Facebook-fjárfestir sakar stjórn Twitter um að reykja gras Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. september 2014 16:53 Orð Thiel hafa vakið athygli. Orð fjárfestisins Peter Thiel um stjórnendur samskiptamiðilsins Twitter hafa vakið athygli. Thiel, sem var fyrstur til þess að leggja fé í Facebook, sagði í viðtali á CNBC að svo virtist sem stjórnendur Twitter reyktu mikið gras og það bitnaði á gengi fyrirtæksins. „Það er erfitt að meta Twitter. Fyrirtækið er mjög efnilegt en því er hræðilega illa stýrt. Líklega er mikið gras reykt þar. En vörumerkið er svo sterkt að fyrirtækinu gengur vel þrátt fyrir allt,“ sagði Thiel. Bijan Sabet, sem hefur fjárfest í Twitter, svaraði Thiel í tísti og sagði: „Ég hef aldrei hitti Peter, en orð hans eru mjög ljót, kjánaleg og röng.“ Á vef Business Insider kemur fram að annað ársfjórðungsuppgjör Twitter hafi sýnt góða afkomu; verið betra en menn á Wall Street höfðu búist við. Business Insider bendir einnig á að Thiel hafi mjög fastmótaðar hugmyndir um frumkvöðlastarfsemi. Hann telur að of margir fari í háskóla og hefur sagst vilja búa til frjálslynt ríki á palli úti á hafi. Jason Goldman, stjórnarmaður Twitter, notaði einmitt þessar hugmyndir til þess að svara Thiel: „Hversu skakkur varstu þegar þú vildi búa á palli úti á hafi? „Þetta er eins og...nei þetta *er* Vatnaveröld, maður,““ sagði Goldman í gegnum Twitter. Hér að neðan má sjá Thiel á CNBC og heyra orð hans. Hér má svo sjá tístið frá Goldman: Yo but how high were you when you decided to go live on an ocean platform. "No not like. It *is* Waterworld man." pic.twitter.com/rb3DHOfusQ— Jason Goldman (@goldman) September 17, 2014 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Orð fjárfestisins Peter Thiel um stjórnendur samskiptamiðilsins Twitter hafa vakið athygli. Thiel, sem var fyrstur til þess að leggja fé í Facebook, sagði í viðtali á CNBC að svo virtist sem stjórnendur Twitter reyktu mikið gras og það bitnaði á gengi fyrirtæksins. „Það er erfitt að meta Twitter. Fyrirtækið er mjög efnilegt en því er hræðilega illa stýrt. Líklega er mikið gras reykt þar. En vörumerkið er svo sterkt að fyrirtækinu gengur vel þrátt fyrir allt,“ sagði Thiel. Bijan Sabet, sem hefur fjárfest í Twitter, svaraði Thiel í tísti og sagði: „Ég hef aldrei hitti Peter, en orð hans eru mjög ljót, kjánaleg og röng.“ Á vef Business Insider kemur fram að annað ársfjórðungsuppgjör Twitter hafi sýnt góða afkomu; verið betra en menn á Wall Street höfðu búist við. Business Insider bendir einnig á að Thiel hafi mjög fastmótaðar hugmyndir um frumkvöðlastarfsemi. Hann telur að of margir fari í háskóla og hefur sagst vilja búa til frjálslynt ríki á palli úti á hafi. Jason Goldman, stjórnarmaður Twitter, notaði einmitt þessar hugmyndir til þess að svara Thiel: „Hversu skakkur varstu þegar þú vildi búa á palli úti á hafi? „Þetta er eins og...nei þetta *er* Vatnaveröld, maður,““ sagði Goldman í gegnum Twitter. Hér að neðan má sjá Thiel á CNBC og heyra orð hans. Hér má svo sjá tístið frá Goldman: Yo but how high were you when you decided to go live on an ocean platform. "No not like. It *is* Waterworld man." pic.twitter.com/rb3DHOfusQ— Jason Goldman (@goldman) September 17, 2014
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira