Watson valdi Mahan, Bradley og Simpson Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. september 2014 11:00 Tom Watson tilkynnti hópinn í beinni útsendingu í gær. vísir/getty Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna í ár, valdi þá HunterMahan, KeeganBradley og WebbSimson með fyrirliðavalréttinum, en hann tilkynnti bandaríska hópinn seint í gærkvöldi. Þeir mæta evrópska liðinu ásamt þeim níu sem fyrir löngu voru búnir að tryggja sitt sæti samkvæmt stigalista bandaríska liðsins. Keegan Bradley er 28 ára og vann PGA-meistaramótið árið 2011. Hann stóð sig mjög vel í Ryder-bikarnum 2011 ásamt Phil Mickelson og vann þrjá leiki áður en hann tapaði fyrir Rory McIlroy á lokadegi. Hunter Mahan er 32 ára, en hann fór langt með að tryggja sér sæti í liðinu þegar hann vann Barclays-meistaramótið í FedEx-bikarnum á dögunum. Þetta er í þriðja skiptið sem hann keppir í Ryder-bikarnum. Webb Simpson er 29 ára gamall, en hann vann opna bandaríska meistaramótið nokkuð óvænt fyrir tveimur árum. Hann vann tvo leiki ásamt BubbaWatson í Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum, en tapaði svo tveimur fyrir IanPoulter.Ryder-lið Bandaríkjanna: Bubba Watson, Rickie Fowler, Jim Furyk, Jimmy Walker, Phil Mickelson, Matt Kuchar, Jordan Spieth, Patrick Reed, Zach Johnson, Keegan Bradley, Webb Simpson og Hunter Mahan.Ryder-bikarinn fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi 26.-28. september og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir McGinley: Erfitt að skilja Donald eftir heima Slakur árangur á tímabilinu hélt einum besta Ryder-bikar kylfingi síðari ára frá keppninni síðar í mánuðinum. 2. september 2014 22:30 McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood fengu þrjú síðustu sætin í lið Evrópu í Ryder-bikarnum. 2. september 2014 12:11 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna í ár, valdi þá HunterMahan, KeeganBradley og WebbSimson með fyrirliðavalréttinum, en hann tilkynnti bandaríska hópinn seint í gærkvöldi. Þeir mæta evrópska liðinu ásamt þeim níu sem fyrir löngu voru búnir að tryggja sitt sæti samkvæmt stigalista bandaríska liðsins. Keegan Bradley er 28 ára og vann PGA-meistaramótið árið 2011. Hann stóð sig mjög vel í Ryder-bikarnum 2011 ásamt Phil Mickelson og vann þrjá leiki áður en hann tapaði fyrir Rory McIlroy á lokadegi. Hunter Mahan er 32 ára, en hann fór langt með að tryggja sér sæti í liðinu þegar hann vann Barclays-meistaramótið í FedEx-bikarnum á dögunum. Þetta er í þriðja skiptið sem hann keppir í Ryder-bikarnum. Webb Simpson er 29 ára gamall, en hann vann opna bandaríska meistaramótið nokkuð óvænt fyrir tveimur árum. Hann vann tvo leiki ásamt BubbaWatson í Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum, en tapaði svo tveimur fyrir IanPoulter.Ryder-lið Bandaríkjanna: Bubba Watson, Rickie Fowler, Jim Furyk, Jimmy Walker, Phil Mickelson, Matt Kuchar, Jordan Spieth, Patrick Reed, Zach Johnson, Keegan Bradley, Webb Simpson og Hunter Mahan.Ryder-bikarinn fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi 26.-28. september og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir McGinley: Erfitt að skilja Donald eftir heima Slakur árangur á tímabilinu hélt einum besta Ryder-bikar kylfingi síðari ára frá keppninni síðar í mánuðinum. 2. september 2014 22:30 McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood fengu þrjú síðustu sætin í lið Evrópu í Ryder-bikarnum. 2. september 2014 12:11 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
McGinley: Erfitt að skilja Donald eftir heima Slakur árangur á tímabilinu hélt einum besta Ryder-bikar kylfingi síðari ára frá keppninni síðar í mánuðinum. 2. september 2014 22:30
McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood fengu þrjú síðustu sætin í lið Evrópu í Ryder-bikarnum. 2. september 2014 12:11