Nýjar gossprungur myndast Jakob Bjarnar skrifar 5. september 2014 08:29 Gosið færist nú nær jökli sem gæti breytt stöðunni til mikilla muna. Eldgosið hefur verið öflugt, en hættulítið en sú staða kynni að breytast ef það færist undir jökul. visir/valli Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur sem staddur er við gosstöðvarnar í Holuhrauni staðfestir í samtali við fréttastofu að ný gossprunga hafi opnast sunnan við gömlu gossprunguna sem tegir sig í áttina að Dyngjujökli.Að neðan má sjá nýtt yfirlitskort af Holuhrauni sem Jarðvísindastofnun birti í hádeginu. Í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð segir að flugvél á vegum almannavarna sé að leggja upp frá Reykjavíkurflugvelli með jarðvísindamenn og fulltrúa almannavarna. Vísindamenn vilja minna á að fyrra gosið var mjög lítið í fyrstu en svo stækkaði gossprungan til mikilla muna. Ármann Höskuldsson segir að líklega sé um sama gos að ræða, en nú leiti kvikan nýrra leiða upp á yfirborðið. Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákveðið í ljósi þessara upplýsinga að loka fyrir alla frekari umferð inn á svæðið norðan Vatnajökuls. Fjölmiðlar og vísindamenn hafa til þessa haft takmarkaðan aðgang að svæðinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Á meðan þessi óvissa varir er ekki talið rétt að hleypa fleirum inn á svæðið. Jafnframt hefur verið sett upp innri lokun á vegi 910 við Vaðöldu. Þessi ákvörðun verður endurskoðuð um leið og nýjar upplýsingar berast. Á þessari stundu er ekki vitað hvort viðbúnaðarstigi verður breytt en ef gosið fer undir jökul er fastlega ráð fyrir því gert að um hlaup verði að ræða. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Bárðarbunga Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur sem staddur er við gosstöðvarnar í Holuhrauni staðfestir í samtali við fréttastofu að ný gossprunga hafi opnast sunnan við gömlu gossprunguna sem tegir sig í áttina að Dyngjujökli.Að neðan má sjá nýtt yfirlitskort af Holuhrauni sem Jarðvísindastofnun birti í hádeginu. Í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð segir að flugvél á vegum almannavarna sé að leggja upp frá Reykjavíkurflugvelli með jarðvísindamenn og fulltrúa almannavarna. Vísindamenn vilja minna á að fyrra gosið var mjög lítið í fyrstu en svo stækkaði gossprungan til mikilla muna. Ármann Höskuldsson segir að líklega sé um sama gos að ræða, en nú leiti kvikan nýrra leiða upp á yfirborðið. Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákveðið í ljósi þessara upplýsinga að loka fyrir alla frekari umferð inn á svæðið norðan Vatnajökuls. Fjölmiðlar og vísindamenn hafa til þessa haft takmarkaðan aðgang að svæðinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Á meðan þessi óvissa varir er ekki talið rétt að hleypa fleirum inn á svæðið. Jafnframt hefur verið sett upp innri lokun á vegi 910 við Vaðöldu. Þessi ákvörðun verður endurskoðuð um leið og nýjar upplýsingar berast. Á þessari stundu er ekki vitað hvort viðbúnaðarstigi verður breytt en ef gosið fer undir jökul er fastlega ráð fyrir því gert að um hlaup verði að ræða. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans.
Bárðarbunga Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira