Íslenski boltinn

1. deild karla: BÍ/Bolungarvík spilar í fyrstu deild að ári

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Víkings Ólafsvík.
Úr leik Víkings Ólafsvík. Vísir/Daníel
BÍ/Bolungarvík hefur tryggt sæti sitt í fyrstu deild að ári, en þeir tryggðu það með jafntefli gegn Víkingi úr Ólafsvík í dag. Tveir aðrir leikir voru í fyrstu deild karla.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrsta mark leiksins eftir 34. mínútur, en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði fyrir gestina. Stigið tryggði Skástrikinu áframhaldandi veru í fyrstu deild að ári. Þeir sitja í tíunda sæti deildarinnar, en Ólafsvík er í þriðja sæti með 33 stig.

Grindavík keyrði yfir KA á heimavelli sínum í Grindavík. Alex Freyr Hilmarsson kom Grindavík yfir og Magnús Björgvinsson tvöfaldaði forystuna. Arsenij Buinickij minnkaði muninn fyrir KA, en Hákon Ívar Ólafsson og Magnús Björgvinsson bættu við mörkum og lokatölur 4-1.

Tindastóll og HK gerðu svo að lokum markalaust jafntefli.

Öll úrslit og markaskorarar eru fengnar frá urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×