu en þetta er stærra en við áttum von á. Þá undrar það mig að Skattrannsóknarstjóri skuli einnig vera í þessum hópi, en þar virðist eiga að skera mikið niður. Þetta finnst mér undarlegt í ljósi umræðu um skattsvik og undanskot og þær áherslur undanfarinna missera að reyna að ná sem best utan um þau mál.“ Að lokum segir Árni það með ólíkindum að enn og aftur skuli lagt fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi er gerð tilraun til þess að greiða niður skuldir ríkisins til ríkisstarfsmanna. „Þetta verður að teljast forkastanlegt að ríkið víki sér undan ábyrgð sinni á skuldbindingum sínum til lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna með þessum hætti.“
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira