Ríkisstjórnin setur sjálf fyrirvara við áhrif skattabreytinganna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. september 2014 11:02 Bjarni kynnti breytingar á virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Vísir / GVA Ríkisstjórnin setur fyrirvara við að verðlag muni raunverulega lækka við breytingar á efra virðisaukaskattsþrepinu úr 25,5 í 24 prósentustig. Í frumvarpinu segir að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum muni óhjákvæmilega hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, og þar með verðtryggð lán, og telja stjórnvöld föt, snyrtivörur, lyf, heimilistæki og húsgögn muni lækka um 1,2 prósent. „Þann fyrirvara þarf að hafa á matinu að hér er miðað við að áhrifin skili sér að fullu í breyttu smásöluverði,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þær forsendur hafa í gegnum tíðina ekki alltaf staðist. Til að mynda var það gagnrýnt þegar virðisaukaskattur á matvæli lækkaði síðast að lækkunin skilaði sér seint og illa til neytenda. Til stendur að ræða sérstaklega um breytingar á lægra virðisaukaskattskerfinu. Fjölmargir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, hafa lýst yfir andstöðu sinni við hækkun skatts á matvæli. Litlar umræður hafa þó verið á milli flokka enn sem komið er um hvað nákvæmlega eigi að gera, hvort að hætta eigi við hækkunina eða ráðast í aðrar mótvægisaðgerðir. Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Ríkisstjórnin setur fyrirvara við að verðlag muni raunverulega lækka við breytingar á efra virðisaukaskattsþrepinu úr 25,5 í 24 prósentustig. Í frumvarpinu segir að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum muni óhjákvæmilega hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, og þar með verðtryggð lán, og telja stjórnvöld föt, snyrtivörur, lyf, heimilistæki og húsgögn muni lækka um 1,2 prósent. „Þann fyrirvara þarf að hafa á matinu að hér er miðað við að áhrifin skili sér að fullu í breyttu smásöluverði,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þær forsendur hafa í gegnum tíðina ekki alltaf staðist. Til að mynda var það gagnrýnt þegar virðisaukaskattur á matvæli lækkaði síðast að lækkunin skilaði sér seint og illa til neytenda. Til stendur að ræða sérstaklega um breytingar á lægra virðisaukaskattskerfinu. Fjölmargir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, hafa lýst yfir andstöðu sinni við hækkun skatts á matvæli. Litlar umræður hafa þó verið á milli flokka enn sem komið er um hvað nákvæmlega eigi að gera, hvort að hætta eigi við hækkunina eða ráðast í aðrar mótvægisaðgerðir.
Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00
Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00
Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01
Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48