Öskjuhrun í Bárðarbungu er möguleiki Svavar Hávarðsson skrifar 16. september 2014 07:00 Brennisteinsmengun frá gosinu gerir fólki lífið leitt á Norður- og Austurlandi. Mengunin er margföld við það sem áður þekktist. Fréttablaðið/Egill Þrátt fyrir að eldgosið í Holuhrauni sé í rénun er ekkert sem bendir til þess að það eigi að öðru leyti við um jarðhræringar í og við Vatnajökul. Þvert á móti má búast við að sprungan í Holuhrauni opnist fljótlega aftur, eða að eldvirkni hefjist á öðrum stað. Sigið í Bárðarbungu gæti án fyrirvara orðið margfalt meira en það er í dag. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, segir það miklu líklegra en hitt, að umbrotin muni halda áfram í einhvern tíma eftir að Holuhraunsgosið lognast út af, sem virðist aðeins dagaspursmál. „Hvar gýs þá, næst ganginum, er ekki hægt að segja til um. Haldi óróleikinn í Bárðarbungu áfram og til dæmis sig í öskjunni getur þar komið upp gos en engin leið til að segja hvar, eða hvenær eða hversu stórt,“ segir Ari Trausti sem útskýrir að þegar „litið er til gangsins, stærðar hans og kvikumagns, til þess hve hraustlegt hraunrennslið hefur verið í Holuhrauni og loks til látanna í Bárðarbungu, er líklegra en ekki að umbrothrinunni ljúki ekki þegar það slokknar á þeim gígum sem nú eru virkir.“ Undir þetta sjónarmið tekur Ágúst Guðmundsson, prófessors við jarðvísindadeild Lundúnaháskóla. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni varðandi framhaldið. Ef sigið tengist beint grunnstæða kvikuhólfinu undir Bárðarbungu þá getur það varla haldið áfram miklu lengur án þess að raunverulegt öskjusig verði. Með því á ég við snögga færslu um nokkur hundruð metra á hringsprungu Bárðarbungu. Slíkar færslur er það sem við eigum venjulega við með öskjusigi, sem mætti ef til vill betur kalla öskjuhrun sem er svo sannarlega enn inni í myndinni,“ segir Ágúst sem bætir við að slíkt öskjuhrun, þótt það yrði nokkur hundruð metrar, myndi ekki endilega leiða af sér stórt gos. Ágúst segir að hrun öskjunnar gæti ýtt út kviku frá hólfinu út í bergganginn, og aukið þrýsting í honum. Slíkt gæti leitt til meiri krafts í gosinu norðan við Dyngjujökul, en gæti allt eins leitt til þess að nýjar gossprungur myndu opnast. „Allar breytingar í stærð og kvikuþrýstingi inni í meginganginum breyta spennusviðinu á stóru svæði kringum hann, einkum að því er varðar spennusöfnun eða mögnun við eldfjöll í grenndinni með ófyrirsjáanlegum atburðum,“ segir Ágúst. Bárðarbunga Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þrátt fyrir að eldgosið í Holuhrauni sé í rénun er ekkert sem bendir til þess að það eigi að öðru leyti við um jarðhræringar í og við Vatnajökul. Þvert á móti má búast við að sprungan í Holuhrauni opnist fljótlega aftur, eða að eldvirkni hefjist á öðrum stað. Sigið í Bárðarbungu gæti án fyrirvara orðið margfalt meira en það er í dag. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, segir það miklu líklegra en hitt, að umbrotin muni halda áfram í einhvern tíma eftir að Holuhraunsgosið lognast út af, sem virðist aðeins dagaspursmál. „Hvar gýs þá, næst ganginum, er ekki hægt að segja til um. Haldi óróleikinn í Bárðarbungu áfram og til dæmis sig í öskjunni getur þar komið upp gos en engin leið til að segja hvar, eða hvenær eða hversu stórt,“ segir Ari Trausti sem útskýrir að þegar „litið er til gangsins, stærðar hans og kvikumagns, til þess hve hraustlegt hraunrennslið hefur verið í Holuhrauni og loks til látanna í Bárðarbungu, er líklegra en ekki að umbrothrinunni ljúki ekki þegar það slokknar á þeim gígum sem nú eru virkir.“ Undir þetta sjónarmið tekur Ágúst Guðmundsson, prófessors við jarðvísindadeild Lundúnaháskóla. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni varðandi framhaldið. Ef sigið tengist beint grunnstæða kvikuhólfinu undir Bárðarbungu þá getur það varla haldið áfram miklu lengur án þess að raunverulegt öskjusig verði. Með því á ég við snögga færslu um nokkur hundruð metra á hringsprungu Bárðarbungu. Slíkar færslur er það sem við eigum venjulega við með öskjusigi, sem mætti ef til vill betur kalla öskjuhrun sem er svo sannarlega enn inni í myndinni,“ segir Ágúst sem bætir við að slíkt öskjuhrun, þótt það yrði nokkur hundruð metrar, myndi ekki endilega leiða af sér stórt gos. Ágúst segir að hrun öskjunnar gæti ýtt út kviku frá hólfinu út í bergganginn, og aukið þrýsting í honum. Slíkt gæti leitt til meiri krafts í gosinu norðan við Dyngjujökul, en gæti allt eins leitt til þess að nýjar gossprungur myndu opnast. „Allar breytingar í stærð og kvikuþrýstingi inni í meginganginum breyta spennusviðinu á stóru svæði kringum hann, einkum að því er varðar spennusöfnun eða mögnun við eldfjöll í grenndinni með ófyrirsjáanlegum atburðum,“ segir Ágúst.
Bárðarbunga Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira