Svipmynd Markaðarins: Starfaði hjá AGS í Washington D.C. Haraldur Guðmundsson skrifar 13. september 2014 09:00 Lilja skokkar mikið og hlustar þá oft á hljómsveitina Quarashi sem er að hennar sögn í miklu uppáhaldi. Vísir/GVA „Síðustu daga hef ég verið að setja mig inn í ný verkefni og hlutverk mitt hér í ráðuneytinu er að samræma og fylgja eftir þeim verkefnum sem tengjast samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Lilja var á dögunum ráðin tímabundið til ráðuneytisins en hún hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001. Þar hefur hún starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu bankastjóra og alþjóðasamskipta. „Ég var þar með matsfyrirtækin, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og fjárfestingatengsl, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Lilja. Hún starfaði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington D.C. frá 2010 til 2012 sem fulltrúi Íslands á skrifstofu sjóðsins sem fer með málefni kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Það var mjög góður tími enda borgin frábær og með athyglisverða sögu og söfn. Ég var þar einmitt þegar Ísland var að vinna að sinni efnahagsáætlun í samstarfi við AGS. Það er staða sem fæst ríki vilja vera í en þetta var hins vegar mjög áhugavert að koma að þessu og einnig að sjá þegar önnur ríki eins Írland og Grikkland komu inn í hópinn.“Lilja hlustar á strákana í Quarashi þegar hún skokkar.Vísir/Daníel RúnarssonLilja er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði frá Columbia University en hún fór þangað sem Fullbright-styrkþegi. Einnig lauk hún BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. „Þetta er mjög góð blanda fyrir bæði Seðlabankann og það sem ég er að gera núna. Svo var ég einnig skiptinemi við Minnesota-háskóla og háskóla í Suður-Kóreu þar sem ég lærði um austur-asísk stjórnmál,“ segir Lilja. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu. Þau eiga tvö börn, Eystein Alfreð, sjö ára, og Signýju Steinþóru, fimm ára. Lilja nefnir fjölskylduna þegar hún er spurð um áhugamál en einnig skokk og stangveiði. Fimleikar koma einnig til tals og sú staðreynd að Lilja þjálfaði fimleika síðasta vetur. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa bækur. Ég var einmitt að klára bókina Flash Boys eftir Michael Lewis sem fjallar um verðbréfaviðskipti á Wall Street.“ Lilja segist spennt fyrir komandi vetri og þeim verkefnum sem hún mun þurfa að takast á við í nýju starfi. „Það eru mörg spennandi verkefni framundan. Stóra málið varðar þrotabú gömlu bankanna og það er athyglisvert mál enda margt undir eins og afnám fjármagnshaftanna.“Perla Ösp ÁsgeirsdóttirPerla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri áhættustýringar Landsbankans „Ég var svo lánsöm að kynnast Lilju fyrir níu árum þegar við unnum hjá Seðlabankanum. Strax varð mér ljóst að þar færi kona sem vert væri að þekkja, bæði rökviss, sanngjörn og vinnur af miklum heilindum að öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir Perla. Þessir eiginleikar hennar afli henni trausts og virðingar hjá vinum og samstarfsmönnum. „Við höfum átt gott samstarf frá upphafi, þó að við séum ekki alltaf á sama máli. Lilja er traustur vinur sem gott er að leita ráða hjá, bæði á faglegum sem og á persónulegum nótum. Hún er höfðingi heim að sækja og leggur mikla rækt við fjölskyldu sína og vini.“Sigurður Hannesson.Vísir/ValliSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka „Það er ákaflega gott að vinna með Lilju en við unnum saman í nefnd um Leiðréttinguna,“ segir Sigurður. „Hún er fljót að lesa aðstæður og sýnir mikið frumkvæði í því að bregðast við svo allt fari á besta veg. Lilja hugsar í lausnum og býr yfir mikilli þrautseigju þannig að tilætluð markmið nást,“ segir Sigurður. Lítil saga fangi þessa góðu kosti Lilju, þrautseigju, frumkvæði og það að vera lausnamiðuð. „Þegar dóttir hennar komst ekki að í fimleikatíma sökum þess að það vantaði fleiri þjálfara var lausnin innan seilingar. Lilja, sem sjálf lagði stund á fimleika á sínum yngri árum, tók að sér þjálfun fyrir fimleikafélagið og þar með komst stúlkan að hjá félaginu auk þess sem fjöldi annarra stúlkna fékk tækifæri til iðkunar íþróttarinnar.“ Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
„Síðustu daga hef ég verið að setja mig inn í ný verkefni og hlutverk mitt hér í ráðuneytinu er að samræma og fylgja eftir þeim verkefnum sem tengjast samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Lilja var á dögunum ráðin tímabundið til ráðuneytisins en hún hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001. Þar hefur hún starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu bankastjóra og alþjóðasamskipta. „Ég var þar með matsfyrirtækin, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og fjárfestingatengsl, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Lilja. Hún starfaði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington D.C. frá 2010 til 2012 sem fulltrúi Íslands á skrifstofu sjóðsins sem fer með málefni kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Það var mjög góður tími enda borgin frábær og með athyglisverða sögu og söfn. Ég var þar einmitt þegar Ísland var að vinna að sinni efnahagsáætlun í samstarfi við AGS. Það er staða sem fæst ríki vilja vera í en þetta var hins vegar mjög áhugavert að koma að þessu og einnig að sjá þegar önnur ríki eins Írland og Grikkland komu inn í hópinn.“Lilja hlustar á strákana í Quarashi þegar hún skokkar.Vísir/Daníel RúnarssonLilja er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði frá Columbia University en hún fór þangað sem Fullbright-styrkþegi. Einnig lauk hún BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. „Þetta er mjög góð blanda fyrir bæði Seðlabankann og það sem ég er að gera núna. Svo var ég einnig skiptinemi við Minnesota-háskóla og háskóla í Suður-Kóreu þar sem ég lærði um austur-asísk stjórnmál,“ segir Lilja. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu. Þau eiga tvö börn, Eystein Alfreð, sjö ára, og Signýju Steinþóru, fimm ára. Lilja nefnir fjölskylduna þegar hún er spurð um áhugamál en einnig skokk og stangveiði. Fimleikar koma einnig til tals og sú staðreynd að Lilja þjálfaði fimleika síðasta vetur. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa bækur. Ég var einmitt að klára bókina Flash Boys eftir Michael Lewis sem fjallar um verðbréfaviðskipti á Wall Street.“ Lilja segist spennt fyrir komandi vetri og þeim verkefnum sem hún mun þurfa að takast á við í nýju starfi. „Það eru mörg spennandi verkefni framundan. Stóra málið varðar þrotabú gömlu bankanna og það er athyglisvert mál enda margt undir eins og afnám fjármagnshaftanna.“Perla Ösp ÁsgeirsdóttirPerla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri áhættustýringar Landsbankans „Ég var svo lánsöm að kynnast Lilju fyrir níu árum þegar við unnum hjá Seðlabankanum. Strax varð mér ljóst að þar færi kona sem vert væri að þekkja, bæði rökviss, sanngjörn og vinnur af miklum heilindum að öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir Perla. Þessir eiginleikar hennar afli henni trausts og virðingar hjá vinum og samstarfsmönnum. „Við höfum átt gott samstarf frá upphafi, þó að við séum ekki alltaf á sama máli. Lilja er traustur vinur sem gott er að leita ráða hjá, bæði á faglegum sem og á persónulegum nótum. Hún er höfðingi heim að sækja og leggur mikla rækt við fjölskyldu sína og vini.“Sigurður Hannesson.Vísir/ValliSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka „Það er ákaflega gott að vinna með Lilju en við unnum saman í nefnd um Leiðréttinguna,“ segir Sigurður. „Hún er fljót að lesa aðstæður og sýnir mikið frumkvæði í því að bregðast við svo allt fari á besta veg. Lilja hugsar í lausnum og býr yfir mikilli þrautseigju þannig að tilætluð markmið nást,“ segir Sigurður. Lítil saga fangi þessa góðu kosti Lilju, þrautseigju, frumkvæði og það að vera lausnamiðuð. „Þegar dóttir hennar komst ekki að í fimleikatíma sökum þess að það vantaði fleiri þjálfara var lausnin innan seilingar. Lilja, sem sjálf lagði stund á fimleika á sínum yngri árum, tók að sér þjálfun fyrir fimleikafélagið og þar með komst stúlkan að hjá félaginu auk þess sem fjöldi annarra stúlkna fékk tækifæri til iðkunar íþróttarinnar.“
Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira