Umfjöllun, myndir og viðtöl: KV - ÍA 0-2 | ÍA komið upp í Pepsi-deildina á ný Anton Ingi Leifsson í Laugardalnum skrifar 4. september 2014 15:38 Leikmenn ÍA fagna marki í kvöld vísir/Valli ÍA tryggði sér sæti í Pepsi-deild karla í kvöld með öruggum og þægilegum sigri á KV á Gervigrasvellinum í Laugardal. Lokatölur urðu 0-2 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór á völlinn og smellti myndum af leiknum en myndirnar má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var nánast eign Skagamanna frá fyrstu mínútu en þeir voru sífellt ógnandi með sínum frábæru sóknarmönnum; Garðari Gunnlaugssyni og Hirti Hjartarsyni. Sigurinn var síst of stór, en gestirnir unnu fyrri leikinn uppá Skipaskaga. Það hefur líklega mótiverað lærisveina Gunnlaugs Jónassonar, þjálfara ÍA sem og að Pepsi-deildar sæti var í boði. Það var ekki mikið fjör í leiknum tli að byrja með, en fljótlega tóku gestirnir völdin og fyrsta markið kom eftir 34. mínútur. Þar var aukaspyrnusérfræðingurinn Jón Vilhelm Ákason að verki, en hann skoraði frábært mark úr aukaspyrnu. Smá uppgjöf virtist koma í Vesturbæjarliðið því næsta mark kom tveimur mínútum síðar. Þá skoraði Garðar Bergmann Gunnlaugsson sitt átjánda mark í sumar eftir góða fyrirgjöf frá Darren Lough. 0-2 fyrir Skagamenn í hálfleik og þeir voru heldur betur kátir Skagamennirnir í stúkunni sem voru mættir. Í síðari hálfleik var sigurinn aldrei spurning þó að Vesturbæjarliðið hafi átt nokkur ágæt færi. Skagamenn gáfu þó engin mjög opin færi á sér og sigldu Pepsi-deildar sætinu heim. Með sigrinum hefur ÍA tryggt sér sæti meðal þeirra bestu á næsta ári. Liðið kemur því aftur í Pepsi-deildina eftir eitt ár í fyrstu deildinni, en svona stórt og sögufrægt lið á heima í efstu deild. Það verður líklega eitthvað fagnað á Skaganum næstu vikur. KV er hins vegar nánast fallið úr deildinni, en liðið er í ellefta sæti. Liðið er sex stigum á eftir BÍ/Bolungarvík sem er í tíunda sæti sem á leik inni og KV er með öllu verri markatölu.Garðar fagnar marki sínu.Vísir/ValgarðurGunnlaugur Jónsson: Maður veit aldrei með Hjört „Þetta er stórkostleg tilfinning sérstaklega með klúbbnum sem spilaði megnið af ferlinum með," „Við lögðum þessi markmið upp síðasta haust þegar ég tók við og það er frábært að ná þessum markmiðum." „Það voru ýmsar raddir uppi að þetta lið væri brotið og þessi kjarni sem fór niður með liðið væri ekki nægilega góður til að fara upp. Strákarnir hafa sýnt það í sumar að við erum með frábært liðið og erum vel að þessu komnir." „Við settum þetta stóra markmið á laggirnar og unnum leynt og ljóst að því að búa til liðsheild sem gæti komið liðinu upp. Það tókst," sem efaðist um að Hjörtur myndi spila með ÍA á næstu leiktíð. „Ég efast um það, en maður veit aldrei með hann. Hann er einn af þessum af þessum leikmönnum á Íslandi sem á níu lífi, en við verðum að bíða og láta hann svara því," sagði Gunnlaugur kampakátur í leikslok.Hjörtur útilokar ekki að leika einn leik með ÍA næsta sumar til þess að leika leik númer 100 í úrvalsdeildinni fyrir félagið.Vísir/ValgarðurHjörtur: Vantar einn úrvalsdeildarleik með ÍA í viðbót „Þetta er alltaf skemmtilegt," sagði Hjörtur Hjartason, framherji ÍA, í leikslok. Hjörtur hefur verið iðinn við að fara upp með liðum sínum úr fyrstu deild í efstu deild síðustu ár. „Það er aðeins öðruvísi að þetta sé með ÍA og öðruvísi tilfinning þó að þetta hafi verið mjög gaman með Víkingi, Þrótti og Selfossi. Þetta með Selfoss var kannski það óvæntasta af þessu öllu saman og þetta var alveg dásamlegt." „Þetta er búið að vera upp og niður hjá okkur í sumar. Við erum búnir að tapa sex til sjö leikjum í sumar og ekki gera neitt jafntefli. Síðustu 5-6 leikir hafa verið góðir fyrir utan tapið gegn HK." „Við ætluðum alltaf að fara upp, en vissum að þessi deild væri erfið. Nú er bara stefnan á að ná toppsætinu af Leiknismönnum," sem útskýrði næst hvernig hann fór að klikka dauðafærinu í síðari hálfleik. „Ég var kominn framhjá Atla í markinu, en ég náði ekki að sóla þann sem var mættur. Ég er orðinn svo gamall að ég hafði ekki kraft í það að reyna sóla hann, þannig ég reyndi bara að sparka framhjá honum. Ég á eftir að hugsa þetta í kvöld þegar ég fer að sofa," sem er ekki búinn að gera upp hug sinn varðandi næsta sumar. „Ég reikna ekki með að taka slaginn næsta sumar, en ég er ekki með neinar yfirlýsingar að ég sé hættur. Mig langar til að hjálpa ÍA eitthvernveginn á næsta tímabili og ég þarf að setjast niður með Jóni og Gulla og ræða það." „Ég er kominn með 99 úrvalsdeildarleiki fyrir ÍA og mig vantar einn í viðbót. Það er spurning hvort ég semji við Gulla um að koma inná í einum næsta sumar," sagði Hjörtur og hló.Leikmenn ÍA fagna marki Garðars.Vísir/ValgarðurÁrmann Smári: Reikna með að spila með ÍA á næsta ári „Þetta er mjög ljúft. Það er ekki hægt að segja neitt annað," sagði Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA, í leikslok. „Ég held að liðsheildin hafi gert gæfumuninn í sumar. Mannskapurinn var vel blandaður; nokkrir ungir og svo við þessir reynslumiklu inn á milli. Það kom okkur upp í efstu deild." „Auðvitað voru fullt af leikmönnum brotnir og í rusli eftir síðasta tímabil, en þá var það kannski ennþá sætara að þjappa okkur saman og komið okkur upp aftur." „Ég reikna með því," sagði Ármann að lokum aðspurður hvort hann væri að fara spila í Pepsi-deildinni með ÍA á næsta ári.Páll sá ekki mikinn klassamun á liðunum.Vísir/ValgarðurPáll Kristjánsson: Kannski betri dómarar í annari deild „Mér fannst við spila ágætlega, en við fengum á okkur mark eftir ódýra aukaspyrnu og svo missa menn hausinn," sagði Páll Kristjánsson, þjálfari KV, í leikslok. „Mér fannst við ekkert síðri í leiknum og ótrúlegt að við skulum ekki hafa skorað mörk í seinni hálfleik." „Mér fannst ekki svakalegur klassamunur á liðunum í dag, ef ég á að vera heiðarlegur. Við unnum þá í fyrri leiknum, en þetta fellur með þeim en ekki okkur." „Við erum ekki fallnir tölfræðilega, en ef maður er ekki blindur og raunsær þá erum við langleiðina fallnir. Það getur þó allt gerst." „Við öndum rólega og ef við förum niður í aðra deild þá er það kannski bara ágætt. Það eru kannski betri dómarar þar," sagði Páll og glotti. „Það kemur ár eftir þetta ár og við höfum fallið áður. Það kemur dagur eftir þennan dag," sagði Páll við Vísi í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
ÍA tryggði sér sæti í Pepsi-deild karla í kvöld með öruggum og þægilegum sigri á KV á Gervigrasvellinum í Laugardal. Lokatölur urðu 0-2 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór á völlinn og smellti myndum af leiknum en myndirnar má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var nánast eign Skagamanna frá fyrstu mínútu en þeir voru sífellt ógnandi með sínum frábæru sóknarmönnum; Garðari Gunnlaugssyni og Hirti Hjartarsyni. Sigurinn var síst of stór, en gestirnir unnu fyrri leikinn uppá Skipaskaga. Það hefur líklega mótiverað lærisveina Gunnlaugs Jónassonar, þjálfara ÍA sem og að Pepsi-deildar sæti var í boði. Það var ekki mikið fjör í leiknum tli að byrja með, en fljótlega tóku gestirnir völdin og fyrsta markið kom eftir 34. mínútur. Þar var aukaspyrnusérfræðingurinn Jón Vilhelm Ákason að verki, en hann skoraði frábært mark úr aukaspyrnu. Smá uppgjöf virtist koma í Vesturbæjarliðið því næsta mark kom tveimur mínútum síðar. Þá skoraði Garðar Bergmann Gunnlaugsson sitt átjánda mark í sumar eftir góða fyrirgjöf frá Darren Lough. 0-2 fyrir Skagamenn í hálfleik og þeir voru heldur betur kátir Skagamennirnir í stúkunni sem voru mættir. Í síðari hálfleik var sigurinn aldrei spurning þó að Vesturbæjarliðið hafi átt nokkur ágæt færi. Skagamenn gáfu þó engin mjög opin færi á sér og sigldu Pepsi-deildar sætinu heim. Með sigrinum hefur ÍA tryggt sér sæti meðal þeirra bestu á næsta ári. Liðið kemur því aftur í Pepsi-deildina eftir eitt ár í fyrstu deildinni, en svona stórt og sögufrægt lið á heima í efstu deild. Það verður líklega eitthvað fagnað á Skaganum næstu vikur. KV er hins vegar nánast fallið úr deildinni, en liðið er í ellefta sæti. Liðið er sex stigum á eftir BÍ/Bolungarvík sem er í tíunda sæti sem á leik inni og KV er með öllu verri markatölu.Garðar fagnar marki sínu.Vísir/ValgarðurGunnlaugur Jónsson: Maður veit aldrei með Hjört „Þetta er stórkostleg tilfinning sérstaklega með klúbbnum sem spilaði megnið af ferlinum með," „Við lögðum þessi markmið upp síðasta haust þegar ég tók við og það er frábært að ná þessum markmiðum." „Það voru ýmsar raddir uppi að þetta lið væri brotið og þessi kjarni sem fór niður með liðið væri ekki nægilega góður til að fara upp. Strákarnir hafa sýnt það í sumar að við erum með frábært liðið og erum vel að þessu komnir." „Við settum þetta stóra markmið á laggirnar og unnum leynt og ljóst að því að búa til liðsheild sem gæti komið liðinu upp. Það tókst," sem efaðist um að Hjörtur myndi spila með ÍA á næstu leiktíð. „Ég efast um það, en maður veit aldrei með hann. Hann er einn af þessum af þessum leikmönnum á Íslandi sem á níu lífi, en við verðum að bíða og láta hann svara því," sagði Gunnlaugur kampakátur í leikslok.Hjörtur útilokar ekki að leika einn leik með ÍA næsta sumar til þess að leika leik númer 100 í úrvalsdeildinni fyrir félagið.Vísir/ValgarðurHjörtur: Vantar einn úrvalsdeildarleik með ÍA í viðbót „Þetta er alltaf skemmtilegt," sagði Hjörtur Hjartason, framherji ÍA, í leikslok. Hjörtur hefur verið iðinn við að fara upp með liðum sínum úr fyrstu deild í efstu deild síðustu ár. „Það er aðeins öðruvísi að þetta sé með ÍA og öðruvísi tilfinning þó að þetta hafi verið mjög gaman með Víkingi, Þrótti og Selfossi. Þetta með Selfoss var kannski það óvæntasta af þessu öllu saman og þetta var alveg dásamlegt." „Þetta er búið að vera upp og niður hjá okkur í sumar. Við erum búnir að tapa sex til sjö leikjum í sumar og ekki gera neitt jafntefli. Síðustu 5-6 leikir hafa verið góðir fyrir utan tapið gegn HK." „Við ætluðum alltaf að fara upp, en vissum að þessi deild væri erfið. Nú er bara stefnan á að ná toppsætinu af Leiknismönnum," sem útskýrði næst hvernig hann fór að klikka dauðafærinu í síðari hálfleik. „Ég var kominn framhjá Atla í markinu, en ég náði ekki að sóla þann sem var mættur. Ég er orðinn svo gamall að ég hafði ekki kraft í það að reyna sóla hann, þannig ég reyndi bara að sparka framhjá honum. Ég á eftir að hugsa þetta í kvöld þegar ég fer að sofa," sem er ekki búinn að gera upp hug sinn varðandi næsta sumar. „Ég reikna ekki með að taka slaginn næsta sumar, en ég er ekki með neinar yfirlýsingar að ég sé hættur. Mig langar til að hjálpa ÍA eitthvernveginn á næsta tímabili og ég þarf að setjast niður með Jóni og Gulla og ræða það." „Ég er kominn með 99 úrvalsdeildarleiki fyrir ÍA og mig vantar einn í viðbót. Það er spurning hvort ég semji við Gulla um að koma inná í einum næsta sumar," sagði Hjörtur og hló.Leikmenn ÍA fagna marki Garðars.Vísir/ValgarðurÁrmann Smári: Reikna með að spila með ÍA á næsta ári „Þetta er mjög ljúft. Það er ekki hægt að segja neitt annað," sagði Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA, í leikslok. „Ég held að liðsheildin hafi gert gæfumuninn í sumar. Mannskapurinn var vel blandaður; nokkrir ungir og svo við þessir reynslumiklu inn á milli. Það kom okkur upp í efstu deild." „Auðvitað voru fullt af leikmönnum brotnir og í rusli eftir síðasta tímabil, en þá var það kannski ennþá sætara að þjappa okkur saman og komið okkur upp aftur." „Ég reikna með því," sagði Ármann að lokum aðspurður hvort hann væri að fara spila í Pepsi-deildinni með ÍA á næsta ári.Páll sá ekki mikinn klassamun á liðunum.Vísir/ValgarðurPáll Kristjánsson: Kannski betri dómarar í annari deild „Mér fannst við spila ágætlega, en við fengum á okkur mark eftir ódýra aukaspyrnu og svo missa menn hausinn," sagði Páll Kristjánsson, þjálfari KV, í leikslok. „Mér fannst við ekkert síðri í leiknum og ótrúlegt að við skulum ekki hafa skorað mörk í seinni hálfleik." „Mér fannst ekki svakalegur klassamunur á liðunum í dag, ef ég á að vera heiðarlegur. Við unnum þá í fyrri leiknum, en þetta fellur með þeim en ekki okkur." „Við erum ekki fallnir tölfræðilega, en ef maður er ekki blindur og raunsær þá erum við langleiðina fallnir. Það getur þó allt gerst." „Við öndum rólega og ef við förum niður í aðra deild þá er það kannski bara ágætt. Það eru kannski betri dómarar þar," sagði Páll og glotti. „Það kemur ár eftir þetta ár og við höfum fallið áður. Það kemur dagur eftir þennan dag," sagði Páll við Vísi í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira