Hraunið nú rúmir sex ferkílómetrar Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2014 21:04 Eldgosið heldur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Vísir/Egill „Hraunið þekur nú rúma sex ferkílómetra en þeir voru um fjórir í gær,“ segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur Veðurstofunnar í samtali við Vísi í kvöld. Hann segir flesta skjálftana í dag hafa verið við bergganginn við norðurbrún Dyngjujökuls. „Skjálftunum hefur fækkað og þeir minnkað. Þeir eru orðnir um 450 frá miðnætti. Flestir skjálftarnir eru við bergganginn við Dyngjujökul þó að einhverjir séu líka við Herðubreið.“ Gunnar segir að hraunið eigi enn töluverða leið að Jökulsánni, og eru nú um fimm eða sex kílómetrar að meginkvíslinni. „Það eru þó minni kvíslir á leiðinni. Þegar hraunið fer í vatn er líklegra að verði meiri sprengingar. Það tekur hins vegar tíma fyrir hraunið að komast að jökulsánni. Það fer eftir magninu. Ef gosið verður marga daga má alveg búast við að hraunið nái þangað.“ Gunnar segir að mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hafi sýnt að frá klukkan tvö í dag hafi hraunið verið að hlaðast upp við jaðra hraunsins, frekar en að breiðast út. Það hefur því þykknað.“ Eldgosið heldur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Í tilkynningu frá Veðurstofunni frá því fyrr í dag segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Bárðarbunga Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
„Hraunið þekur nú rúma sex ferkílómetra en þeir voru um fjórir í gær,“ segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur Veðurstofunnar í samtali við Vísi í kvöld. Hann segir flesta skjálftana í dag hafa verið við bergganginn við norðurbrún Dyngjujökuls. „Skjálftunum hefur fækkað og þeir minnkað. Þeir eru orðnir um 450 frá miðnætti. Flestir skjálftarnir eru við bergganginn við Dyngjujökul þó að einhverjir séu líka við Herðubreið.“ Gunnar segir að hraunið eigi enn töluverða leið að Jökulsánni, og eru nú um fimm eða sex kílómetrar að meginkvíslinni. „Það eru þó minni kvíslir á leiðinni. Þegar hraunið fer í vatn er líklegra að verði meiri sprengingar. Það tekur hins vegar tíma fyrir hraunið að komast að jökulsánni. Það fer eftir magninu. Ef gosið verður marga daga má alveg búast við að hraunið nái þangað.“ Gunnar segir að mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hafi sýnt að frá klukkan tvö í dag hafi hraunið verið að hlaðast upp við jaðra hraunsins, frekar en að breiðast út. Það hefur því þykknað.“ Eldgosið heldur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Í tilkynningu frá Veðurstofunni frá því fyrr í dag segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.
Bárðarbunga Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira