Reikna má með því að mengun í formi brennisteinstvíildis (SO2) berist vestur yfir Hofsjökul og norður að Skagafirði. Á morgun er svo búist við að mengunarsvæðið nái yfir miðhálendið vestan og suðvestan gosstöðvanna. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði.
Að ofan má sjá svæðið þar sem líkur eru á gasmengunu í dag en að neðan spásvæðið fyrir morgundaginn. Spáin gildir til miðnættis á morgun, fimmtudag.
![](https://www.visir.is/i/71216DA2AF13159B200140E376D1FB47C3F50A57C03DD72E92664D814353C939_713x0.jpg)