Gylfi: Setjum pressuna á okkur sjálfir Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2014 20:15 Gylfi Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Valli Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segir að íslenska landsliðið sé vel undirbúið fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudag. Gylfi reiknar með hörkuleik. Leikurinn er fyrsti leikurinn í nýrri undankeppninni eftir vonbrigðin gegn Króatíu í vor í umspilsleikjunum um laust sæti á HM. Gylfi segir að undirbúningurinn gangi vel. „Þetta leggst ágætlega í hópinn. Við erum búnir að æfa saman í nokkra daga og ég held að undirbúningurinn gangi bara vel," sagði Gylfi í samtali við Vísi. „Möguleikarnir eru ágætir. Við erum á heimavelli, en vitum að liðið hjá Tyrklandi er mjög gott. Þetta verður mjög erfiður leikur, en ef við náum stigi eða þremur þá er það mjög fínt." Gylfi segir að hópurinn hjá Tyrklandi sé firnasterkur. „Það eru margir hjá þeim í Meistaradeildinni og spila í Tyrklandi og nokkrir utan Tyrklands í mjög góðum liðum. Hópurinn hjá þeim er mjög sterkur." „Ég held að við setjum alltaf bara pressuna á okkur sjálfir. Ég held að það sé meiri eftirvænting frá fólkinu í landinu, en ég held að við ættum að geta nýtt okkur það á góðan máta." „Þeir eru með mjög góða einstaklingsleikmenn, sérstaklega Arda Turan sem spilar með Atletico madrid. Síðan eru nokkrir aðrir sem eru mjög góðir þegar þeir eru með boltann. Við þurfum að stoppa það og nýta okkur það þegar við erum með boltann." „Við stefnum á þrjú stig í hverjum leik, en við vitum að þetta verður hörkuleikur og þetta getur farið á báða vegu," sagði hógvær Gylfi Þór Sigurðson að vanda við Vísi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira
Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segir að íslenska landsliðið sé vel undirbúið fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudag. Gylfi reiknar með hörkuleik. Leikurinn er fyrsti leikurinn í nýrri undankeppninni eftir vonbrigðin gegn Króatíu í vor í umspilsleikjunum um laust sæti á HM. Gylfi segir að undirbúningurinn gangi vel. „Þetta leggst ágætlega í hópinn. Við erum búnir að æfa saman í nokkra daga og ég held að undirbúningurinn gangi bara vel," sagði Gylfi í samtali við Vísi. „Möguleikarnir eru ágætir. Við erum á heimavelli, en vitum að liðið hjá Tyrklandi er mjög gott. Þetta verður mjög erfiður leikur, en ef við náum stigi eða þremur þá er það mjög fínt." Gylfi segir að hópurinn hjá Tyrklandi sé firnasterkur. „Það eru margir hjá þeim í Meistaradeildinni og spila í Tyrklandi og nokkrir utan Tyrklands í mjög góðum liðum. Hópurinn hjá þeim er mjög sterkur." „Ég held að við setjum alltaf bara pressuna á okkur sjálfir. Ég held að það sé meiri eftirvænting frá fólkinu í landinu, en ég held að við ættum að geta nýtt okkur það á góðan máta." „Þeir eru með mjög góða einstaklingsleikmenn, sérstaklega Arda Turan sem spilar með Atletico madrid. Síðan eru nokkrir aðrir sem eru mjög góðir þegar þeir eru með boltann. Við þurfum að stoppa það og nýta okkur það þegar við erum með boltann." „Við stefnum á þrjú stig í hverjum leik, en við vitum að þetta verður hörkuleikur og þetta getur farið á báða vegu," sagði hógvær Gylfi Þór Sigurðson að vanda við Vísi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira