Spáir margra ára hræringum 4. september 2014 10:18 „Þetta á eftir að vara í einhver ár, þessi umbrot, ekki þetta ákveðna eldgos hér. Því lýkur og svo kemur annað og þetta á klárlega eftir að fara inn í jökul,“ saagði Ármann Höskuldsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Þó við stöndum hér og horfum á þetta glæsilega sjónarspil, þá höfum við ekki langan tíma ef hann hleypur þessa síðustu þrjá kílómetra í jökulinn.“ Spurður um stöðu eldgossins síðasta sólarhringinn segir Ármann að það hafi dalað aðeins. Hann sagði hraun hafa hlaupið til úr einum gíg og að líklega væri stíflun í rásinni. Áætlað er að langlengsta hrauntungan úr gosinu sé komin sjö kílómetra frá gossprungunni, til aust-norð-austurs, og skríður hraunið í átt að meginupptakakvíslum Jökulsár á Fjöllum. Gossprungan er á mikilli sléttu milli Vatnajökuls og Öskju, eldurinn er í forgrunni en í bakgrunni eru Kverkfjöllin, með sína tignarlegu kverk, sem og Dyngjujökull, einn af stærri skriðjöklum Vatnajökuls. Hraunið rennur út á svokallaðar Flæður, þar sem álar undan Dyngjujökli kvíslast um, og er það þegar farið að stífla þessi fyrst drög Jökulsár á Fjöllum. Þar þarf að fara sérstaklega varlega um því margar gufusprengingar hafa orðið við þessar aðstæður þar sem vatnið leitar undir þúsund stiga heitt hraunið. Við eldsumbrotin stóðu fjölmiðlamenn og vísindamenn nánast dolfallnir að verða vitni að þessu sjónarspili, að sjá gígana þeyta kvikunni hátt til himins af feiknarlegu afli, að hlusta á drunurnar, og sjá eldárnar flæða ákaft frá eldtjörninni, eins og stórfljót. Bárðarbunga Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
„Þetta á eftir að vara í einhver ár, þessi umbrot, ekki þetta ákveðna eldgos hér. Því lýkur og svo kemur annað og þetta á klárlega eftir að fara inn í jökul,“ saagði Ármann Höskuldsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Þó við stöndum hér og horfum á þetta glæsilega sjónarspil, þá höfum við ekki langan tíma ef hann hleypur þessa síðustu þrjá kílómetra í jökulinn.“ Spurður um stöðu eldgossins síðasta sólarhringinn segir Ármann að það hafi dalað aðeins. Hann sagði hraun hafa hlaupið til úr einum gíg og að líklega væri stíflun í rásinni. Áætlað er að langlengsta hrauntungan úr gosinu sé komin sjö kílómetra frá gossprungunni, til aust-norð-austurs, og skríður hraunið í átt að meginupptakakvíslum Jökulsár á Fjöllum. Gossprungan er á mikilli sléttu milli Vatnajökuls og Öskju, eldurinn er í forgrunni en í bakgrunni eru Kverkfjöllin, með sína tignarlegu kverk, sem og Dyngjujökull, einn af stærri skriðjöklum Vatnajökuls. Hraunið rennur út á svokallaðar Flæður, þar sem álar undan Dyngjujökli kvíslast um, og er það þegar farið að stífla þessi fyrst drög Jökulsár á Fjöllum. Þar þarf að fara sérstaklega varlega um því margar gufusprengingar hafa orðið við þessar aðstæður þar sem vatnið leitar undir þúsund stiga heitt hraunið. Við eldsumbrotin stóðu fjölmiðlamenn og vísindamenn nánast dolfallnir að verða vitni að þessu sjónarspili, að sjá gígana þeyta kvikunni hátt til himins af feiknarlegu afli, að hlusta á drunurnar, og sjá eldárnar flæða ákaft frá eldtjörninni, eins og stórfljót.
Bárðarbunga Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira