Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Linda Blöndal skrifar 14. september 2014 13:25 Sólveig Rán er ritari Morfís. Til vinstri er sigurlið Verzló í keppninni árið 2013. Mynd/Stjórn Morfís/Sólveig Rán Stefánsdóttir „Við viljum koma í veg fyrir kvenfyrirlitningu, klámkjaft og annað slíkt sem á engan veginn heima í ræðukeppni framhaldsskóla,“ segir í tilkynningu frá nýrri stjórn Morfís sem hefur gert breytingar á starfsháttum og venjum ræðukeppninnar. Breytingarnar sem Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, munu taka eru tilkomnar vegna mála sem hafa komið upp í keppninni þar sem „orðspor MORFÍS bar skaða af,“ eins og segir í tilkynningu. Sett hefur verið í lög keppninnar að hægt er að vísa frá bæði keppendum og þjálfurum sem sýna óæskilega hegðun í keppni eða við undirbúning þeirra, komi kæra til stjórnar. „Eftir seinasta keppnisár fundum við okkur knúin til að setja þetta sérstaklega í lög,“ segir Sólveig Rán Stefánsdóttir, ritari í stjórn Morfís. „Þannig getum við tekið strax á þessum málum og fólk sjái að þetta er ekki í boði. Við erum þá aðallega að vísa til atviks í keppni MÍ og MA nú í vor, en það hafa verið fleiri tilvik sem hafa ekki verið tilkynnt.“Greint var frá því á sínum tíma að liðsmenn Menntaskólans á Ísafirði voru ásakaðir um grófa kvenfyrirlitni í garð keppenda Menntaskólans á Akureyri. Sólveig segir að þessum breytingum sé vel tekið. Markmiðið með þeim sé að reisa orðspor keppninnar við og liður í því er einnig að taka á óstundvísi. „Það hefur verið þannig að keppnir hafa verið að hefjast hálftíma eftir settan tíma og það þykir orðið eðlilegt,“ segir Sólveig. „Það þykir líka eðlilegt að dómarar mæti kortéri of seint og keppendur jafnvel ekki mættir þegar keppni á að hefjast. Þetta er náttúrulega ekki boðlegt keppendum og skólanum sem eru að hýsa keppnirnar.“ Þá má nefna að fyrsta sinn í um áratug er kvenkyns formaður og kynjahlutföllin jöfn miðað við keppendur. Þá eru í fyrsta skiptið tveir fulltrúar úr landsbyggðarskólum í stjórn Morfís. Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
„Við viljum koma í veg fyrir kvenfyrirlitningu, klámkjaft og annað slíkt sem á engan veginn heima í ræðukeppni framhaldsskóla,“ segir í tilkynningu frá nýrri stjórn Morfís sem hefur gert breytingar á starfsháttum og venjum ræðukeppninnar. Breytingarnar sem Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, munu taka eru tilkomnar vegna mála sem hafa komið upp í keppninni þar sem „orðspor MORFÍS bar skaða af,“ eins og segir í tilkynningu. Sett hefur verið í lög keppninnar að hægt er að vísa frá bæði keppendum og þjálfurum sem sýna óæskilega hegðun í keppni eða við undirbúning þeirra, komi kæra til stjórnar. „Eftir seinasta keppnisár fundum við okkur knúin til að setja þetta sérstaklega í lög,“ segir Sólveig Rán Stefánsdóttir, ritari í stjórn Morfís. „Þannig getum við tekið strax á þessum málum og fólk sjái að þetta er ekki í boði. Við erum þá aðallega að vísa til atviks í keppni MÍ og MA nú í vor, en það hafa verið fleiri tilvik sem hafa ekki verið tilkynnt.“Greint var frá því á sínum tíma að liðsmenn Menntaskólans á Ísafirði voru ásakaðir um grófa kvenfyrirlitni í garð keppenda Menntaskólans á Akureyri. Sólveig segir að þessum breytingum sé vel tekið. Markmiðið með þeim sé að reisa orðspor keppninnar við og liður í því er einnig að taka á óstundvísi. „Það hefur verið þannig að keppnir hafa verið að hefjast hálftíma eftir settan tíma og það þykir orðið eðlilegt,“ segir Sólveig. „Það þykir líka eðlilegt að dómarar mæti kortéri of seint og keppendur jafnvel ekki mættir þegar keppni á að hefjast. Þetta er náttúrulega ekki boðlegt keppendum og skólanum sem eru að hýsa keppnirnar.“ Þá má nefna að fyrsta sinn í um áratug er kvenkyns formaður og kynjahlutföllin jöfn miðað við keppendur. Þá eru í fyrsta skiptið tveir fulltrúar úr landsbyggðarskólum í stjórn Morfís.
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira