Stærsta jarðsig síðan mælingar hófust Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2014 12:42 Vísir/GVA Allt að fimmtán metra lækkun hefur orðið í miðju öskjunnar í Bárðarbungu. Rúmmálsbreytingin nemur um 0,25 rúmkílómetra og er lögun dældarinnar í samræmi við að botn öskjunnar hafi sigið sem þessu nemur.Click here for an English version. Aldrei áður hefur sig af þessari stærðargráðu orðið á Íslandi síðan mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust um miðja síðustu öld. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun. Þá segir í tilkynningu frá Almannavörnum að rúmmál sigsvæðisins sé verulegur hluti af áætluðu heildarrúmmáli kvikugangsins. Sennilegasta skýring sigsins er talin vera jarðskjálftavirkni undanfarið og kvikustreymi neðanjarðar til norðausturs. Í eftirlitsflugi í gær fannst einnig breið og grunn sigdæld í Dyngjujökli um tíu kílómetra frá jökuljaðri. Önnur dæld sem er um sex kílómetra frá sporði Dyngjujökuls hefur farið dýpkandi og mælist nú 35 kílómetra djúp. Líklegt þykir að þessar dældir séu merki um stutt gos sem hafi orðið undir jöklinum.Ekkert lát á gosinu Þá hefur ekkert dregið úr gosinu í Holuhrauni, þar sem nú er virkni á tveimur sprungum. Hrauntungan nær nú tíu kílómetra til ANA og á tæpan kílómeter eftir í Jökulsá á Fjöllum. Aftur á móti hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á svæðinu síðan í gær. Frá miðnætti hafa um 90 skjálftar mælst og einn þeirra fimm að stærð mældist við Bárðarbungu klukkan 5:40 í morgun. Frá 16. ágúst hafa fjórtán skjálftar verið stærri en 5 við Bárðarbungu.Fjórir möguleikar líklegastir Vísindamannaráð Almannavarna telur fjóra möguleika líklegasta í framvindu jarðhræringanna. - Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum. - Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. - Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. - Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Bárðarbunga Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Allt að fimmtán metra lækkun hefur orðið í miðju öskjunnar í Bárðarbungu. Rúmmálsbreytingin nemur um 0,25 rúmkílómetra og er lögun dældarinnar í samræmi við að botn öskjunnar hafi sigið sem þessu nemur.Click here for an English version. Aldrei áður hefur sig af þessari stærðargráðu orðið á Íslandi síðan mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust um miðja síðustu öld. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun. Þá segir í tilkynningu frá Almannavörnum að rúmmál sigsvæðisins sé verulegur hluti af áætluðu heildarrúmmáli kvikugangsins. Sennilegasta skýring sigsins er talin vera jarðskjálftavirkni undanfarið og kvikustreymi neðanjarðar til norðausturs. Í eftirlitsflugi í gær fannst einnig breið og grunn sigdæld í Dyngjujökli um tíu kílómetra frá jökuljaðri. Önnur dæld sem er um sex kílómetra frá sporði Dyngjujökuls hefur farið dýpkandi og mælist nú 35 kílómetra djúp. Líklegt þykir að þessar dældir séu merki um stutt gos sem hafi orðið undir jöklinum.Ekkert lát á gosinu Þá hefur ekkert dregið úr gosinu í Holuhrauni, þar sem nú er virkni á tveimur sprungum. Hrauntungan nær nú tíu kílómetra til ANA og á tæpan kílómeter eftir í Jökulsá á Fjöllum. Aftur á móti hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á svæðinu síðan í gær. Frá miðnætti hafa um 90 skjálftar mælst og einn þeirra fimm að stærð mældist við Bárðarbungu klukkan 5:40 í morgun. Frá 16. ágúst hafa fjórtán skjálftar verið stærri en 5 við Bárðarbungu.Fjórir möguleikar líklegastir Vísindamannaráð Almannavarna telur fjóra möguleika líklegasta í framvindu jarðhræringanna. - Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum. - Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. - Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. - Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.
Bárðarbunga Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira