Hannes: Fyrsta deildin í Noregi ekki álitlegur kostur Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2014 15:15 Hannes í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/AM Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, var hress þegar Vísir náði tali af honum fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudaginn kemur, en leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Frakklandi 2016. „Stemningin er virkilega fín. Við erum spenntir og hlökkum til að takast á við þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við fjölmiðla. „Við erum búnir að fara vel yfir Tyrkina og það eru nokkrir dagar í leiknin. Við munum fara ennþá betur fyrir þeirra leik og erum búnir að skoða slatta nú þegar," sagði Hannes og aðspurður hvort þeir væru "underdogs" svaraði Hannes: „Ja, ég myndi nú ekki segja að við séum "underdogs". Við vitum að við erum að fara spila á móti frábæru liði, en við erum meðvitaðir um okkar hæfilega."Heiður að spila fyrir þjóðina „Við erum að fá þá á okkar heimavöll og ef við ætlum að gera eitthverja hluti í þessum riðli þá getum við ekki litið á okkur sem litla liðið í þessum leikjum. Við þurfum að spila til sigurs og verðum að stefna á þrjú stig á þriðjudaginn." „Það er alltaf pressa. Maður finnur fyrir henni og það gekk vel í síðustu keppni. Við sjálfir og þeir sem koma að liðinu og fólkið í landinu gerir ákveðnar kröfur á okkur núna um árangur og við finnum fyrir því." Hanens segir að það sé alltaf mikill heiður að spila fyrir framan íslensku þjóðina og vonast eftir að sú stemning sem var í síðustu keppni haldi áfram. „Að spila fyrir þjóðina er gríðarlegur heiður og maður vill standa sig. Það er alltaf ákveðinn pressa, en það snýst svo um að núllstilla sig og hreinsa hugann og vera klár þegar flautan gellur." „Það var algjörlega stórkostleg stemning í kringum liðið í síðustu keppni þar sem völlurinn fylltist löngu fyrir leik. Það var ótrúleg að fá að upplifa það að vera í landsliðinu í svona meðbyr og að fá að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll."Hannes á æfingu landsliðsins.Vísir/DaníelHannes er uppalinn Leiknismaður og var á vellinum á fimmtudaginn þegar Leiknismenn tryggðu sér upp í Pepsi-deildina. Hann var stoltur af sínu uppeldisfélagi. „Það var geðveikt. Ég hef ekki getað komið á neinn leik í sumar, en þessi eini leikur sem ég gat mætt á þá gátu þeir einmitt tryggt sig upp." „Það var frábært að sjá þetta. Þetta er uppeldisfélagið og Leiknir var alltaf í annari eða þriðju deild þegar ég var gutti og að sjá þetta litla lið með þetta stóra hjarta fara upp í úrvalsdeild var gaman. Það er búið að vinna gott starf þarna og menn eru að uppskera." Staða Sandnes, lið Hannes í Noregi, er afar slæm. Liðið er með 14 stig í neðsta sæti deildarinnar og sjö stigum frá öruggu sæti. Hannes segir að framtíð sín sé óljós. „Það verður að koma í ljós. Menn eru núna að leggja allt undir að bjarga félaginu frá falli og það er númer eitt, tvö og þrjú. Síðan verða málin skoðuð þegar tímabilið er búið, en ég mun reyna spila fótbolta á sem hæsta stigi." „Ég mun gera það sem ég get til að spila á sem hæsta stigi, en fyrsta deildin í Noregi er ekkert sérstaklega álitlegur kostur. Núna einbeiti ég mér að því að bjarga liðinu frá falli og svo sjáum við hvað gerist í lok tímabils," sagði Hannes að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, var hress þegar Vísir náði tali af honum fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudaginn kemur, en leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Frakklandi 2016. „Stemningin er virkilega fín. Við erum spenntir og hlökkum til að takast á við þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við fjölmiðla. „Við erum búnir að fara vel yfir Tyrkina og það eru nokkrir dagar í leiknin. Við munum fara ennþá betur fyrir þeirra leik og erum búnir að skoða slatta nú þegar," sagði Hannes og aðspurður hvort þeir væru "underdogs" svaraði Hannes: „Ja, ég myndi nú ekki segja að við séum "underdogs". Við vitum að við erum að fara spila á móti frábæru liði, en við erum meðvitaðir um okkar hæfilega."Heiður að spila fyrir þjóðina „Við erum að fá þá á okkar heimavöll og ef við ætlum að gera eitthverja hluti í þessum riðli þá getum við ekki litið á okkur sem litla liðið í þessum leikjum. Við þurfum að spila til sigurs og verðum að stefna á þrjú stig á þriðjudaginn." „Það er alltaf pressa. Maður finnur fyrir henni og það gekk vel í síðustu keppni. Við sjálfir og þeir sem koma að liðinu og fólkið í landinu gerir ákveðnar kröfur á okkur núna um árangur og við finnum fyrir því." Hanens segir að það sé alltaf mikill heiður að spila fyrir framan íslensku þjóðina og vonast eftir að sú stemning sem var í síðustu keppni haldi áfram. „Að spila fyrir þjóðina er gríðarlegur heiður og maður vill standa sig. Það er alltaf ákveðinn pressa, en það snýst svo um að núllstilla sig og hreinsa hugann og vera klár þegar flautan gellur." „Það var algjörlega stórkostleg stemning í kringum liðið í síðustu keppni þar sem völlurinn fylltist löngu fyrir leik. Það var ótrúleg að fá að upplifa það að vera í landsliðinu í svona meðbyr og að fá að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll."Hannes á æfingu landsliðsins.Vísir/DaníelHannes er uppalinn Leiknismaður og var á vellinum á fimmtudaginn þegar Leiknismenn tryggðu sér upp í Pepsi-deildina. Hann var stoltur af sínu uppeldisfélagi. „Það var geðveikt. Ég hef ekki getað komið á neinn leik í sumar, en þessi eini leikur sem ég gat mætt á þá gátu þeir einmitt tryggt sig upp." „Það var frábært að sjá þetta. Þetta er uppeldisfélagið og Leiknir var alltaf í annari eða þriðju deild þegar ég var gutti og að sjá þetta litla lið með þetta stóra hjarta fara upp í úrvalsdeild var gaman. Það er búið að vinna gott starf þarna og menn eru að uppskera." Staða Sandnes, lið Hannes í Noregi, er afar slæm. Liðið er með 14 stig í neðsta sæti deildarinnar og sjö stigum frá öruggu sæti. Hannes segir að framtíð sín sé óljós. „Það verður að koma í ljós. Menn eru núna að leggja allt undir að bjarga félaginu frá falli og það er númer eitt, tvö og þrjú. Síðan verða málin skoðuð þegar tímabilið er búið, en ég mun reyna spila fótbolta á sem hæsta stigi." „Ég mun gera það sem ég get til að spila á sem hæsta stigi, en fyrsta deildin í Noregi er ekkert sérstaklega álitlegur kostur. Núna einbeiti ég mér að því að bjarga liðinu frá falli og svo sjáum við hvað gerist í lok tímabils," sagði Hannes að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira