Svipmynd Markaðarins: Starfaði hjá AGS í Washington D.C. Haraldur Guðmundsson skrifar 13. september 2014 09:00 Lilja skokkar mikið og hlustar þá oft á hljómsveitina Quarashi sem er að hennar sögn í miklu uppáhaldi. Vísir/GVA „Síðustu daga hef ég verið að setja mig inn í ný verkefni og hlutverk mitt hér í ráðuneytinu er að samræma og fylgja eftir þeim verkefnum sem tengjast samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Lilja var á dögunum ráðin tímabundið til ráðuneytisins en hún hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001. Þar hefur hún starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu bankastjóra og alþjóðasamskipta. „Ég var þar með matsfyrirtækin, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og fjárfestingatengsl, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Lilja. Hún starfaði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington D.C. frá 2010 til 2012 sem fulltrúi Íslands á skrifstofu sjóðsins sem fer með málefni kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Það var mjög góður tími enda borgin frábær og með athyglisverða sögu og söfn. Ég var þar einmitt þegar Ísland var að vinna að sinni efnahagsáætlun í samstarfi við AGS. Það er staða sem fæst ríki vilja vera í en þetta var hins vegar mjög áhugavert að koma að þessu og einnig að sjá þegar önnur ríki eins Írland og Grikkland komu inn í hópinn.“Lilja hlustar á strákana í Quarashi þegar hún skokkar.Vísir/Daníel RúnarssonLilja er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði frá Columbia University en hún fór þangað sem Fullbright-styrkþegi. Einnig lauk hún BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. „Þetta er mjög góð blanda fyrir bæði Seðlabankann og það sem ég er að gera núna. Svo var ég einnig skiptinemi við Minnesota-háskóla og háskóla í Suður-Kóreu þar sem ég lærði um austur-asísk stjórnmál,“ segir Lilja. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu. Þau eiga tvö börn, Eystein Alfreð, sjö ára, og Signýju Steinþóru, fimm ára. Lilja nefnir fjölskylduna þegar hún er spurð um áhugamál en einnig skokk og stangveiði. Fimleikar koma einnig til tals og sú staðreynd að Lilja þjálfaði fimleika síðasta vetur. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa bækur. Ég var einmitt að klára bókina Flash Boys eftir Michael Lewis sem fjallar um verðbréfaviðskipti á Wall Street.“ Lilja segist spennt fyrir komandi vetri og þeim verkefnum sem hún mun þurfa að takast á við í nýju starfi. „Það eru mörg spennandi verkefni framundan. Stóra málið varðar þrotabú gömlu bankanna og það er athyglisvert mál enda margt undir eins og afnám fjármagnshaftanna.“Perla Ösp ÁsgeirsdóttirPerla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri áhættustýringar Landsbankans „Ég var svo lánsöm að kynnast Lilju fyrir níu árum þegar við unnum hjá Seðlabankanum. Strax varð mér ljóst að þar færi kona sem vert væri að þekkja, bæði rökviss, sanngjörn og vinnur af miklum heilindum að öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir Perla. Þessir eiginleikar hennar afli henni trausts og virðingar hjá vinum og samstarfsmönnum. „Við höfum átt gott samstarf frá upphafi, þó að við séum ekki alltaf á sama máli. Lilja er traustur vinur sem gott er að leita ráða hjá, bæði á faglegum sem og á persónulegum nótum. Hún er höfðingi heim að sækja og leggur mikla rækt við fjölskyldu sína og vini.“Sigurður Hannesson.Vísir/ValliSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka „Það er ákaflega gott að vinna með Lilju en við unnum saman í nefnd um Leiðréttinguna,“ segir Sigurður. „Hún er fljót að lesa aðstæður og sýnir mikið frumkvæði í því að bregðast við svo allt fari á besta veg. Lilja hugsar í lausnum og býr yfir mikilli þrautseigju þannig að tilætluð markmið nást,“ segir Sigurður. Lítil saga fangi þessa góðu kosti Lilju, þrautseigju, frumkvæði og það að vera lausnamiðuð. „Þegar dóttir hennar komst ekki að í fimleikatíma sökum þess að það vantaði fleiri þjálfara var lausnin innan seilingar. Lilja, sem sjálf lagði stund á fimleika á sínum yngri árum, tók að sér þjálfun fyrir fimleikafélagið og þar með komst stúlkan að hjá félaginu auk þess sem fjöldi annarra stúlkna fékk tækifæri til iðkunar íþróttarinnar.“ Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
„Síðustu daga hef ég verið að setja mig inn í ný verkefni og hlutverk mitt hér í ráðuneytinu er að samræma og fylgja eftir þeim verkefnum sem tengjast samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Lilja var á dögunum ráðin tímabundið til ráðuneytisins en hún hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001. Þar hefur hún starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu bankastjóra og alþjóðasamskipta. „Ég var þar með matsfyrirtækin, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og fjárfestingatengsl, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Lilja. Hún starfaði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington D.C. frá 2010 til 2012 sem fulltrúi Íslands á skrifstofu sjóðsins sem fer með málefni kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Það var mjög góður tími enda borgin frábær og með athyglisverða sögu og söfn. Ég var þar einmitt þegar Ísland var að vinna að sinni efnahagsáætlun í samstarfi við AGS. Það er staða sem fæst ríki vilja vera í en þetta var hins vegar mjög áhugavert að koma að þessu og einnig að sjá þegar önnur ríki eins Írland og Grikkland komu inn í hópinn.“Lilja hlustar á strákana í Quarashi þegar hún skokkar.Vísir/Daníel RúnarssonLilja er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði frá Columbia University en hún fór þangað sem Fullbright-styrkþegi. Einnig lauk hún BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. „Þetta er mjög góð blanda fyrir bæði Seðlabankann og það sem ég er að gera núna. Svo var ég einnig skiptinemi við Minnesota-háskóla og háskóla í Suður-Kóreu þar sem ég lærði um austur-asísk stjórnmál,“ segir Lilja. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu. Þau eiga tvö börn, Eystein Alfreð, sjö ára, og Signýju Steinþóru, fimm ára. Lilja nefnir fjölskylduna þegar hún er spurð um áhugamál en einnig skokk og stangveiði. Fimleikar koma einnig til tals og sú staðreynd að Lilja þjálfaði fimleika síðasta vetur. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa bækur. Ég var einmitt að klára bókina Flash Boys eftir Michael Lewis sem fjallar um verðbréfaviðskipti á Wall Street.“ Lilja segist spennt fyrir komandi vetri og þeim verkefnum sem hún mun þurfa að takast á við í nýju starfi. „Það eru mörg spennandi verkefni framundan. Stóra málið varðar þrotabú gömlu bankanna og það er athyglisvert mál enda margt undir eins og afnám fjármagnshaftanna.“Perla Ösp ÁsgeirsdóttirPerla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri áhættustýringar Landsbankans „Ég var svo lánsöm að kynnast Lilju fyrir níu árum þegar við unnum hjá Seðlabankanum. Strax varð mér ljóst að þar færi kona sem vert væri að þekkja, bæði rökviss, sanngjörn og vinnur af miklum heilindum að öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir Perla. Þessir eiginleikar hennar afli henni trausts og virðingar hjá vinum og samstarfsmönnum. „Við höfum átt gott samstarf frá upphafi, þó að við séum ekki alltaf á sama máli. Lilja er traustur vinur sem gott er að leita ráða hjá, bæði á faglegum sem og á persónulegum nótum. Hún er höfðingi heim að sækja og leggur mikla rækt við fjölskyldu sína og vini.“Sigurður Hannesson.Vísir/ValliSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka „Það er ákaflega gott að vinna með Lilju en við unnum saman í nefnd um Leiðréttinguna,“ segir Sigurður. „Hún er fljót að lesa aðstæður og sýnir mikið frumkvæði í því að bregðast við svo allt fari á besta veg. Lilja hugsar í lausnum og býr yfir mikilli þrautseigju þannig að tilætluð markmið nást,“ segir Sigurður. Lítil saga fangi þessa góðu kosti Lilju, þrautseigju, frumkvæði og það að vera lausnamiðuð. „Þegar dóttir hennar komst ekki að í fimleikatíma sökum þess að það vantaði fleiri þjálfara var lausnin innan seilingar. Lilja, sem sjálf lagði stund á fimleika á sínum yngri árum, tók að sér þjálfun fyrir fimleikafélagið og þar með komst stúlkan að hjá félaginu auk þess sem fjöldi annarra stúlkna fékk tækifæri til iðkunar íþróttarinnar.“
Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira