Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 13:03 Lars Lagerbäck. vísir/daníel Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, hefur aðra tilraun sína ásamt Heimi Hallgrímssyni að koma Íslandi á stórmót á þriðjudagskvöldið þegar strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016. Mótherjinn er Tyrkland sem spilaði vináttuleik gegn Dönum í vikunni. Þar komu Tyrkirnir aðeins á óvart. „Þjálfari Tyrkja breytti skipulaginu sem var það eina sem kom á óvart. Við höldum að hann hafi notað leikmenn sem byrja ekki á þriðjudaginn,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í dag. „Við munum fara í gegnum allt sem þeir hafa gert og eftir æfingu munum við fara vel með strákunum yfir leik Tyrkja. Það er samt mikilvægast hvernig við spilum.“ Tyrkir byggja leik sinn ekki upp á mikilli liðsheild, að sögn Svíans, heldur treysta þeir á gæði einstaklinga í liðinu. En þau eru mikil. „Þeir eru með sterka einstaklinga sem eru góðir með boltann. Sóknir þeirra eru byggðar upp á einstaklingsframtökum. Þeir vilja sækja og keyra bakverðina upp völlinn,“ sagði Lagerbäck. „Í vörninni verjast þeir meira maður á mann en með svæðisvörn. Aðalatriðið fyrir okkur er að vinna einvígin maður gegn manni úti á vellinum. Ef það tekst þá eigum við möguleika á að vinna leikinn.“ Auk Tyrkja er Ísland í riðli með Lettum, Kasakstan, Hollandi og Tyrklandi. Holland náði bronsi á HM í Brasilíu og þykir langsigurstranglegast í riðlinum. En hvaða lið er næstbest? „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir eru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður gaman samt að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks eftir að komast svona langt á stórmóti,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, hefur aðra tilraun sína ásamt Heimi Hallgrímssyni að koma Íslandi á stórmót á þriðjudagskvöldið þegar strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016. Mótherjinn er Tyrkland sem spilaði vináttuleik gegn Dönum í vikunni. Þar komu Tyrkirnir aðeins á óvart. „Þjálfari Tyrkja breytti skipulaginu sem var það eina sem kom á óvart. Við höldum að hann hafi notað leikmenn sem byrja ekki á þriðjudaginn,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í dag. „Við munum fara í gegnum allt sem þeir hafa gert og eftir æfingu munum við fara vel með strákunum yfir leik Tyrkja. Það er samt mikilvægast hvernig við spilum.“ Tyrkir byggja leik sinn ekki upp á mikilli liðsheild, að sögn Svíans, heldur treysta þeir á gæði einstaklinga í liðinu. En þau eru mikil. „Þeir eru með sterka einstaklinga sem eru góðir með boltann. Sóknir þeirra eru byggðar upp á einstaklingsframtökum. Þeir vilja sækja og keyra bakverðina upp völlinn,“ sagði Lagerbäck. „Í vörninni verjast þeir meira maður á mann en með svæðisvörn. Aðalatriðið fyrir okkur er að vinna einvígin maður gegn manni úti á vellinum. Ef það tekst þá eigum við möguleika á að vinna leikinn.“ Auk Tyrkja er Ísland í riðli með Lettum, Kasakstan, Hollandi og Tyrklandi. Holland náði bronsi á HM í Brasilíu og þykir langsigurstranglegast í riðlinum. En hvaða lið er næstbest? „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir eru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður gaman samt að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks eftir að komast svona langt á stórmóti,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35
Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54